Að vera við sama heygarðshornið - hvað er þetta heygarðshorn? Hvaðan kemur þetta orðtak?Heygarður merkir ‘garður utan um hey’. Orðasambandið að vera við sama heygarðshornið merkir að ‘klifa stöðugt á hinu sama, vera samur við sig’, oft notað í neikvæðri merkingu. Það þekkist frá því á 19. öld og líkingin vísar til skepnu sem leitar alltaf í sama hornið á heygarðinum.
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 2.12.2020).
- Tímarit.is. (Sótt 2.12.2020).