
Enski hagfræðingurinn Alfred Marshall (1842-1924) var fyrstur til að gera myndræna framsetningu á lögmálum um framboð og eftirspurn. Hann teiknaði X á mynd þar sem verð er á lóðrétta ásnum og magn á þeim lárétta. Upphallandi hluti X-ins (krossins) táknar framboð, sá niðurhallandi eftirspurn og skurðpunkturinn jafnvægi.

Reglur um framboð og eftirspurn eiga oft ágætlega við. Þær virka best þegar bæði seljendur og kaupendur eru margir á tilteknum markaði og viðskipti eru tíð. Sem dæmi mætti nefna heimsmarkaðinn fyrir olíu.
- Alfred Marshall - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 20.11.2015).
- Oil platform - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 20.11.2015).