Þórhallur Vilmundarson telur hins vegar ekki fjarstætt að hugsa sér að Svefneyjar merki ‘eyjar, þar sem hafaldan sofnar; eyjar, sem svæfa allan sæ’ (Grímnir 2:130; Árbók 1989, 157). Nokkur Svefn-örnefni koma annars fyrir, Svefnhólmi, Svefnhóll og Svefnholt og gætu verið staðir þar sem engjafólk lagði sig. En það á síður við um Svefnlækjarós í Mýrasýslu. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvað eru örnefni og hvernig ætli þau hafi orðið til? eftir Svavar Sigmundsson
- Er það rétt að tiltölulega fleiri örnefni í landinu tengist svínum en sauðfé? Ef svo er, hvernig stendur þá á því? eftir Svavar Sigmundsson
- Mats: Myndasafn © Mats Wibe Lund.