Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna fyrnast lögbrot og skuldakröfur?

Magnús Viðar Skúlason

Spyrjandi bætir síðan við:
Hver fann þetta upp og hvenær?

Á Íslandi eru í gildi lög um fyrningar, nr. 14 frá árinu 1905. Í þeim lögum er þó að mestu fjallað um fjárkröfur sem fyrnast annað hvort á 4, 10 eða 20 árum. Þessi lög taka almennt til slíkra krafna.

Fyrning er ákveðið úrræði sem skuldarinn hefur gagnvart kröfuhafanum og má í rauninni tala um fyrningu sem einskonar ákvöð. Kröfuhafinn þarf að ganga á eftir kröfu sinni til að hún sé greidd og er þetta til að koma í veg fyrir að athafnaleysi kröfuhafans geti viðgengist gagnvart skuldaranum. Þessi ákvöð leggur í raun þá skyldu á kröfuhafann að rukka skuldarann um skuldina innan eðlilegra tímamarka.

Fyrningar eru einnig notaðar í refsilöggjöfinni. Í almennu hegningarlögunum, lögum nr. 19 frá árinu 1940, er sérstakur kafli sem fjallar sérstaklega um fyrningu á refsibrotum. Viðmiðið þar er hins vegar frábrugðið þeim sem gilda í kröfuréttinum – þar gilda aðrar reglur um tímamörk. Um kynferðisbrot gildir það til dæmis að þau byrja ekki að fyrnast fyrr en fórnalambið er orðið fjórtán ára, óháð því hvenær brotið átti sér stað. Fyrningarfrestir eru æði margir innan refsiréttarins, allt eftir því um hvaða brot er að ræða.

Ástæðan fyrir fyrningum í refsirétti er helst sú að eftir því sem lengra líður frá því að brot átti sér stað, þeim mun erfiðara er að sanna það. Oftast er stuðst við vitni og minni þeirra getur verið skeikult, sérstaklega þegar langt er um liðið frá afbrotinu. Eins gefur það augaleið að söfnun gagna eins og fingrafara getur ekki átt sér stað ef of langur tími hefur liðið.

Ekki er hægt í fljótu bragði að sjá hver sé upphafsmaður fyrninga almennt eða hver hafi "fundið þetta upp". Lög um fyrningar eru frá árinu 1905 eða næstum 100 ára gömul og það gefur okkur örlitla vísbendingu um hið sögulega gildi fyrninga í verslunarsögu mannkynsins yfir höfuð. Eins og margar aðrar reglur sem tengjast skaðabótarétti eða verslun, þá hafa þær myndast í meðförum þeirra sem eiga hvað mest samskipti á því sviði.

Fyrningar hafa ekki verið ákveðnar beint í meðförum dómstólanna heldur hafa þær verið festar í lög. Á þessum tíma má gera ráð fyrir að lögin hafi verið sett af danskri fyrirmynd.

Höfundur

laganemi við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

24.10.2003

Spyrjandi

Halldór Júlíusson
Linda Þorsteinsdóttir

Tilvísun

Magnús Viðar Skúlason. „Hvers vegna fyrnast lögbrot og skuldakröfur?“ Vísindavefurinn, 24. október 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3818.

Magnús Viðar Skúlason. (2003, 24. október). Hvers vegna fyrnast lögbrot og skuldakröfur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3818

Magnús Viðar Skúlason. „Hvers vegna fyrnast lögbrot og skuldakröfur?“ Vísindavefurinn. 24. okt. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3818>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna fyrnast lögbrot og skuldakröfur?
Spyrjandi bætir síðan við:

Hver fann þetta upp og hvenær?

Á Íslandi eru í gildi lög um fyrningar, nr. 14 frá árinu 1905. Í þeim lögum er þó að mestu fjallað um fjárkröfur sem fyrnast annað hvort á 4, 10 eða 20 árum. Þessi lög taka almennt til slíkra krafna.

Fyrning er ákveðið úrræði sem skuldarinn hefur gagnvart kröfuhafanum og má í rauninni tala um fyrningu sem einskonar ákvöð. Kröfuhafinn þarf að ganga á eftir kröfu sinni til að hún sé greidd og er þetta til að koma í veg fyrir að athafnaleysi kröfuhafans geti viðgengist gagnvart skuldaranum. Þessi ákvöð leggur í raun þá skyldu á kröfuhafann að rukka skuldarann um skuldina innan eðlilegra tímamarka.

Fyrningar eru einnig notaðar í refsilöggjöfinni. Í almennu hegningarlögunum, lögum nr. 19 frá árinu 1940, er sérstakur kafli sem fjallar sérstaklega um fyrningu á refsibrotum. Viðmiðið þar er hins vegar frábrugðið þeim sem gilda í kröfuréttinum – þar gilda aðrar reglur um tímamörk. Um kynferðisbrot gildir það til dæmis að þau byrja ekki að fyrnast fyrr en fórnalambið er orðið fjórtán ára, óháð því hvenær brotið átti sér stað. Fyrningarfrestir eru æði margir innan refsiréttarins, allt eftir því um hvaða brot er að ræða.

Ástæðan fyrir fyrningum í refsirétti er helst sú að eftir því sem lengra líður frá því að brot átti sér stað, þeim mun erfiðara er að sanna það. Oftast er stuðst við vitni og minni þeirra getur verið skeikult, sérstaklega þegar langt er um liðið frá afbrotinu. Eins gefur það augaleið að söfnun gagna eins og fingrafara getur ekki átt sér stað ef of langur tími hefur liðið.

Ekki er hægt í fljótu bragði að sjá hver sé upphafsmaður fyrninga almennt eða hver hafi "fundið þetta upp". Lög um fyrningar eru frá árinu 1905 eða næstum 100 ára gömul og það gefur okkur örlitla vísbendingu um hið sögulega gildi fyrninga í verslunarsögu mannkynsins yfir höfuð. Eins og margar aðrar reglur sem tengjast skaðabótarétti eða verslun, þá hafa þær myndast í meðförum þeirra sem eiga hvað mest samskipti á því sviði.

Fyrningar hafa ekki verið ákveðnar beint í meðförum dómstólanna heldur hafa þær verið festar í lög. Á þessum tíma má gera ráð fyrir að lögin hafi verið sett af danskri fyrirmynd....