Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru margar hitaeiningar í bjór?

HMS

Eins og lesa má um í svari Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni Er áfengi fitandi?, er áfengi (etanól) eitt orkuefnanna ásamt kolvetnum, fitu og prótíni. Hvert gramm áfengis inniheldur 7 hitaeiningar (kkal), svo að öllu jöfnu eru áfengir drykkir orkuríkari eftir því sem áfengismagnið í þeim er meira. Að auki eru margir áfengir drykkir sykraðir og geta því verið mjög hitaeiningaríkir.

Flestrar bjórtegundir sem seldar eru á Íslandi innihalda á bilinu 4-6% magn alkóhóls. Samkvæmt upplýsingum af vef Lýðheilsustöðvar hækkar orkuinnihald bjórs með áfengisstyrkleika: Bjór með 3,8% alkóhól af rúmmáli inniheldur 35 kkal í hverjum 100 g, í sama magni af 4,5% bjór eru 39 kkal, 5,0% bjór inniheldur 45 kkal og í 5,6% bjór eru 46 kkal í 100 g. Þetta þýðir að drekki menn fjóra stóra bjóra (samtals tvo lítra) innbyrða þeir á bilinu 700 til 920 hitaeiningar, sem slagar vel upp í helming af daglegri orkuþörf meðalmanneskju.

Til er svokallaður léttbjór sem inniheldur nokkuð færri hitaeiningar en venjulegur bjór. Léttbjór hefur um 4,4% áfengisstyrkleika og í hverjum 100 g eru 29 kkal. Samkvæmt upplýsingum frá Baldri Kárasyni, bruggmeistara hjá Vífilfelli, verður alltaf eitthvað eftir af svokölluðum ógerjanlegum kolvetnum eftir bruggun á venjulegum bjór, en þessi kolvetni auka orkuinnihald bjórsins. Við gerð léttbjórs er aftur á móti sérstökum aðferðum beitt til að gerja öll kolvetni og léttbjór er því ekki jafn orkuríkur og venjulegur bjór af sama styrkleika.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

4.8.2006

Spyrjandi

Irpa Gestsdóttir

Tilvísun

HMS. „Hvað eru margar hitaeiningar í bjór?“ Vísindavefurinn, 4. ágúst 2006, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6107.

HMS. (2006, 4. ágúst). Hvað eru margar hitaeiningar í bjór? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6107

HMS. „Hvað eru margar hitaeiningar í bjór?“ Vísindavefurinn. 4. ágú. 2006. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6107>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margar hitaeiningar í bjór?
Eins og lesa má um í svari Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni Er áfengi fitandi?, er áfengi (etanól) eitt orkuefnanna ásamt kolvetnum, fitu og prótíni. Hvert gramm áfengis inniheldur 7 hitaeiningar (kkal), svo að öllu jöfnu eru áfengir drykkir orkuríkari eftir því sem áfengismagnið í þeim er meira. Að auki eru margir áfengir drykkir sykraðir og geta því verið mjög hitaeiningaríkir.

Flestrar bjórtegundir sem seldar eru á Íslandi innihalda á bilinu 4-6% magn alkóhóls. Samkvæmt upplýsingum af vef Lýðheilsustöðvar hækkar orkuinnihald bjórs með áfengisstyrkleika: Bjór með 3,8% alkóhól af rúmmáli inniheldur 35 kkal í hverjum 100 g, í sama magni af 4,5% bjór eru 39 kkal, 5,0% bjór inniheldur 45 kkal og í 5,6% bjór eru 46 kkal í 100 g. Þetta þýðir að drekki menn fjóra stóra bjóra (samtals tvo lítra) innbyrða þeir á bilinu 700 til 920 hitaeiningar, sem slagar vel upp í helming af daglegri orkuþörf meðalmanneskju.

Til er svokallaður léttbjór sem inniheldur nokkuð færri hitaeiningar en venjulegur bjór. Léttbjór hefur um 4,4% áfengisstyrkleika og í hverjum 100 g eru 29 kkal. Samkvæmt upplýsingum frá Baldri Kárasyni, bruggmeistara hjá Vífilfelli, verður alltaf eitthvað eftir af svokölluðum ógerjanlegum kolvetnum eftir bruggun á venjulegum bjór, en þessi kolvetni auka orkuinnihald bjórsins. Við gerð léttbjórs er aftur á móti sérstökum aðferðum beitt til að gerja öll kolvetni og léttbjór er því ekki jafn orkuríkur og venjulegur bjór af sama styrkleika.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

...