Í garðinum hjá okkur er hlynur og er að ég hygg sextíu til sjötíu ára og hár eftir því. Í aftakaveðri brotnaði af grein ein allstór á við myndarlegt tré sjálf en með henni rifnaði börkur af stofninum og er þar svöðusár. Ég ætla að þetta gangi nærri trénu og þar verði útgufun vatns á leið upp stofninn. Er ráðlegt að bera eitthvað í sárið?Stutta svarið er að ekki á að bera neitt í sár þegar greinar brotna af trjám. Tré eru lifandi verur og þegar þau særast fara ákveðin varnarviðbrögð í gang. Plönturnar mynda korkhúð sem lokar fyrir sárin (ekki ósvipað og þegar hrúður myndast á sárum hjá mannfólkinu) og efni sem borin eru á sárin eru alls ekki hjálpleg fyrir plönturnar og geta hreinlega gert illt verra.
- 20170429_110719 | A damaged tree in Finnup Park, Garden City… | Flickr. Birt undir CC BY 2.0 leyfi. (Sótt 14.2.2020).