Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér allt um förufálka?

Jón Már Halldórsson

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað verpir förufálki mörgum eggjum?
Förufálkinn (Falco peregrinus) er að öllum líkindum útbreiddastur allra ránfugla heimsins og verpir hann í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu. Förufálkinn hefur aðlagast fjölbreytilegum búsvæðum þó hann sé algengastur á opnum svæðum svo sem steppum, kjarrlendi, graslendi og í klettum við strendur. Hann verpir einnig til fjalla, í skóglendi sem ekki er alltof þétt og í mannabyggðum. Hann virðist hins vegar forðast raka og þétta skóga hitabeltisins og þurrar eyðimerkur.

Nyrst á útbreiðslusvæði sínu er förufálkinn farfugl. Eins og sést á myndinni hér fyrir neðan þá verpa förufálkar í norðanverðu Rússlandi og Skandinavíu en þeir eru farfuglar á þessum svæðum. Venjulega fara þeir suður á bóginn í september/október en snúa aftur á sumarlendurnar í mars/apríl. Förufálkar hafa stöku sinnum flækst hingað til lands á þessum ferðum sínum.



Útbreiðsla förufálka í Evrópu. Gula svæðið eru svæði sem hann heldur aðeins til yfir varptímann, bláu svæðin eru vetrarstöðvar og grænu svæðin sýna hvar förufálka er að finna allt árið um kring.

Förufálkar verpa gjarnan í hömrum við sjó eða inn til lands auk þess sem algengt er að þeir finni sér hentug hreiðurstæði í grjótnámum inn til lands. Þeir hafa öðrum ránfuglum fremur aðlagast nábýli við manninn og eru í síauknum mæli farnir að gera sér hreiður í háhýsum stórborga Evrópu og Norður-Ameríku. Meðal annars gerði fálkapar sér hreiður í skýjakljúfi á Manhattan í New York, starfsmönnum byggingarinnar til óblandinnar ánægju.

Förufálkar verða venjulega kynþroska á öðru aldursári þó fjölmargir þeirra finni sér ekki maka fyrr en á þriðja ári. Förufálkar verpa venjulega 2-6 eggjum en algengast er að eggin séu 3-4. Báðir foreldrarnir sinna ungauppeldinu. Útungunin tekur um 28-32 daga og verða ungarnir fleygir 35-42 dögum seinna. Samkvæmt rannsóknum á merktum fuglum hafa förufálkar náð allt að 20 ára aldri út í náttúrunni.

Förufálkar eru ákaflega vel aðlagaðir að veiðum á öðrum fuglum enda eru fuglar stærsti hluti fæðu þeirra, til dæmis dúfur, spörfuglar og vaðfuglar sem þeir veiða á flugi. Förufálkar éta eitthvað af smáum spendýrum nyrst á útbreiðslusvæði sínu og þá aðallega læmingja á svokölluðum læmingjaárum (þegar ofgnótt er af læmingjum á túndrunum).

Förufálkar eru meðal færustu flugfugla og nær sennilega engin tegund jafn miklum flughraða, eða allt að 290 km/klst. Höfundur þessa svars hefur hefur séð tölur allt upp í 430 km/klst í steypiflugi. Á láréttu flugi er hraði fuglanna um 75-100 km/klst.

Förufálkahjón helga sér óðal eins og flestir ránfuglar. Þessi óðöl eru misstór og fer stærðin aðallega eftir því hversu mikla bráð er að finna á svæðinu. Rannsókn á vistfræði förufálka sem fram fór meðfram á í afskekktum dal í Alaska sýndi að bilið á milli hreiðra var 3-5 km. En þar sem förufálkar eru jafn útbreiddir og raun ber vitni er stærð óðala á heimsvísu ákaflega misjöfn.



Fullorðinn förufálki (Falco peregrinus).

Skordýraeitrið DDT sem var mikið notað í landbúnaði á fyrri hluta 20. aldar hafði slæm áhrif á förufálka. Í kjölfarið hurfu þeir af stórum svæðum, sérstaklega í Bandaríkjunum meðal annars alveg af austurhlutanum. Með strangri verndunaráætlun og banni við notkun á DDT hefur stofn förufálka hins vegar náð sér á strik aftur.

Förufálkar teljast ekki vera í útrýmingarhættu eins og sakir standa en þó eru þeir sjaldgæfir á stórum svæðum innan útbreiðslusvæðis síns. Talið er að á Bretlandseyjum verpi um 1.400 pör en yfir veturinn halda þar líklega til yfir 4 þúsund fuglar. Á meginlandi Evrópu er stofnstærðin talin vera á bilinu 5.600 til 6.100 pör.

Fyrir utan manninn eru rauðrefur (Vulpes vulpes) og jarfi (Gulo luscus) sennilega helstu óvinir förufálkans en þeir eiga það til að ræna úr hreiðri hans. Eins hafa vitni staðfest að 'great horned owl' (Bubo virginianus) hafi drepið og étið fullorðna fálka.

Þó stofn förufálka hafi rétt úr kútnum á undanförnum áratugum er hann ekki úr allri hættu. Förufálkar verða stöðugt fyrir ágangi fálkaþjófa sem ræna eggjum þeirra, en förufálkinn er vinsælastur allra veiðifálka vegna flugfimi sinnar. Förufálkar, líkt og aðrir ránfuglar, eru afar viðkvæmir gagnvart ýmis konar truflun manna á varptíma. Sennilega spillast hundruð varpa árlega af þessum sökum í Evrópu og Norður-Ameríku.

Heimildir og myndir:
  • Amadon, D. 1969. Predation, shooting, and other factors. Í: Hickey, Joseph J., (ritstj.) Peregrine falcon populations: their biology and decline. Madison, WI: University of Wisconsin Press: 491-495.
  • Brown, L. og Amadon, D. 1989. Eagles, hawks and falcons of the world. The Wellfleet Press.
  • Fire Effects Information System
  • BirdGuides
  • TulsaWalk.com

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.4.2005

Spyrjandi

Halldór Jón, f. 1996
Jóhann Finnur Sigurjónsson, f. 1991

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér allt um förufálka?“ Vísindavefurinn, 19. apríl 2005, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4913.

Jón Már Halldórsson. (2005, 19. apríl). Getið þið sagt mér allt um förufálka? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4913

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér allt um förufálka?“ Vísindavefurinn. 19. apr. 2005. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4913>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér allt um förufálka?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvað verpir förufálki mörgum eggjum?
Förufálkinn (Falco peregrinus) er að öllum líkindum útbreiddastur allra ránfugla heimsins og verpir hann í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu. Förufálkinn hefur aðlagast fjölbreytilegum búsvæðum þó hann sé algengastur á opnum svæðum svo sem steppum, kjarrlendi, graslendi og í klettum við strendur. Hann verpir einnig til fjalla, í skóglendi sem ekki er alltof þétt og í mannabyggðum. Hann virðist hins vegar forðast raka og þétta skóga hitabeltisins og þurrar eyðimerkur.

Nyrst á útbreiðslusvæði sínu er förufálkinn farfugl. Eins og sést á myndinni hér fyrir neðan þá verpa förufálkar í norðanverðu Rússlandi og Skandinavíu en þeir eru farfuglar á þessum svæðum. Venjulega fara þeir suður á bóginn í september/október en snúa aftur á sumarlendurnar í mars/apríl. Förufálkar hafa stöku sinnum flækst hingað til lands á þessum ferðum sínum.



Útbreiðsla förufálka í Evrópu. Gula svæðið eru svæði sem hann heldur aðeins til yfir varptímann, bláu svæðin eru vetrarstöðvar og grænu svæðin sýna hvar förufálka er að finna allt árið um kring.

Förufálkar verpa gjarnan í hömrum við sjó eða inn til lands auk þess sem algengt er að þeir finni sér hentug hreiðurstæði í grjótnámum inn til lands. Þeir hafa öðrum ránfuglum fremur aðlagast nábýli við manninn og eru í síauknum mæli farnir að gera sér hreiður í háhýsum stórborga Evrópu og Norður-Ameríku. Meðal annars gerði fálkapar sér hreiður í skýjakljúfi á Manhattan í New York, starfsmönnum byggingarinnar til óblandinnar ánægju.

Förufálkar verða venjulega kynþroska á öðru aldursári þó fjölmargir þeirra finni sér ekki maka fyrr en á þriðja ári. Förufálkar verpa venjulega 2-6 eggjum en algengast er að eggin séu 3-4. Báðir foreldrarnir sinna ungauppeldinu. Útungunin tekur um 28-32 daga og verða ungarnir fleygir 35-42 dögum seinna. Samkvæmt rannsóknum á merktum fuglum hafa förufálkar náð allt að 20 ára aldri út í náttúrunni.

Förufálkar eru ákaflega vel aðlagaðir að veiðum á öðrum fuglum enda eru fuglar stærsti hluti fæðu þeirra, til dæmis dúfur, spörfuglar og vaðfuglar sem þeir veiða á flugi. Förufálkar éta eitthvað af smáum spendýrum nyrst á útbreiðslusvæði sínu og þá aðallega læmingja á svokölluðum læmingjaárum (þegar ofgnótt er af læmingjum á túndrunum).

Förufálkar eru meðal færustu flugfugla og nær sennilega engin tegund jafn miklum flughraða, eða allt að 290 km/klst. Höfundur þessa svars hefur hefur séð tölur allt upp í 430 km/klst í steypiflugi. Á láréttu flugi er hraði fuglanna um 75-100 km/klst.

Förufálkahjón helga sér óðal eins og flestir ránfuglar. Þessi óðöl eru misstór og fer stærðin aðallega eftir því hversu mikla bráð er að finna á svæðinu. Rannsókn á vistfræði förufálka sem fram fór meðfram á í afskekktum dal í Alaska sýndi að bilið á milli hreiðra var 3-5 km. En þar sem förufálkar eru jafn útbreiddir og raun ber vitni er stærð óðala á heimsvísu ákaflega misjöfn.



Fullorðinn förufálki (Falco peregrinus).

Skordýraeitrið DDT sem var mikið notað í landbúnaði á fyrri hluta 20. aldar hafði slæm áhrif á förufálka. Í kjölfarið hurfu þeir af stórum svæðum, sérstaklega í Bandaríkjunum meðal annars alveg af austurhlutanum. Með strangri verndunaráætlun og banni við notkun á DDT hefur stofn förufálka hins vegar náð sér á strik aftur.

Förufálkar teljast ekki vera í útrýmingarhættu eins og sakir standa en þó eru þeir sjaldgæfir á stórum svæðum innan útbreiðslusvæðis síns. Talið er að á Bretlandseyjum verpi um 1.400 pör en yfir veturinn halda þar líklega til yfir 4 þúsund fuglar. Á meginlandi Evrópu er stofnstærðin talin vera á bilinu 5.600 til 6.100 pör.

Fyrir utan manninn eru rauðrefur (Vulpes vulpes) og jarfi (Gulo luscus) sennilega helstu óvinir förufálkans en þeir eiga það til að ræna úr hreiðri hans. Eins hafa vitni staðfest að 'great horned owl' (Bubo virginianus) hafi drepið og étið fullorðna fálka.

Þó stofn förufálka hafi rétt úr kútnum á undanförnum áratugum er hann ekki úr allri hættu. Förufálkar verða stöðugt fyrir ágangi fálkaþjófa sem ræna eggjum þeirra, en förufálkinn er vinsælastur allra veiðifálka vegna flugfimi sinnar. Förufálkar, líkt og aðrir ránfuglar, eru afar viðkvæmir gagnvart ýmis konar truflun manna á varptíma. Sennilega spillast hundruð varpa árlega af þessum sökum í Evrópu og Norður-Ameríku.

Heimildir og myndir:
  • Amadon, D. 1969. Predation, shooting, and other factors. Í: Hickey, Joseph J., (ritstj.) Peregrine falcon populations: their biology and decline. Madison, WI: University of Wisconsin Press: 491-495.
  • Brown, L. og Amadon, D. 1989. Eagles, hawks and falcons of the world. The Wellfleet Press.
  • Fire Effects Information System
  • BirdGuides
  • TulsaWalk.com
...