Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvenær voru lög um bann við ættarnöfnum samþykkt á Alþingi? Hvað yrði gert ef ég byggi til mitt eigið ættarnafn í dag?
Ættarnöfn komu mjög seint til sögunnar hér á landi og má heita að Íslendingar einir norrænna þjóða haldi hinum forna sið að kenna sig til föður eða móður. Er talið að fyrstu ættarnöfnin hér á landi séu frá 17. öld en þeim fjölgaði mjög á 19. öld vegna danskra áhrifa. Árið 1881 fluttu tveir alþingismenn frumvarp ti...
Hvert er hlutverk Alþingis?
Samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins Íslands hefur Alþingi eftirfarandi hlutverk: Alþingi fer með löggjafarvaldið, ásamt forseta Íslands (2. grein). Alþingi fer með fjárstjórnarvald (40. og 41. grein). Alþingi ræður skipun ríkisstjórnarinnar (1. grein). Alþingi veitir framkvæmdarvaldinu aðhald (39., 43. og 54. g...
Hvað merkir að kaga, samanber orðið Kögunarhóll?
Orðið kaga merkir 'skyggnast um, horfa yfir'. Kögunarhóll er þess vegna hóll sem gott að fara upp á til að skyggnast um. Í Íslenskri orðsifjabók er sagt að uppruni orðsins sé óljós. Hugsanlega er það skylt sögninni kóka sem merkir samkvæmt sömu bók 'gægjast, rísa og litast um, voka yfir, standa rétt upp úr vatn...
Hvað er lögmál um framboð og eftirspurn í hagfræði?
Hagfræðingar verja drjúgum tíma í að skoða tvíburana framboð og eftirspurn og er oft rætt um lögmál í því samhengi. Er því þannig haldið fram að um eftirspurn gildi það lögmál að því hærra sem verð tiltekinnar vöru eða þjónustu sé því minni verði eftirspurnin. Sömuleiðis er því iðulega haldið fram að því hærra sem...
Er hægt að fylgjast með talningu atkvæða í kosningum og hverjir sjá um að telja?
Um kosningar, og þar með talningu atkvæða, er fjallað í lögum um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Sömu lög gilda að mestu leyti um kosningar til Alþingis og forsetakjör. Samkvæmt fyrrnefndum lögum er landinu skipt í sex kjördæmi. Í hverju kjördæmi er fimm manna yfirkjörstjórn sem kosin er af Alþingi. Hún ber...
Hver er réttarstaða samkynhneigðra í staðfestri samvist eða sambúð og í hverju er hún frábrugðin réttarstöðu gagnkynhneigðra?
Samkvæmt 1 gr. laga nr. 87/1996, sem sett voru árið 1996, geta tveir einstaklingar af sama kyni stofnað til svokallaðrar staðfestrar samvistar. Hugtakið staðfest samvist hafði ekki verið notað áður í lögum og var það tekið upp til aðgreiningar frá óvígðri sambúð og hjúskap. Í 5. gr. laganna kemur fram að aðilar í...
Er bannað með lögum að hjóla ölvaður?
Samkvæmt umferðarlögum er bannað að hjóla á reiðhjóli ölvaður ef ástand viðkomandi er með þeim hætti að hann getur ekki stjórnað hjólinu örugglega. Í 6. mgr. 45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 er svohljóðandi ákvæði:Enginn má hjóla eða reyna að hjóla eða stjórna eða reyna að stjórna hesti, ef hann er undir svo miklu...
Hvernig er stjórnarskránni breytt og er hægt að finna betri leið til þess?
Alþingi getur breytt stjórnarskrá Íslands, en það verður að gerast í tveimur lotum. Fyrst er frumvarp um stjórnarskrárbreytingu lagt fyrir Alþingi og fjallað um það á sama hátt og önnur lagafrumvörp. Breytingin tekur hins vegar ekki gildi þó að Alþingi samþykki það. Til þess að stjórnarskrárbreyting taki gildi þar...
Hvaða bækur eru Grágás og Jónsbók?
Allsherjarríki eða þjóðveldi var stofnað á Íslandi á 10. öld. Eftir það giltu ein lög fyrir alla í landinu, sem var næstum einsdæmi í Evrópu. Til eru tvö stór og heilleg skinnhandrit af þjóðveldislögunum, Staðarhólsbók og Konungsbók, auk töluverðs fjölda brota. Talið er að þessar bækur hafi verið ritaðar um miðj...
Hvers vegna fyrnast lögbrot og skuldakröfur?
Spyrjandi bætir síðan við:Hver fann þetta upp og hvenær? Á Íslandi eru í gildi lög um fyrningar, nr. 14 frá árinu 1905. Í þeim lögum er þó að mestu fjallað um fjárkröfur sem fyrnast annað hvort á 4, 10 eða 20 árum. Þessi lög taka almennt til slíkra krafna. Fyrning er ákveðið úrræði sem skuldarinn hefur gagnvar...
Hver er lengsti lagabálkurinn í íslenskri löggjöf?
Hér koma ýmis lög til greina og svarið við spurningunni fer meðal annars eftir því við hvað er miðað. Hægt er að meta lengd lagabálka með hliðsjón af greinarfjölda laganna og einnig blaðsíðufjölda þeirra, þá kemur líka til skoðunar hvort viðaukar og fylgiskjöl séu talin með eða ekki. Sé miðað við fjölda greina ...
Hvað er forsetabréf?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Er hægt að fá eða kaupa bréf í t.d iðngreinum og ef svo er hverjir veita upplýsingar? Forsetabréf teljast til stjórnsýslufyrirmæla. Stjórnsýslufyrirmæli geta verið með ýmsu móti en þekktust þeirra eru líklega reglugerðir settar af ráðherrum. Stjórnsýslufyrirmæli teljast ha...
Hvar og hvenær voru fyrstu lögin sett?
Fljótlega eftir að menn fóru að búa saman í samfélögum hafa fyrstu reglurnar tekið að mótast. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hvenær þetta gerðist enda voru fyrstu reglurnar eflaust sjálfsprottnar og óformlegar. Eftir því sem samfélögin stækkuðu og urðu flóknari jókst þörfin fyrir skýrari reglur sem yrði fylg...
Hver er lagaleg skilgreining á orðinu hjúskapur?
Í lögum er ekki að finna neina hnitmiðaða skilgreiningu á hjúskaparhugtakinu. Hins vegar má komast þannig að orði að hjúskapur sé samningur með stöðluðum samningsskilmálum. Nú geta borgararnir gert margvíslega samninga sín í milli. Oft koma einstaklingar sér saman um samningsskilmála, ýmist skriflega eða munnl...
Hver á hálendi Íslands og hvers vegna?
Hálendi Íslands er ekki hugtak sem skilgreint er í lögum. Gert er ráð fyrir því að spyrjandi eigi við um það landsvæði á Íslandi sem ekki er innan einkaeignarlanda neinna einstaklinga eða félaga. Sé hálendið skilgreint þannig þá er svarið eftirfarandi: Samkvæmt 2. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun ...