- Að vopn væru hættuleg tæki og almennt bæri að stuðla að því að þau væru ekki höfð um hönd nema í undantekningartilvikum þegar það styddist við gild rök.
- Að það sé þekkt vandamál um allan heim að vopn tengjast afbrotum og af þeirri ástæðu verði að leitast við að takmarka vopnaeign svo sem kostur er.
- Að meginreglan sé sú að öll vopn séu bönnuð nema þau séu sérstaklega leyfð samkvæmt lögum.
- Að samræmi eigi að vera á milli löggjafar í landinu um meðferð skotvopna.
- Aaron Karp - Estimating Global Civilian-Held Firearms Numbers. Sótt 04.03.2021.
- Alþingi- Frumvarp til vopnalaga. Sótt 04.03.2021.
- Hauksbók- Stjórnarskrá Bandaríkjanna. Sótt 04.03.2021
- Landsréttur- Dómur í máli nr. 823/2018. Sótt 04.03.2021.
- Pétur Illugi Einarsson- Góður karl með byssu. Sótt 04.03.2021.
- Stjórnarráðið- Reglur um valdbeitingu lögreglumanna. Sótt 04.03.2021.
- Tom Burke- Police. Sótt 04.03.2021 og birt undir CC BY-NC 2.0-leyfinu.
Af hverju má ekki hafa piparúða á íslandi? Myndi það ekki gefa konum meira öryggi og mögulega minka nauðganir á þessu litla landi. Af hverju má lögreglan vera með piparúða en ekki fólk sem býr t.d. í Breiðholtinu eða öðrum stöðum sem eru að verða hættulegri með deginum? Af hverju mega konur sem þurfa að labba heim á næturnar ekki vera með þetta? Eða ef þær eru á djamminu? Auðvitað ætti að vera hægt að kæra ef þetta er notað til að meiða en þetta ætti ekki að vera bannað. Af hverju má ég ekki vera með piparúða þegar krakkfíklar í Breiðholti labba um með hnífa? Ég vill frekar stöðva klikkaðann einstakling með úða en að vera stunginn eða þurfa að stinga hann.