Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er til eitthvert dýr sem heitir múmeldýr?

MBS

Spurningin í fullri lengd hljómaði svona:

Er til eitthvert dýr sem heitir múmeldýr? Þá er ég ekki að tala um múrmeldýr sem er þá afbrigði af kameldýri eða eitthvað slíkt?

Við könnumst ekki við að til sé dýr sem gengur undir heitinu múmeldýr. En það er rétt hjá spyrjanda að til eru svokölluð múrmeldýr en latneskt tegundaheiti þeirra er Marmota monax.

Múrmeldýr (Marmota monax) eru sögð geta spáð fyrir um hversu langt er eftir af vetri.

Múrmeldýrin eru ekki afbrigði af kameldýrum heldur eru þau nagdýr af íkornaætt (Sciuridae) sem finnast víða í Norður-Ameríku. Á ensku eru þau venjulega kölluð groundhog og í Bandaríkjunum og Kanada er einn dagur á ári tileinkaður þeim, Groundhog Day. Sá dagur öðlaðist heimsfrægð árið 1993 þegar út kom mynd með Bill Murray með sama heiti. Í myndinni festist persónan sem Bill leikur í tíma og rúmi og upplifir þannig sama daginn aftur og aftur. Þetta var eins og nafn myndarinnar gefur til kynna Groundhog Day.

Myndin Groundhog Day með Bill Murray kom út árið 1993.

Groundhog Day er haldinn hátíðlegur 2. febrúar ár hvert. Sagt er að múrmeldýr geti spáð fyrir um hversu lengi vetur muni vara eftir þennan dag. Ef þau skríða úr bæli sínu á þessum degi og sjá ekki skuggann sinn, þýðir það að veturinn er senn á enda. Sjái múrmeldýrið hins vegar skuggann sinn mun það hörfa aftur inn í holuna sína og veturinn vara í 6 vikur í viðbót.

Eftir útkomu myndarinnar hefur heitið Groundhog Day jafnframt fengið nýtt minni í hugum manna. Nú er algengt að þetta orðtak sé notað um eitthvað sem er síendurtekið, sérstaklega ef það er óskemmtilegt.

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

22.12.2008

Síðast uppfært

1.6.2018

Spyrjandi

Jóhanna Sumarliðadóttir

Tilvísun

MBS. „Er til eitthvert dýr sem heitir múmeldýr?“ Vísindavefurinn, 22. desember 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50760.

MBS. (2008, 22. desember). Er til eitthvert dýr sem heitir múmeldýr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50760

MBS. „Er til eitthvert dýr sem heitir múmeldýr?“ Vísindavefurinn. 22. des. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50760>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er til eitthvert dýr sem heitir múmeldýr?
Spurningin í fullri lengd hljómaði svona:

Er til eitthvert dýr sem heitir múmeldýr? Þá er ég ekki að tala um múrmeldýr sem er þá afbrigði af kameldýri eða eitthvað slíkt?

Við könnumst ekki við að til sé dýr sem gengur undir heitinu múmeldýr. En það er rétt hjá spyrjanda að til eru svokölluð múrmeldýr en latneskt tegundaheiti þeirra er Marmota monax.

Múrmeldýr (Marmota monax) eru sögð geta spáð fyrir um hversu langt er eftir af vetri.

Múrmeldýrin eru ekki afbrigði af kameldýrum heldur eru þau nagdýr af íkornaætt (Sciuridae) sem finnast víða í Norður-Ameríku. Á ensku eru þau venjulega kölluð groundhog og í Bandaríkjunum og Kanada er einn dagur á ári tileinkaður þeim, Groundhog Day. Sá dagur öðlaðist heimsfrægð árið 1993 þegar út kom mynd með Bill Murray með sama heiti. Í myndinni festist persónan sem Bill leikur í tíma og rúmi og upplifir þannig sama daginn aftur og aftur. Þetta var eins og nafn myndarinnar gefur til kynna Groundhog Day.

Myndin Groundhog Day með Bill Murray kom út árið 1993.

Groundhog Day er haldinn hátíðlegur 2. febrúar ár hvert. Sagt er að múrmeldýr geti spáð fyrir um hversu lengi vetur muni vara eftir þennan dag. Ef þau skríða úr bæli sínu á þessum degi og sjá ekki skuggann sinn, þýðir það að veturinn er senn á enda. Sjái múrmeldýrið hins vegar skuggann sinn mun það hörfa aftur inn í holuna sína og veturinn vara í 6 vikur í viðbót.

Eftir útkomu myndarinnar hefur heitið Groundhog Day jafnframt fengið nýtt minni í hugum manna. Nú er algengt að þetta orðtak sé notað um eitthvað sem er síendurtekið, sérstaklega ef það er óskemmtilegt.

Myndir:...