Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2284 svör fundust
Hvort varð til fyrr, prótín eða DNA?
Flest þykir nú benda til þess að prótín hafi komið til sögunnar á undan DNA, en hins vegar hafi RNA verið komið fram á sjónarsviðið sem mikilvæg lífsameind á undan bæði prótínum og DNA. Prótín eru afar fjölbreyttar sameindir og í nútímafrumum gegna þau margvíslegum hlutverkum. Jafnvel bakteríurnar smáu framleið...
Til hvers tóku Íslendingar saman ættfræðirit á fyrri öldum?
Fyrstu minningar hverrar manneskju eru tengdar uppruna og ættmennum. Sérhverjum manni er því náttúrulegt að vita uppruna sinn, vita hvaðan og hverjar kynkvíslir að honum renna. Ættfræði hefir því verið stunduð frá ómunatíð í flestum menningarsamfélögum og er elsta grein sagnfræði meðal þjóða heims. Ættfræði var st...
Af hvaða stofni eða tegund er dýrið "chinchilla"? Hvað heitir það á íslensku?
Chinchilla er suður-amerískt nagdýr (Rodentia) og heitir á fræðimáli Chinchilla lanigera. Dýrið er 35 til 40 cm að lengd með skotti. Umrætt dýr hefur verið kallað loðka, loðkanína eða silkikanína á íslensku. Þessar þýðingar virðast þó ekki vera mikið notaðar og orðið chinchilla er oft notað. Orðið loðkanína mun of...
Hver er uppruni orðsins að selflytja?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur orðatiltækið að selflytja og í hvaða merkingu var það notað í upphafi? Sögnin að selflytja var orðin vel þekkt í málinu á síðari hluta 19. aldar. Merkingin er samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:1259) að ‘flytja eitthvað í áföngum (í mörgum ferðum og aðeins nokkur...
Hver voru helstu vopn víkinga og voru þeir bardagaglaðir?
Svo að byrjað sé á síðari spurningunni er orðið víkingur notað í tvenns konar merkingu í nútímamáli. Annars vegar voru víkingar karlmenn sem fóru í skipulegar ránsferðir suður um Evrópu, aðallega á níundu og tíundu öld, og lögðu stundum undir sig landsvæði. Þessir karlar höfðu það að atvinnu að berjast, meðan á ví...
Hvort er rabarbari grænmeti eða ávöxtur?
Rabarbari (Rheum rhabarbarum/Rheum x hybridum) er grænmeti frekar en ávöxtur þótt plantan sé aðallega notuð eins og ávöxtur. Í fræðimáli táknar orðið ávextir (e. fruit) það sem vex úr egglegi frævunnar á plöntunni en aðrir ætir hlutar hennar kallast grænmeti (e. vegetables) eins og fjallað er um í svari við spurni...
Hvað gerist ef Katla gýs? Getur það valdið skaða á einhvern hátt?
Tjón og umhverfisbreytingar af völdum gosa í Kötlukerfinu hafa orðið vegna gjóskufalls, jökulhlaupa, hraunrennslis, eldinga og jarðskjálfta. Hér verður að gera greinarmun á Kötlugosum undir jökli og Eldgjárgosinu sem náði til sprungureinarinnar utan jökuls. Gjóskufall og jökulhlaup eru algengustu skaðvaldarnir en ...
Vitið þið hvernig flekaveiðar fóru fram?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Getið þið fundið út hvernig svokallaðar flekaveiðar fóru fram? Flekaveiðar eru taldar hafa byrjað við Drangey og þar voru þær stundaðar um aldir og er þeim því hér lýst eins og þær fóru fram þar. Sú munnmælasaga hefur gengið í Skagafirði að flekaveiðar við Drangey m...
Hvaða dýrategundir lifðu á Íslandi fyrir landnám?
Ekki er vitað fyrir víst hvaða dýr voru hér við landnám, fyrir rúmum 1.000 árum, en sennilega er dýralífið að sumu leyti áþekkt því sem það er í dag, þó dreifing og fjöldi einstaklinga þessara dýrategunda hafi breyst með landnámi manna. Gróðurfar hefur breyst mikið frá landnámi og fræg er lýsing Ara fróða í Ís...
Af hverju er asískt fólk með skásett augu?
Sóley Þráinsdóttir spurði: Af hverju eru Kínverjar og Japanir skáeygðir? Jakob Sveinsson: Af hverju er fólk frá Asíu skáeygt? Græddu þau eithvað á þvi fyrr á öldum? Í raun og veru eru ekki til nein skásett augu meðal Mongóla frekar en hjá öðrum mannna börnum. Þó má geta þess að á öllu fólki lækkar augnr...
Hver er munurinn á kalífa, kóngi og keisara?
Kalífi var upphaflega heiti andlegs leiðtoga múslima. Í dag er sá kallaður kalífi sem er veraldlegur valdsmaður sem er talinn þiggja vald sitt frá Allah en svo nefnist guð múslima. Fyrsti kalífinn nefndist Abu Bakr og var tengdafaðir Múhameðs spámanns. Á arabísku merkir orðið kalífi: sá sem kemur í stað einhve...
Hvað eru margar hitaeiningar í bjór?
Eins og lesa má um í svari Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni Er áfengi fitandi?, er áfengi (etanól) eitt orkuefnanna ásamt kolvetnum, fitu og prótíni. Hvert gramm áfengis inniheldur 7 hitaeiningar (kkal), svo að öllu jöfnu eru áfengir drykkir orkuríkari eftir því sem áfengismagnið í þeim er meira. Að a...
Hvað eru mörg eldgos á Íslandi?
Vitað er með fullri vissu um rúmlega 200 eldgos á Íslandi frá sögulegum tíma, eða síðustu 1100 árin. Þetta hafa menn fundið út til að mynda með því að rannsaka hraunlög og öskulög, en einnig með því að skoða ritaðar heimildir um gos. Grímsvatnagosið 2004 er síðasta eldgos sem varð á Íslandi (þegar þetta er skr...
Er eitthvað til í því að gos og bjór í glerflöskum bragðist betur en sömu drykkir í áldósum?
Líklega hefur þetta meira að gera með hvernig fólk upplifir að drekka úr dós samanborið við flösku. Varmaleiðni umbúðanna gæti skipt máli í þessu samhengi en gler er verri varmaleiðari en ál og innihaldið helst því lengur kalt í hendi sé það í flöskum. Það má hins vegar færa sterk rök fyrir því að glerflöskur ...
Er nógu mikið járn í íslenskum mýrarauða til vinna það með raunhæfum hætti?
Engin ástæða er til að ætla að íslenskur mýrarauði sé verri nú en hann var fyrr á öldum, þannig að út af fyrir sig mætti vinna járn að hætti forfeðranna ef einhver nennti því. Þó gæti rauðablástur aldrei orðið annað en tómstundagaman því að járn er einn þeirra málma sem finnst í þekktum auðugum námum sem sér ekki ...