Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 23 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er talað um að hafa ekki grænan?

'Að hafa ekki grænan' er stytting á orðtakinu 'að hafa ekki grænan grun'. Merking þess er að hafa ekki hugmynd um eitthvað, að standa algjörlega á gati. Hér er enn ósvarað af hverju grunurinn er grænn. Guðrún Kvaran segir í svari sínu við spurningunni Hvaðan kemur græni liturinn í "einum grænum hvelli"? að græ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er merking máltækisins "Að lifa eins og blóm í eggi"?

Orðatiltækið að lifa eins og blóm í eggi er notað um að ganga allt í haginn, njóta lífsins, lifa í vellystingum. Blóm merkir í þessu sambandi ‘eggjarauða’ en hún er einnig nefnd blómi (kk.). Blóm í merkingunni ‘eggjarauða’ er líklegast tökumerking úr dönsku, æggeblomme. Eggjarauða, eða blóm. Annað orðtak sem...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir að mæla við völu?

Orðabók Háskólans á ekki dæmi um orðasambandið að mæla við völu en aftur á móti dæmi um að velta völu eða völum í merkingunni að ‘tala óskýrt og þvöglulega’. Ekki er ólíklegt að bæði orðasamböndin merki hið sama. Vala í þessu sambandi er vafalítið smábein í hækillið sauðkindar á milli fótleggjar og langleggjar,...

category-iconHugvísindi

Af hverju er það kallað „að koma einhverjum fyrir kattarnef" þegar einhver er myrtur eða látinn hverfa?

Orðtakið að koma einhverjum fyrir kattarnef merkir ‛gera út af við einhvern/eitthvað, láta einhvern/eitthvað hverfa’. Það þekkist frá því á 19. öld. Í ritinu Íslenzkt orðtakasafn (I:310) bendir Halldór Halldórsson á að til sé eldra orðtak, að koma einhverjum fyrir Hattar nef, sem sé kunnugt frá 17. öld. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig sitja menn eftir með sárt ennið?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Hvaðan er máltækið að sitja eftir með sárt ennið komið? Hvernig er hægt að sitja eftir með sárt enni? Orðasambandið þekkist að minnsta kosti frá miðri 18. öld og er merkingin 'missa af feng, verða fyrir vonbrigðum'. Í seðlasafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi úr þýðin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvar er sama heygarðshornið?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Að vera við sama heygarðshornið - hvað er þetta heygarðshorn? Hvaðan kemur þetta orðtak? Heygarður merkir ‘garður utan um hey’. Orðasambandið að vera við sama heygarðshornið merkir að ‘klifa stöðugt á hinu sama, vera samur við sig’, oft notað í neikvæðri merkingu. Það þekki...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er til eitthvert dýr sem heitir múmeldýr?

Spurningin í fullri lengd hljómaði svona: Er til eitthvert dýr sem heitir múmeldýr? Þá er ég ekki að tala um múrmeldýr sem er þá afbrigði af kameldýri eða eitthvað slíkt? Við könnumst ekki við að til sé dýr sem gengur undir heitinu múmeldýr. En það er rétt hjá spyrjanda að til eru svokölluð múrmeldýr en latnes...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað merkir Catch-22?

„Catch-22” er orðatiltæki sem merkir ástand sem er ómögulegt að vinna sig út úr, hve mikið sem maður reynir; svipað íslenska orðinu 'sjálfhelda'. Orðatiltækið dregur nafn sitt af samnefndri bók, eftir bandaríska rithöfundinn Joseph Heller (1923-1999). Bókin vakti athygli hjá ungu fólki sem dýrkaði umdeilt og undar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir að bíta höfuðið af skömminni?

Merkingin er ‘kunna ekki að skammast sín, gera illt verra, gerast enn ósvífnari’. Orðasambandið þekkist frá fyrri hluta 18. aldar. Til dæmis skrifaði Jón Vídalín í postillu sinni: Ecke eru Dæme til þess / ad nockur hafe so bited Høfuded af Skømmenne. Sennilega er orðasambandið fengið að láni úr dönsku bide h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort á að segja 'bar beinin' eða 'beraði beinin' og hvers vegna?

Orðtakið bera beinin í merkingunni ‘deyja, ljúka lífi sínu’ er þekkt í fornu máli og hefur lifað allt fram á þennan dag. Af dæmum úr fornum textum er augljóst að um sterku sögnina bera er að ræða (bera – bar – bárum – borið). Í bókinni Íslenzkt orðtakasafn (1968:52) getur Halldór Halldórsson sér þess til að sö...

category-iconMálvísindi: íslensk

Á hvaða þönum er fólk alltaf?

Upprunalega spurningin var: Hvaða þanir eru þetta sem fólk er endalaust á og hvers vegna alltaf fleirtalan? Orðið þön þekkist allt frá fornu máli. Það hefur fleiri en eina merkingu: ‘spjálk eða teinn til að þenja e-ð út með; tálkn, tálknbogi; beintindur í ugga; fjaðurgeisli eða fön á fjöðurstaf, …’. Orð...

category-iconHugvísindi

Hvað er tilvistarstefna?

Stundum er sagt að tilvistarstefna, eða existensíalismi, leggi ofuráherslu á einstaklinginn en það er ofsögum sagt. Ef eitthvert íslenskt orðtak eða málsháttur ætti að vera slagorð tilvistarstefnunnar þá væri það að ,,hver sé sinnar gæfu smiður''. Tilvistarstefnan varð áhrifamikil heimspekistefna upp úr heimst...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðatiltækisins „að komast upp með eitthvað”, og af hverju er sagt „komast upp”?

Ekki er ljóst hversu gamalt orðasambandið komast upp með e-ð er í málinu. Það virðist ekki koma fyrir í fornu máli og dæmi Orðabókar Háskólans eru fremur ung. Þó hefur það verið notað alla síðustu öld. Sagnarsambandið koma e-u/e-m upp er þekkt í fornu máli í fleiri en einni merkingu. Það getur til dæmis merkt ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðtakið „hver og hver og vill og verður“ og hvaðan er það upprunnið?

Spurnarsetningin hver og hver og vill er mjög vel þekkt og notuð þegar verið er að bjóða eitthvað eða fá sjálfboðaliða til einhvers. „Hver og hver og vill fara út í búð?“ eða „Hver og hver og vill síðasta bitann af kökunni?“ Viðbótinni ... og verður er stundum skeytt aftan við og jafnvel ... að lofa og þá oftas...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Tengist orðtakið að koma einhverjum fyrir kattarnef eitthvað örnefninu Kattarnef?

Kattarnef er þekkt sem örnefni á að minnsta kosti tveimur stöðum á landinu, annað er klettanef í Viðey og hitt er undir Eyjafjöllum, við Markarfljót, sunnan við Neðri-Dal. Það er talið geta verið það sem í Landnámabók er nefnt Katanes (Íslenzk fornrit I, 343). Kattarnef er klettahöfði sem liggur að Markarfljóti...

Fleiri niðurstöður