Orðatiltækið að bera í bætifláka. Er það komið úr jarðrækt og er bætiflákinn til sem sjálfstæð eining eða er það fláki sem verður bætifláki þegar einhver tekur að sér að bæta helgidaga í reit sem einhver hefur borið illa á?
Í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans er elsta heimild um orðið bætifláki úr Vídalínspostillu (1720–1724). Það virðist eingöngu notað í sambandinu að bera í bætifláka fyrir einhverjum/einhvern í merkingunni 'afsaka einhvern, færa eitthvað fram sem málsbætur fyrir einhvern’. Dæmið úr Vídalínspostillu er svona:
ber (þú) eckert i Bæteflaaka fyrer þier hia honum sem veit hvad med Mannenum bijr.

Óvíst er hvað bætifláki merkir. Hugsanlega er átt við landskika sem borið er á til að græða hann upp.
- Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.
- Ásgeir Blöndal Magnússon 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
- Halldór Halldórsson. 1991. Íslenzkt orðtakasafn. 3. útgáfa aukin. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
- Jón Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Önnur útgáfa, aukin og endurbætt. Mál og menning, Reykjavík.
- Cultivated land, Brockton (C) Richard Webb :: Geograph Britain and Ireland. (Sótt 28.04.2014).