Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Skáldið Jóhannes Jónasson, betur þekktur sem Jóhannes úr Kötlum (1899-1972), átti sín uppvaxtarár á bænum Miðseli, sem einnig var nefndur Ljárskógasel. Bærinn var á neðanverðri Gaflfellsheiði sem er forn leið á milli Hvammsfjarðar í Dölum og Bitrufjarðar á Ströndum.
Skammt frá Ljárskógaseli rennur áin Fáskrúð. Í ánni eru skemmtilegar klettamyndanir með fossum á milli og kallast Katlar. Á vefnum johannes.is er að finna eftirfarandi texta:
Þegar Jóhannes gaf út sína fyrstu bók „Bí, bí og blaka” tók hann sér skáldanafnið Jóhannes úr Kötlum eftir þessu örnefni við ána Fáskrúð. Einnig var sú skýring sögð af þessari nafnbreytingu að annað skáld hefði komið fram á þessum tíma með mjög áþekku nafni og hefði Jóhannes viljað auðkenna sig greinilega frá öðrum með þessum hætti.
EDS. „Hvar eru Katlar sem Jóhannes úr Kötlum kenndi sig við?“ Vísindavefurinn, 15. ágúst 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59918.
EDS. (2011, 15. ágúst). Hvar eru Katlar sem Jóhannes úr Kötlum kenndi sig við? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59918
EDS. „Hvar eru Katlar sem Jóhannes úr Kötlum kenndi sig við?“ Vísindavefurinn. 15. ágú. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59918>.