Enginn má hjóla eða reyna að hjóla eða stjórna eða reyna að stjórna hesti, ef hann er undir svo miklum áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna, að hann geti eigi stjórnað hjólinu eða hestinum örugglega.Sambærilegt ákvæði er í 3. mgr. 45. gr. a sem lýtur að ávana- og fíkniefnum en þar segir:
Enginn má hjóla eða reyna að hjóla eða stjórna eða reyna að stjórna hesti ef hann er undir áhrifum ávana- og fíkniefna skv. 1. mgr.Í 1. mgr. 45. gr. a, sem þarna er vísað til, kemur fram að enginn megi stjórna eða reyna að stjórna vélknúnu ökutæki ef hann er undir áhrifum ávana- og fíkniefna sem bönnuð eru á íslensku yfirráðasvæði samkvæmt lögum um ávana- og fíkniefni og reglugerðum settum samkvæmt þeim.

Samkvæmt umferðarlögum er bannað að hjóla á reiðhjóli ölvaður ef ástand viðkomandi er með þeim hætti að hann getur ekki stjórnað hjólinu örugglega.
- Umferðarlög nr. 50/1987.
- Reglugerð nr. 930/2006 um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim.
- Smithfield Nocturne 2012 - Penny Farthing Racing | Flickr - Photo Sharing!. (Sótt 30.09.2013). Myndin er birt undir Creative Commons Attribution 2.0 Generic-leyfi.