Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er lungnaþemba og hverjar eru afleiðingar hennar?

Magnús Jóhannsson

Lungnaþemba er sjúkdómur sem lýsir sér með mæði og hósta. Hún kemur ekki skyndilega fram heldur þróast sjúkdómurinn í fjölda ára eða jafnvel áratugum saman. Yfir 80% lungnasjúkdóma stafa af reykingum og þar er lungnaþemba ekki undanskilin. Aðrar ástæður fyrir lungnaþembu eru loftmengun og ertandi lofttegundir eða ryk. Sumir þeirra sem fá lungnaþembu hafa verið með langvarandi berkjubólgu, sem oft hefur staðið árum saman. Fáeinir sjúklingar eru með arfgenga tegund sjúkdómsins og geta þá sjúkdómseinkenni komið fram á unga aldri.

Lungnaþemba er algengur sjúkdómur, einkum hjá reykingamönnum. Miðað við erlendar tölur má gera ráð fyrir að allt að 2000 Íslendingar þjáist af henni. Karlmenn eru í miklum meirihluta lungnaþembusjúklinga. Þessi kynjamunur verður þó sífellt minni og er þar líklega um að kenna minnkandi mun á reykingum kynjanna.

Loftskipti lungnanna fara fram í lungnablöðrunum. Blöðrurnar eru örsmáar en smæð þeirra gerir heildaryfirborðið stórt. Við lungnaþembu springa þessar blöðrur og renna saman í stærri blöðrur. Þá minnkar yfirborðið, loftskipti lungnanna versna og viðkomandi verður móður við minnstu áreynslu.

Þegar lungnablöðrurnar springa og renna saman eru skemmdirnar varanlegar þar sem ekki er hægt að lækna eða laga þær með neinum þekktum aðferðum. Viðbrögðin felast því í að reyna að koma í veg fyrir að ástandið versni og úr verði lungnabilun. Reyki lungnaþembusjúklingar skiptir því langmestu máli að þeir hætti því án tafar. Þeir sem vinna við ertandi lofttegundir eða ryk verða sömuleiðis að komast í annað vinnuumhverfi og allir ættu að forðast loftmengun eftir mætti.

Sumir hafa gagn af berkjuvíkkandi lyfjum eins og þeim sem notuð eru við astma. Gefa þarf sýklalyf við fyrstu merki um bakteríusýkingu í öndunarfærum. Sjúklingarnir ættu einnig að fá bólusetningar gegn inflúensu og lungnabólgubakteríum. Þeir ættu að stunda almennt heilsusamlegt líferni með reglulegri líkamsrækt, hollum mat og góðum svefni. Þessar ráðstafanir geta hamlað framgangi sjúkdómsins og bætt líðan sjúklinganna verulega. Aldraðir sjúklingar með mikla lungnaþembu og lungnabilun geta þurft súrefnisgjöf til að líða sæmilega.

Nokkuð algengt er að ný lungu séu grædd í sjúklinga með lungnabilun og fer árangur slíkra aðgerða stöðugt batnandi. Einnig er verið að gera tilraunir með ýmiss konar skurðaðgerðir til að bæta ástand sjúklinga með lungnaþembu og lofa sumar þeirra góðu.

Mynd: U.S. Food and Drug Administration
Þetta svar er af heimasíðu Magnúsar Jóhannssonar læknis og birt með góðfúslegu leyfi hans.

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

2.11.2006

Síðast uppfært

25.3.2020

Spyrjandi

Elín Pétursdóttir

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Hvað er lungnaþemba og hverjar eru afleiðingar hennar?“ Vísindavefurinn, 2. nóvember 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6354.

Magnús Jóhannsson. (2006, 2. nóvember). Hvað er lungnaþemba og hverjar eru afleiðingar hennar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6354

Magnús Jóhannsson. „Hvað er lungnaþemba og hverjar eru afleiðingar hennar?“ Vísindavefurinn. 2. nóv. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6354>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er lungnaþemba og hverjar eru afleiðingar hennar?
Lungnaþemba er sjúkdómur sem lýsir sér með mæði og hósta. Hún kemur ekki skyndilega fram heldur þróast sjúkdómurinn í fjölda ára eða jafnvel áratugum saman. Yfir 80% lungnasjúkdóma stafa af reykingum og þar er lungnaþemba ekki undanskilin. Aðrar ástæður fyrir lungnaþembu eru loftmengun og ertandi lofttegundir eða ryk. Sumir þeirra sem fá lungnaþembu hafa verið með langvarandi berkjubólgu, sem oft hefur staðið árum saman. Fáeinir sjúklingar eru með arfgenga tegund sjúkdómsins og geta þá sjúkdómseinkenni komið fram á unga aldri.

Lungnaþemba er algengur sjúkdómur, einkum hjá reykingamönnum. Miðað við erlendar tölur má gera ráð fyrir að allt að 2000 Íslendingar þjáist af henni. Karlmenn eru í miklum meirihluta lungnaþembusjúklinga. Þessi kynjamunur verður þó sífellt minni og er þar líklega um að kenna minnkandi mun á reykingum kynjanna.

Loftskipti lungnanna fara fram í lungnablöðrunum. Blöðrurnar eru örsmáar en smæð þeirra gerir heildaryfirborðið stórt. Við lungnaþembu springa þessar blöðrur og renna saman í stærri blöðrur. Þá minnkar yfirborðið, loftskipti lungnanna versna og viðkomandi verður móður við minnstu áreynslu.

Þegar lungnablöðrurnar springa og renna saman eru skemmdirnar varanlegar þar sem ekki er hægt að lækna eða laga þær með neinum þekktum aðferðum. Viðbrögðin felast því í að reyna að koma í veg fyrir að ástandið versni og úr verði lungnabilun. Reyki lungnaþembusjúklingar skiptir því langmestu máli að þeir hætti því án tafar. Þeir sem vinna við ertandi lofttegundir eða ryk verða sömuleiðis að komast í annað vinnuumhverfi og allir ættu að forðast loftmengun eftir mætti.

Sumir hafa gagn af berkjuvíkkandi lyfjum eins og þeim sem notuð eru við astma. Gefa þarf sýklalyf við fyrstu merki um bakteríusýkingu í öndunarfærum. Sjúklingarnir ættu einnig að fá bólusetningar gegn inflúensu og lungnabólgubakteríum. Þeir ættu að stunda almennt heilsusamlegt líferni með reglulegri líkamsrækt, hollum mat og góðum svefni. Þessar ráðstafanir geta hamlað framgangi sjúkdómsins og bætt líðan sjúklinganna verulega. Aldraðir sjúklingar með mikla lungnaþembu og lungnabilun geta þurft súrefnisgjöf til að líða sæmilega.

Nokkuð algengt er að ný lungu séu grædd í sjúklinga með lungnabilun og fer árangur slíkra aðgerða stöðugt batnandi. Einnig er verið að gera tilraunir með ýmiss konar skurðaðgerðir til að bæta ástand sjúklinga með lungnaþembu og lofa sumar þeirra góðu.

Mynd: U.S. Food and Drug Administration
Þetta svar er af heimasíðu Magnúsar Jóhannssonar læknis og birt með góðfúslegu leyfi hans....