Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Það sem átt er við með orðatiltækinu "undantekningin sannar regluna" er að eitthvað getur ekki verið undantekning nema það sé undantekning frá reglu, og því sanni sú staðreynd, að um undantekningu er að ræða, jafnframt að um reglu sé að ræða.
Nú getur "regla" verið annaðhvort 1) einhvers konar boð eða forskrift um það hvernig eigi að hegða sér (til dæmis skákreglur, umgengnisreglur, siðareglur; þetta er upphaflega merkingin á latneska orðinu "regula", sem íslenska orðið "regla" er dregið af, það var notað í Rómarrétti), eða 2) lýsing á einhverju fyrirbæri eða tengslum fyrirbæra, sem gerast með reglubundnum hætti (til dæmis það að nótt kemur alltaf á eftir degi). Í þessum skilningi er "regla" það sama og "lögmál", og er að öllum líkindum það sem átt er við í orðatiltækinu "undantekningin sannar regluna".
En aftur getur regla í þessum síðari skilningi verið A) almenn regla, sem gildir í langflestum tilvikum, en er þó ekki án undantekninga (til dæmis "það snjóar yfirleitt ekki í júní á Íslandi"), eða B) algert lögmál, það er að segja regla sem ekki leyfir neinar undantekningar (til dæmis "2+2=4"). Hér hlýtur því að vera um að ræða reglu, sem gildir almennt en þó ekki án undantekninga, það er að segja skilning A.
Lítum nú á spurninguna: "sannar undantekningin regluna?". Þegar þessari hugmynd er beitt í einstökum tilvikum í því skyni að "sanna" að um reglu sé að ræða, þarf meðal annars að skoða, a) hvort um raunverulega undantekningu sé að ræða, hvort rétt sé að kalla það "undantekningu", og b) hvernig lýsa á reglunni, um hvaða reglu er raunverulega að ræða.
Tökum mjög einfalt dæmi. Ef Ari segir "hrafnar eru alltaf svartir", og Bjarni segir "en þessi hrafn er nú hvítur", og Ari svarar "þetta er einmitt undantekningin sem sannar regluna", þá er svar Ara rök fyrir fyrstu fullyrðingu hans því aðeins að hann geti sýnt, að þessi fullyrðing hafi aðeins verið almenn alhæfing, sem ekki átti að gilda án nokkurrar einustu undantekningar (það er hafi merkt nokkurn veginn "hrafnar eru yfirleitt svartir"), og að hvítir hrafnar séu raunverulegar undantekningar, það er að segja að tiltölulega fáir hrafnar séu hvítir miðað við þá sem eru svartir.
Af þessu einfalda dæmi má svo draga lærdóm um flóknari tilvik.
Mynd fengin frá Corvidae Image Gallery