Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1127 svör fundust
Bera allir Sikhar sama eftirnafn?
Ég hef heyrt að trúflokkur manna á Indlands/Pakistan-svæðinu sem kallast Sikhar hafi allir sama eftirnafn. Hvers vegna? Sikha-trú er eingyðistrú og skyld bæði hindúatrú og íslam. Sikhar eru um 23 milljónir og langflestir búsettir í Indlandi. Samkvæmt trúarhefð Sikha bera allar konur millinafnið Kaur, sem...
Hvernig á að bera í bætifláka?
Upphaflega spurningin hljómaði svona: Orðatiltækið að bera í bætifláka. Er það komið úr jarðrækt og er bætiflákinn til sem sjálfstæð eining eða er það fláki sem verður bætifláki þegar einhver tekur að sér að bæta helgidaga í reit sem einhver hefur borið illa á? Í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans er elsta heim...
Hvort á að segja 'bar beinin' eða 'beraði beinin' og hvers vegna?
Orðtakið bera beinin í merkingunni ‘deyja, ljúka lífi sínu’ er þekkt í fornu máli og hefur lifað allt fram á þennan dag. Af dæmum úr fornum textum er augljóst að um sterku sögnina bera er að ræða (bera – bar – bárum – borið). Í bókinni Íslenzkt orðtakasafn (1968:52) getur Halldór Halldórsson sér þess til að sö...
Hvernig fara menn að því að berja eitthvað augum?
Orðasambandið er að berja einhvern eða eitthvað augum. Það er til í fornu máli í dálítið annarri gerð. Hún er að berja augum í eitthvað í merkingunni 'hugleiða eitthvað, velta einhverju fyrir sér' og hefur þetta samband lifað fram á þennan dag. Þegar menn berja eitthvað eða einhvern augum, horfa þeir hvasst á ei...
Hvað mjólka kýr lengi eftir að þær bera?
Það er breytilegt hversu lengi kýr mjólka eftir burð. Meginreglan er þó sú að kýr mjólkar nokkuð kröftuglega í um það bil sex mánuði eftir burð síðan dregur jafnt og þétt úr nytinni. Þó eru dæmi eru um að nytin falli ekki að marki fyrr en eftir 9-12 mánuði og haldist jafnvel enn lengur, en slíkt er sjaldgæft. ...
Hvað þýðir máltækið "að bera í víurnar"?
Orðasambandið er að bera víurnar í einhvern eða eitthvað. Vía er egg maðkaflugunnar í fiski eða kjöti. Orðasambandið, sem þekkt er frá þessari öld, er þannig hugsað að einhver hafi ágirnd á einhverju, vilji leggja eitthvað undir sig eins og flugurnar gera þegar þær verpa í kjöt eða fisk....
Hvers vegna bera Svefneyjar á Breiðafirði þetta nafn?
Eggert Ólafsson náttúrufræðingur og skáld, sem var Svefneyingur, segir frá því í einu rita sinna að eyjarnar dragi nafn af því að Hallsteinn Þórólfsson á Hallsteinsnesi, sem nefndur er í Landnámabók (Íslensk fornrit I:164), hafi fundið þræla sína yfirbugaða af svefni og drepið þá fyrir sviksemi þeirra (samanber Gr...
Liggur einhver refsing við því að bera ljúgvitni í sakamáli?
Stutta svarið við þessari spurningu er já. Í fyrsta málslið 1. mgr. 142. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir: Hver, sem skýrir rangt frá einhverju fyrir rétti eða stjórnvaldi, sem hefur heimild til heitfestingar, skal sæta fangelsi allt að fjórum árum.Hafi skýrsla verið heitfest skal það virt til þynginga...
Af hverju má ekki bera piparúða til sjálfsvarnar á Íslandi?
Stutta svarið við þessari spurningu er einfalt: Piparúði er úðavopn samkvæmt vopnalögum nr. 16/1998 og lagt er bann við innflutningi og eignarhaldi hans í 4. mgr. 30. gr. laganna. Vopnalögin taka til allra þeirra tækja eða efna sem unnt er að beita til að deyða eða skaða heilsu manna eða dýra tímabundið eða varanl...
Hvað varð elsta kind á Íslandi gömul, hvað átti hún mörg lömb og hver er mesti lambafjöldi hjá einni kind á Íslandi?
Það þekkist að ær séu sexlembdar og vitað er um dæmi þar sem öll lömbin hafa lifað. Í þeim tilvikum ganga þau ekki öll undir ána enda geta kindur tæplega fætt fleiri en tvö lömb með góðu móti því þær hafa aðeins tvo spena. Þó eru til dæmi um að vel hafi gengið að láta þrjú lömb ganga undir. Þekkt eru dæmi um se...
Á að bera eitthvað á sár þegar greinar brotna af trjám?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Í garðinum hjá okkur er hlynur og er að ég hygg sextíu til sjötíu ára og hár eftir því. Í aftakaveðri brotnaði af grein ein allstór á við myndarlegt tré sjálf en með henni rifnaði börkur af stofninum og er þar svöðusár. Ég ætla að þetta gangi nærri trénu og þar verði útgufun vatns...
Af hverju ferðast skíðishvalir hafsvæða á milli til að makast og bera kálfa?
Flestar tegundir skíðishvala stunda árstíðabundið far. Á sumrin halda þeir gjarnan til á kaldari hafsvæðum þar sem meiri fæðu er að finna en á hlýrri hafsvæðum. Kynþroska skíðishvalir ferðast svo til hlýrri en næringarsnauðari hafsvæða á veturna til að makast sem og kálfafullar kýr til að bera. Ekki er vitað til f...
Stendur einhvers staðar í Kóraninum að konur eigi að hylja sig og bera blæju?
Á nokkrum stöðum í Kóraninum er að finna texta sem hægt er að túlka sem tilmæli um að konum beri að hylja sig. Sumir textarnir virðast einungis fela í sér boð um almenna hógværð og látleysi en ekki endilega fyrirmæli um ákveðinn klæðaburð. Mikill munur er á því hvernig fræðimenn túlka þessa texta. Sumir líta sv...
Hvað er nú vitað um loftsteininn frá Suðurskautslandinu sem talinn var bera merki um líf á Mars?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Nýlega var mikið rætt um loftstein sem fannst á Suðurskautslandinu og var talinn hafa komið frá Mars fyrir um 13.000 árum. Hvernig er vitað um aldur, og hvernig er hægt að álykta að hann kom frá Mars?Árið 1983 var rannsakaður loftsteinn sem fundist hafði á jaðri Suðurskautsjöku...
Hvaðan kemur sögnin 'að spóka sig'?
Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um sögnina að spóka sig ‛ganga um, sýna sig, láta á sér bera’ eru frá síðasta þriðjungi 19. aldar. Eldra er nafnorðið spóki ‛oflátungur, spjátrungur’ frá síðasta þriðjungi 18. aldar. Einnig eru til lýsingarorðin spók(ar)alegur og spókinn í merkingunni ̵...