Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðið karafla sem við notum yfir flöskur. Úr hvaða máli er það komið og hvað þýðir það?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Karafla er borðflaska undir vín eða vatn. Fleirtöluorðið er karöflur.

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er það tökuorð úr dönsku, 'karaffel'. Á ensku og frönsku heitir þetta 'carafe', á ítölsku 'caraffa' og á spænsku 'garrafa'. Orðsifjabókin og aðrar heimildir á Netinu telja að orðið sé upprunalega komið úr arabísku.

Elsta dæmið um um orðið karöflu í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá árinu 1879, en það er að finna í ritinu Mínir vinir, dálítil skemmtisaga, eftir Þorlák Ó. Johnson, verslunarmann.

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

8.11.2004

Spyrjandi

Jóel Hjálmarsson, f. 1985

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvaðan kemur orðið karafla sem við notum yfir flöskur. Úr hvaða máli er það komið og hvað þýðir það?“ Vísindavefurinn, 8. nóvember 2004, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4600.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2004, 8. nóvember). Hvaðan kemur orðið karafla sem við notum yfir flöskur. Úr hvaða máli er það komið og hvað þýðir það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4600

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvaðan kemur orðið karafla sem við notum yfir flöskur. Úr hvaða máli er það komið og hvað þýðir það?“ Vísindavefurinn. 8. nóv. 2004. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4600>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið karafla sem við notum yfir flöskur. Úr hvaða máli er það komið og hvað þýðir það?
Karafla er borðflaska undir vín eða vatn. Fleirtöluorðið er karöflur.

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er það tökuorð úr dönsku, 'karaffel'. Á ensku og frönsku heitir þetta 'carafe', á ítölsku 'caraffa' og á spænsku 'garrafa'. Orðsifjabókin og aðrar heimildir á Netinu telja að orðið sé upprunalega komið úr arabísku.

Elsta dæmið um um orðið karöflu í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá árinu 1879, en það er að finna í ritinu Mínir vinir, dálítil skemmtisaga, eftir Þorlák Ó. Johnson, verslunarmann.

Heimild og mynd:...