Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig eiga menn undir högg að sækja?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðtakið að eiga undir högg að sækja kemur ekki fyrir í fornum textum. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er í orðatakasafni Guðmundar Jónssonar sem gefið var út í Kaupmannahöfn 1830.

Í þessum bardaga eiga margir undir högg að sækja!

Halldór Halldórsson, fyrrum prófessor við Háskóla Íslands, ræðir orðtakið í doktorsritgerð sinni Íslenzk orðtök sem gefin var út 1954. Hann segir merkinguna vera ‛þurfa að leggja á sig erfiði til þess að öðlast eitthvað, eiga eitthvað undir góðvild, náð einhvers’. Hann telur líkinguna vera frá því runna að menn hafi þurft að ganga „undir högg“ í bardaga með höggvopnum, það er undir högg andstæðingsins.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
„Að eiga undir högg að sækja.“ Hvaðan er það komið og hver var upprunaleg meining?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

25.11.2011

Spyrjandi

Trausti Pálsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig eiga menn undir högg að sækja?“ Vísindavefurinn, 25. nóvember 2011, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60872.

Guðrún Kvaran. (2011, 25. nóvember). Hvernig eiga menn undir högg að sækja? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60872

Guðrún Kvaran. „Hvernig eiga menn undir högg að sækja?“ Vísindavefurinn. 25. nóv. 2011. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60872>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig eiga menn undir högg að sækja?
Orðtakið að eiga undir högg að sækja kemur ekki fyrir í fornum textum. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er í orðatakasafni Guðmundar Jónssonar sem gefið var út í Kaupmannahöfn 1830.

Í þessum bardaga eiga margir undir högg að sækja!

Halldór Halldórsson, fyrrum prófessor við Háskóla Íslands, ræðir orðtakið í doktorsritgerð sinni Íslenzk orðtök sem gefin var út 1954. Hann segir merkinguna vera ‛þurfa að leggja á sig erfiði til þess að öðlast eitthvað, eiga eitthvað undir góðvild, náð einhvers’. Hann telur líkinguna vera frá því runna að menn hafi þurft að ganga „undir högg“ í bardaga með höggvopnum, það er undir högg andstæðingsins.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
„Að eiga undir högg að sækja.“ Hvaðan er það komið og hver var upprunaleg meining?
...