Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
ForsíðaHugvísindiörnefniTengist orðtakið að koma einhverjum fyrir kattarnef eitthvað örnefninu Kattarnef?
Kattarnef er þekkt sem örnefni á að minnsta kosti tveimur stöðum á landinu, annað er klettanef í Viðey og hitt er undir Eyjafjöllum, við Markarfljót, sunnan við Neðri-Dal. Það er talið geta verið það sem í Landnámabók er nefnt Katanes (Íslenzk fornrit I, 343).
Kattarnef er klettahöfði sem liggur að Markarfljóti og þurfti að fara fyrir það áður fyrr til þess að komast leiðar sinnar sem gat verið torfært, og hefur þess verið getið til að þaðan sé orðtakið að koma einhverjum fyrir kattarnef komið (Landið þitt Ísland 2, 224).
Engar sérstakar sögur tengja orðtakið þó við þessi tvö Kattarnef svo mér sé kunnugt.
Svavar Sigmundsson. „Tengist orðtakið að koma einhverjum fyrir kattarnef eitthvað örnefninu Kattarnef?“ Vísindavefurinn, 29. september 2010, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57103.
Svavar Sigmundsson. (2010, 29. september). Tengist orðtakið að koma einhverjum fyrir kattarnef eitthvað örnefninu Kattarnef? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57103
Svavar Sigmundsson. „Tengist orðtakið að koma einhverjum fyrir kattarnef eitthvað örnefninu Kattarnef?“ Vísindavefurinn. 29. sep. 2010. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57103>.