Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort á að segja 'bar beinin' eða 'beraði beinin' og hvers vegna?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðtakið bera beinin í merkingunni ‘deyja, ljúka lífi sínu’ er þekkt í fornu máli og hefur lifað allt fram á þennan dag. Af dæmum úr fornum textum er augljóst að um sterku sögnina bera er að ræða (bera – bar – bárum – borið).

Í bókinni Íslenzkt orðtakasafn (1968:52) getur Halldór Halldórsson sér þess til að sögnin bera hafi á eldra málstigi haft forskeyti þegar hún hefur þessa tilteknu merkingu. Hún hefur þá verið *gaberan með forskeytinu ga- (* merkir að orðmyndin sé endurgerð, komi hvergi fyrir) og merkt ‘ljúka við að bera’. Sá sem hefur lokið við að bera beinin er sem sagt dáinn.

Ýmis dæmi eru þess að forskeyti hafi fallið niður á síðari málstigum eða runnið saman við orðstofninn. Sem annað dæmi en þó skylt má nefna sögnina bera í merkingunni ‘fæða’. Óforskeytt hefur hún merkt ‘ganga með (afkvæmi)’ en með forskeytinu ga-, það er *gaberan ‘ljúka við að ganga með (afkvæmi), fæða’ sem notuð er um burð kúa og áa. Sú merking kemur einnig fyrir í nafnorðinu barnsburður.

Sem dæmi um samruna forskeytis og stofns er ga- í merkingunni ‘sam-’ í orðinu granni. Rann merkir ‘hús, heimili’ og *ga-ranni merkti þá upphaflega ‘sá sem býr í sama húsi’.

Mynd: Sveinbjörn Björnsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

28.9.2006

Spyrjandi

Inga Sigurðardóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvort á að segja 'bar beinin' eða 'beraði beinin' og hvers vegna?“ Vísindavefurinn, 28. september 2006, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6216.

Guðrún Kvaran. (2006, 28. september). Hvort á að segja 'bar beinin' eða 'beraði beinin' og hvers vegna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6216

Guðrún Kvaran. „Hvort á að segja 'bar beinin' eða 'beraði beinin' og hvers vegna?“ Vísindavefurinn. 28. sep. 2006. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6216>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort á að segja 'bar beinin' eða 'beraði beinin' og hvers vegna?
Orðtakið bera beinin í merkingunni ‘deyja, ljúka lífi sínu’ er þekkt í fornu máli og hefur lifað allt fram á þennan dag. Af dæmum úr fornum textum er augljóst að um sterku sögnina bera er að ræða (bera – bar – bárum – borið).

Í bókinni Íslenzkt orðtakasafn (1968:52) getur Halldór Halldórsson sér þess til að sögnin bera hafi á eldra málstigi haft forskeyti þegar hún hefur þessa tilteknu merkingu. Hún hefur þá verið *gaberan með forskeytinu ga- (* merkir að orðmyndin sé endurgerð, komi hvergi fyrir) og merkt ‘ljúka við að bera’. Sá sem hefur lokið við að bera beinin er sem sagt dáinn.

Ýmis dæmi eru þess að forskeyti hafi fallið niður á síðari málstigum eða runnið saman við orðstofninn. Sem annað dæmi en þó skylt má nefna sögnina bera í merkingunni ‘fæða’. Óforskeytt hefur hún merkt ‘ganga með (afkvæmi)’ en með forskeytinu ga-, það er *gaberan ‘ljúka við að ganga með (afkvæmi), fæða’ sem notuð er um burð kúa og áa. Sú merking kemur einnig fyrir í nafnorðinu barnsburður.

Sem dæmi um samruna forskeytis og stofns er ga- í merkingunni ‘sam-’ í orðinu granni. Rann merkir ‘hús, heimili’ og *ga-ranni merkti þá upphaflega ‘sá sem býr í sama húsi’.

Mynd: Sveinbjörn Björnsson...