Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1150 svör fundust

category-iconLandafræði

Hvað eru heimsálfurnar margar?

Þurrlendi jarðarinnar skiptist í nokkra meginhluta sem kallaðir eru heimsálfur. Hver hluti er nokkurn veginn samfellt landflæmi en nærliggjandi eyjar eru taldar með. Orðið álfa var upprunalega hálfa en h-ið hefur fallið brott. Heimsálfurnar eru sjö: Afríka, Asía, Evrópa, Eyjaálfa (Ástralía), Norður-Ameríka, Suð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið karafla sem við notum yfir flöskur. Úr hvaða máli er það komið og hvað þýðir það?

Karafla er borðflaska undir vín eða vatn. Fleirtöluorðið er karöflur. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er það tökuorð úr dönsku, 'karaffel'. Á ensku og frönsku heitir þetta 'carafe', á ítölsku 'caraffa' og á spænsku 'garrafa'. Orðsifjabókin og aðrar heimildir á Netinu telja að orðið sé upprunalega komið úr arabí...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er ekki i í sögninni mega eins og í sögninni eiga?

Sagnirnar eiga og mega eru báðar núþálegar sagnir en höfðu upprunalega ekki sama sérhljóð í rót. Í eiga hefur rótarsérhljóðið líklegast verið -ai-, samanber gotneska orðið aigan sem merkir ‘eiga’ (á fornnorrænni rúnaristu kemur fram orðmyndin aih = á). Í öðrum germönskum málum má nefna færeyska og nýnorska orðið ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru punktar í lánum?

Hugtakið punktur er notað í fjármálaheiminum til að tákna einn hundraðasta úr einu prósenti, það er 0,01%. Vaxtakjör eru oft tilgreind sem tiltekið álag ofan á eitthvert viðmið og álagið þá gefið upp í punktum. Til dæmis gæti lán í evrum verið veitt með 50 punkta álagi ofan á þá vexti sem bönkum bjóðast í evru...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins kerling eða kelling í íslenskri tungu?

Orðið kerling er til í öllum Norðurlandamálum, færeysku kerling, nýnorsku kjerring, sænskum mállýskum käring, källing, dönsku kælling. Kerling er leitt af nafnorðinu karl með viðskeytinu -ing. Kerling er leitt af nafnorðinu karl með viðskeytinu -ing sem veldur hljóðvarpi þar sem skilyrði eru til. Hér er um ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru til staðir á Íslandi sem draga nöfn sín af rekavið?

Örnefnin Rekavík bak Látur og Rekavík bak Höfn í Norður-Ísafjarðarsýslu eru dæmi um örnefni dregin af rekavið. Rekavatn er á bænum Höfnum á Skaga í Austur-Húnavatnssýslu. Rekaá er á Tjörnesi og Reki er örnefni í Öxarfirði. Þá er ekki ólíklegt að Bolungarvík tengist rekaviði, þar sem bolungur merkir ‚viðar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar gnit er í Gnitaheiði og Gnitakór?

Orðið gnit í forlið nafnanna gæti verið skylt nýnorsku gnite, sem merkir ‚smástykki sem brotnað hefur af e-u‘, og sænsku mállýskuorði gneta eða gnitu ‚moli, ögn‘, og því gæti Gnitaheiði, þar sem ormurinn eða drekinn Fáfnir var, merkt ‚smágrýtt land‘ (Ásgeir Bl. Magnússon, Orðsifjabók, 1989). Gnitaheiði er ekki ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig eiga menn undir högg að sækja?

Orðtakið að eiga undir högg að sækja kemur ekki fyrir í fornum textum. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er í orðatakasafni Guðmundar Jónssonar sem gefið var út í Kaupmannahöfn 1830. Í þessum bardaga eiga margir undir högg að sækja! Halldór Halldórsson, fyrrum prófessor við Háskóla Íslands, ræðir ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan á sögnin að djamma uppruna sinn?

Sögnin að djamma og nafnorðið djamm eru ung tökuorð úr ensku jam. Bæði orðin hafa verið aðlöguð íslenskum rithætti og framburði. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá miðri 20. öld og er ekki ólíklegt að orðin hafi komist inn í íslenskt talmál á stríðsárunum. Í Íslenskri orðabók (2002:217) eru bæði...

category-iconBókmenntir og listir

Hvar eru Katlar sem Jóhannes úr Kötlum kenndi sig við?

Skáldið Jóhannes Jónasson, betur þekktur sem Jóhannes úr Kötlum (1899-1972), átti sín uppvaxtarár á bænum Miðseli, sem einnig var nefndur Ljárskógasel. Bærinn var á neðanverðri Gaflfellsheiði sem er forn leið á milli Hvammsfjarðar í Dölum og Bitrufjarðar á Ströndum. Skammt frá Ljárskógaseli rennur áin Fáskrúð....

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar orð er akkorð?

Akkorð er nafnorð og tökuorð í íslensku úr dönsku á 17. öld. Merkingin er ‘samningur; ákvæðisvinna, ákvæðisverk’. Í dönsku er orðið komið úr frönsku accord sem aftur er leitt af sögninni accorder ‘samræma’. Eins og svo oft á franskan rætur að rekja til latínu, ad ‘til, að’ og cordis, eignarfall af cor ‘hjarta’, þa...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er nafnorðið bull notað um þvælu eða vitleysu?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni orðsins „bull“ í merkingunni þvæla eða vitleysa? Nafnorðið bull ‘suða, suðuhljóð; þvættingur’ er leitt af sögninni bulla ‘sjóða, vella; þvaðra, rugla’. Samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans þekkist nafnorðið í málinu að minnsta kosti frá 17. öld. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða strik er átt við þegar menn ná sér á strik?

Orðasambandið að ná sér á strik merkir ‘takast eitthvað eftir að áður hafði illa gengið’. Það er þekkt frá fyrri hluta 20. aldar. Strik merkir þarna ‘stefna’. Hugsanlegt er talið að það tengist því þegar menn sigldu eftir áttavita og ákveðinni stefnu var náð. Í Mergi málsins eftir Jón G. Friðjónsson (2006:846)...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna er hátíðlegast hjá okkur á aðfangadag þegar við opnum pakkana, en á jóladag víða annars staðar?

Fæðingarhátíð Jesú Krists, jólin, er haldin 25. desember. Undirbúningur hátíðahaldsins er aðventan eða jólafastan og lokadagur hennar, 24. desember, nefnist hjá okkur aðfangadagur jóla. Nafnið er gagnsætt. Þá skal undirbúningi lokið og aðföng öll komin til hátíðahaldsins. Helgin hefst síðan um miðjan aftan eða kl....

category-iconHeimspeki

Ef ég skipti tvisvar um skaft og einu sinni um haus á hamri, verður útkoman þá sami hamar og ég byrjaði með?

Svarið er örugglega að eftir að hafa skipt bæði um haus og skaft þá sitji maður uppi með nýjan hamar. En hvað ef við skiptum bara um skaft? Eða bara um haus? Þá vandast málið og svarið liggur alls ekki í augum uppi. Það sem meira er: Engin rannsókn á þessum hlutum getur svarað spurningunni um það hvenær við höfum ...

Fleiri niðurstöður