
Helgidaga- og hátíðahald kristinna manna studdist upprunalega við gyðinglegt tímatal, en hjá þeim hefst dagurinn við sólsetur. Myndin sýnir sólsetur í Taybeh í Ísrael.

Utan gyðinglegs landsvæðis var miðað við að dagurinn hefjist um miðjan aftan, það er kl. 18. Samkvæmt fornri hefð hefst jóladagurinn (25. desember) kl. 18 þann 24. desember.
- File:PikiWiki Israel 16384 Taybe at sunset.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 24.12.2015).
- Christmas traditions - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 24.12.2015).