Sólin Sólin Rís 10:07 • sest 17:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:44 • Sest 22:26 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:18 • Síðdegis: 20:41 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:07 • sest 17:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:44 • Sest 22:26 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:18 • Síðdegis: 20:41 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju réðu Danir yfir Íslandi en ekki Norðmenn?

EDS og JGÞ

Í stuttu máli þá varð Ísland skattland eða hjálenda Noregskonungs á árunum 1262–64 þegar helstu höfðingjar landsins gengust undir vald hans. Það sama gilti um hinar eyþjóðirnar tvær í Norður-Atlantshafi, Grænland og Færeyjar. Færeyingar voru fyrstir til að ganga Noregskonungi á hönd, rúmum tveimur öldum fyrr, líklega á fyrri hluta valdatíma Magnúsar góða Ólafssonar Noregskonungs sem ríkti 1035-1047. Grænland varð hluti af veldi Noregskonunga um svipað leyti og Ísland, eða árið 1261. Hægt er að lesa meira um það í svari við spurningunni Hvenær og hvernig náðu Danir yfirráðum yfir Færeyjum, Íslandi og Grænlandi?

Seint á 14. öld tók Ólafur Hákonarson við konungdómi í Noregi, en hann hafði nokkrum árum áður erft dönsku krúnuna og var því þjóðhöfðingi landanna beggja. Þar sem Ísland féll undir Noreg var landið þar með komið í konungssamband við Danmörku og varð hluti af Danaveldi. Ólafur var aðeins barn að aldri þegar þetta átti sér stað og móðir hans Margrét, dóttir Valdimars Danakonungs, fór með stjórn ríkjanna. Ólafur lést ungur að aldri, árið 1387 þegar hann var 17 ára, og þá tók Margrét við þjóðhöfðingjavaldi Danmerkur og Noregs. Formlega var Ísland þó, ásamt Færeyjum og Grænlandi, undir norska ríkisráðinu, allt þangað til það var lagt niður árið 1533, í kjölfar siðbreytingarinnar. Eftir það var Íslandi stjórnað frá Kaupmannahöfn.

Ísland var hluti af veldi Noregskonungs allt til ársins 1380. Þá féll Hákon 6. Noregskonungur frá og sonur hans, sem einnig var konungur Danmerkur, tók við völdum. Þá varð Ísland, ásamt Færeyjum og Grænlandi huti Danavelid. Stundum gekk erfiðlega að halda uppi samgöngum til landanna, sér í lagi til Grænlands.

Eyþjóðirnar þrjár voru svo hluti af veldi Noregskonungs allt til ársins 1380, að Hákon 6. Noregskonungur lést, þótt stundum hafi gengið brösuglega að halda uppi samgöngum þangað, einkum þó til Grænlands.

Það fyrirkomulag að sami þjóðhöfðingi ríkti yfir Danmörku og Noregi, hélst í nokkrar aldir. Konungarnir höfðu jafnan aðsetur í Danmörku. Árið 1814 náði Svíakonungur valdi yfir Noregi en Danakonungur hélt eftir skattlöndum Noregs, þar með talið Íslandi. Með þessu lauk konungssambandi Íslands og Noregs. Konungssamband Dana og Íslendinga hélst hins vegar fram að lýðveldisstofnun Íslendinga árið 1944.

Í svari Gunnars Karlssonar við spurningunni Var Ísland einhvern tímann tæknilega undir Svíþjóð? er farið ýtarlega yfir það hvernig leið Íslands lá frá því að vera sjálfstætt land til þess að verða skattland Noregs og síðan undir dönsku krúnunni. Við bendum lesendum á að lesa það svar til að fræðast meira um efnið.

Mynd:
  • Myndin er úr handritinu AM 157 a 4to. © Stofnun Árna Magnússonar.

Höfundar

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

22.1.2025

Spyrjandi

Víkingur Ólfjörð Daníelsson, Þórný Harpa Rósinkranz H.

Tilvísun

EDS og JGÞ. „Af hverju réðu Danir yfir Íslandi en ekki Norðmenn?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2025, sótt 1. febrúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=77622.

EDS og JGÞ. (2025, 22. janúar). Af hverju réðu Danir yfir Íslandi en ekki Norðmenn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77622

EDS og JGÞ. „Af hverju réðu Danir yfir Íslandi en ekki Norðmenn?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2025. Vefsíða. 1. feb. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77622>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju réðu Danir yfir Íslandi en ekki Norðmenn?
Í stuttu máli þá varð Ísland skattland eða hjálenda Noregskonungs á árunum 1262–64 þegar helstu höfðingjar landsins gengust undir vald hans. Það sama gilti um hinar eyþjóðirnar tvær í Norður-Atlantshafi, Grænland og Færeyjar. Færeyingar voru fyrstir til að ganga Noregskonungi á hönd, rúmum tveimur öldum fyrr, líklega á fyrri hluta valdatíma Magnúsar góða Ólafssonar Noregskonungs sem ríkti 1035-1047. Grænland varð hluti af veldi Noregskonunga um svipað leyti og Ísland, eða árið 1261. Hægt er að lesa meira um það í svari við spurningunni Hvenær og hvernig náðu Danir yfirráðum yfir Færeyjum, Íslandi og Grænlandi?

Seint á 14. öld tók Ólafur Hákonarson við konungdómi í Noregi, en hann hafði nokkrum árum áður erft dönsku krúnuna og var því þjóðhöfðingi landanna beggja. Þar sem Ísland féll undir Noreg var landið þar með komið í konungssamband við Danmörku og varð hluti af Danaveldi. Ólafur var aðeins barn að aldri þegar þetta átti sér stað og móðir hans Margrét, dóttir Valdimars Danakonungs, fór með stjórn ríkjanna. Ólafur lést ungur að aldri, árið 1387 þegar hann var 17 ára, og þá tók Margrét við þjóðhöfðingjavaldi Danmerkur og Noregs. Formlega var Ísland þó, ásamt Færeyjum og Grænlandi, undir norska ríkisráðinu, allt þangað til það var lagt niður árið 1533, í kjölfar siðbreytingarinnar. Eftir það var Íslandi stjórnað frá Kaupmannahöfn.

Ísland var hluti af veldi Noregskonungs allt til ársins 1380. Þá féll Hákon 6. Noregskonungur frá og sonur hans, sem einnig var konungur Danmerkur, tók við völdum. Þá varð Ísland, ásamt Færeyjum og Grænlandi huti Danavelid. Stundum gekk erfiðlega að halda uppi samgöngum til landanna, sér í lagi til Grænlands.

Eyþjóðirnar þrjár voru svo hluti af veldi Noregskonungs allt til ársins 1380, að Hákon 6. Noregskonungur lést, þótt stundum hafi gengið brösuglega að halda uppi samgöngum þangað, einkum þó til Grænlands.

Það fyrirkomulag að sami þjóðhöfðingi ríkti yfir Danmörku og Noregi, hélst í nokkrar aldir. Konungarnir höfðu jafnan aðsetur í Danmörku. Árið 1814 náði Svíakonungur valdi yfir Noregi en Danakonungur hélt eftir skattlöndum Noregs, þar með talið Íslandi. Með þessu lauk konungssambandi Íslands og Noregs. Konungssamband Dana og Íslendinga hélst hins vegar fram að lýðveldisstofnun Íslendinga árið 1944.

Í svari Gunnars Karlssonar við spurningunni Var Ísland einhvern tímann tæknilega undir Svíþjóð? er farið ýtarlega yfir það hvernig leið Íslands lá frá því að vera sjálfstætt land til þess að verða skattland Noregs og síðan undir dönsku krúnunni. Við bendum lesendum á að lesa það svar til að fræðast meira um efnið.

Mynd:
  • Myndin er úr handritinu AM 157 a 4to. © Stofnun Árna Magnússonar.
...