Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar gnit er í Gnitaheiði og Gnitakór?

Svavar Sigmundsson

Orðið gnit í forlið nafnanna gæti verið skylt nýnorsku gnite, sem merkir ‚smástykki sem brotnað hefur af e-u‘, og sænsku mállýskuorði gneta eða gnitu ‚moli, ögn‘, og því gæti Gnitaheiði, þar sem ormurinn eða drekinn Fáfnir var, merkt ‚smágrýtt land‘ (Ásgeir Bl. Magnússon, Orðsifjabók, 1989).

Gnitaheiði er ekki til sem örnefni á Íslandi en kemur fyrir í bókartitli. Ljóðabókin Á Gnitaheiði eftir Snorra Hjartarson kom út árið 1956.

Götuheitið Gnitakór í Kópavogi hefur að öllum líkindum verið sniðið eftir Gnitaheiði, en gatan liggur á milli Fjallakórs og Kleifakórs. Ekkert örnefni á Íslandi hefur annars þennan forlið svo vitað sé.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hver er merking orðsins „gnit“ samanber Gnitaheiði/Gnitakór?

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

31.1.2012

Spyrjandi

Birkir Fanndal Haraldsson

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvers konar gnit er í Gnitaheiði og Gnitakór?“ Vísindavefurinn, 31. janúar 2012, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61559.

Svavar Sigmundsson. (2012, 31. janúar). Hvers konar gnit er í Gnitaheiði og Gnitakór? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61559

Svavar Sigmundsson. „Hvers konar gnit er í Gnitaheiði og Gnitakór?“ Vísindavefurinn. 31. jan. 2012. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61559>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar gnit er í Gnitaheiði og Gnitakór?
Orðið gnit í forlið nafnanna gæti verið skylt nýnorsku gnite, sem merkir ‚smástykki sem brotnað hefur af e-u‘, og sænsku mállýskuorði gneta eða gnitu ‚moli, ögn‘, og því gæti Gnitaheiði, þar sem ormurinn eða drekinn Fáfnir var, merkt ‚smágrýtt land‘ (Ásgeir Bl. Magnússon, Orðsifjabók, 1989).

Gnitaheiði er ekki til sem örnefni á Íslandi en kemur fyrir í bókartitli. Ljóðabókin Á Gnitaheiði eftir Snorra Hjartarson kom út árið 1956.

Götuheitið Gnitakór í Kópavogi hefur að öllum líkindum verið sniðið eftir Gnitaheiði, en gatan liggur á milli Fjallakórs og Kleifakórs. Ekkert örnefni á Íslandi hefur annars þennan forlið svo vitað sé.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hver er merking orðsins „gnit“ samanber Gnitaheiði/Gnitakór?
...