Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er hollt mataræði?

Björn Sigurður Gunnarsson

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Það flæða yfir heimsbyggðina misvísandi upplýsingar um mataræði. Ýmist á maður að borða feitt kjet eða ekki, það sem einn mælir með í dag er komið á bannlista á morgun. Því spyr ég einfaldlega:
  1. Hvað er hollt mataræði? Hvernig er til dæmis skiptingin milli kolvetna, prótína og fitu?
  2. Af hverju er upplýsingar svona misvísandi?
  3. Getur verið óhollt að hafa hátt hlutfall prótína í fæðu?
Í nýlegum ráðleggingum um mataræði frá Manneldisráði Íslands (Lýðheilsustöð) kemur fram að hæfilegt sé að prótín veiti að minnsta kosti 10% heildarorku. Hæfilegt er að um 30% orkunnar komi úr fitu, þar af komi ekki meira en 10% orkunnar úr harðri fitu. (Með harðri fitu er átt við bæði mettaðar fitusýrur og trans-ómettaðar fitusýrur). Hæfilegt er að úr kolvetnum fáist 55-60% af orkunni, þar af ekki meira en 10% úr viðbættum sykri. Af öðrum ráðleggingum má nefna að æskilegt er að fæðutrefjar séu að minnsta kosti 25 grömm á dag miðað við 10 MJ fæði (um það bil 2400 kcal). Æskilegt er að saltneysla sé ekki meiri en 5 grömm á dag. Í stuttu máli byggja mataræðisráðleggingar á því að fjölbreyttrar fæðu sé neytt úr öllum fæðuflokkum og jafnframt að hófsemi sé gætt í neyslu.

Þessar ráðleggingar eru endurskoðuð útgáfa fyrri manneldismarkmiða, þar sem tekið er mið af nýjum vísindarannsóknum á sviði næringar og heilsu og niðurstöðum nýjustu könnunar á mataræði Íslendinga frá árinu 2002. Þær eru í grundvallaratriðum ekki ósvipaðar ráðleggingum annarra þjóða, til að mynda eru nýjar samnorrænar ráðleggingar nokkurn veginn eins og þær íslensku hvað varðar hlutföll orkuefna, en einhver frávik eru, til dæmis varðandi ráðlagða dagskammta sumra vítamína og steinefna í ákveðnum aldurshópum, en það má að einhverju leyti rekja til mismunandi aðstæðna og hefða í löndunum.

Rétt er þó að stundum virðist sem ráðleggingar um mataræði séu misvísandi og síbreytilegar, en þegar betur er að gáð hafa hinar almennu ráðleggingar frá heilbrigðisyfirvöldum hérlendis og víðast hvar annars staðar í raun verið mjög svipaðar frá einum tíma til annars. Hins vegar eru skoðanir skiptar meðal almennings og oft eiga ýmiss konar töfralausnir frekar upp á pallborðið en hinar skynsömu (og að sumra mati leiðinlegu) ráðleggingar um fjölbreytni og hófsemi í mataræði. Einnig getur komið fyrir að niðurstöður einstakra vísindarannsókna séu að einhverju leyti á skjön við almennar hugmyndir um hollt mataræði og fái mikla athygli fyrir vikið og séu jafnvel einar og sér taldar kollvarpa fyrri hugmyndum, þrátt fyrir að fjöldi annarra rannsókna hafi sýnt fram á hið gagnstæða og vegi þar af leiðandi mun þyngra á metunum.

Almennt er álitið að hátt hlutfall prótína í fæðu sé óæskilegt. Í ráðleggingum Lýðheilsustöðvar er þó ekki sett hámark á hlutfall prótíninntöku af orku, en í síðustu landskönnun á mataræði Íslendinga kom í ljós að meðalprótínhlutfallið var 18% orkunnar, sem er í hærra lagi. Í nýjum samnorrænum ráðleggingum er ráðlagt að úr prótínum komi 10-20% orkunnar, og víða annars staðar er mælt með að prótíninntaka fari ekki yfir 20% mörkin af orkuinntöku. Meðal helstu ókosta mikillar prótínneyslu má nefna mikið álag á nýru við að losa umfram köfnunarefni úr líkamanum og hugsanleg neikvæð áhrif á kalkbúskap í líkamanum sem getur stuðlað að losun þess úr beinum og átt þannig þátt í að stuðla að beinþynningu. Þetta síðarnefnda er þó nokkuð umdeilt og telja ýmsir að kalklosun vegna mikillar prótínneyslu sé aðeins smávægileg og hafi sáralítil áhrif á kalkbúskap, og skipti litlu máli þegar til lengri tíma er litið.

Á Vísindavefnun er að finna fjölmörg svör um hollustu og mataræði, meðal annars þessi:

Höfundur

Björn Sigurður Gunnarsson

matvæla- og næringarfræðingur

Útgáfudagur

4.4.2005

Spyrjandi

Kristján Halldórsson

Tilvísun

Björn Sigurður Gunnarsson. „Hvað er hollt mataræði?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4867.

Björn Sigurður Gunnarsson. (2005, 4. apríl). Hvað er hollt mataræði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4867

Björn Sigurður Gunnarsson. „Hvað er hollt mataræði?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4867>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er hollt mataræði?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Það flæða yfir heimsbyggðina misvísandi upplýsingar um mataræði. Ýmist á maður að borða feitt kjet eða ekki, það sem einn mælir með í dag er komið á bannlista á morgun. Því spyr ég einfaldlega:
  1. Hvað er hollt mataræði? Hvernig er til dæmis skiptingin milli kolvetna, prótína og fitu?
  2. Af hverju er upplýsingar svona misvísandi?
  3. Getur verið óhollt að hafa hátt hlutfall prótína í fæðu?
Í nýlegum ráðleggingum um mataræði frá Manneldisráði Íslands (Lýðheilsustöð) kemur fram að hæfilegt sé að prótín veiti að minnsta kosti 10% heildarorku. Hæfilegt er að um 30% orkunnar komi úr fitu, þar af komi ekki meira en 10% orkunnar úr harðri fitu. (Með harðri fitu er átt við bæði mettaðar fitusýrur og trans-ómettaðar fitusýrur). Hæfilegt er að úr kolvetnum fáist 55-60% af orkunni, þar af ekki meira en 10% úr viðbættum sykri. Af öðrum ráðleggingum má nefna að æskilegt er að fæðutrefjar séu að minnsta kosti 25 grömm á dag miðað við 10 MJ fæði (um það bil 2400 kcal). Æskilegt er að saltneysla sé ekki meiri en 5 grömm á dag. Í stuttu máli byggja mataræðisráðleggingar á því að fjölbreyttrar fæðu sé neytt úr öllum fæðuflokkum og jafnframt að hófsemi sé gætt í neyslu.

Þessar ráðleggingar eru endurskoðuð útgáfa fyrri manneldismarkmiða, þar sem tekið er mið af nýjum vísindarannsóknum á sviði næringar og heilsu og niðurstöðum nýjustu könnunar á mataræði Íslendinga frá árinu 2002. Þær eru í grundvallaratriðum ekki ósvipaðar ráðleggingum annarra þjóða, til að mynda eru nýjar samnorrænar ráðleggingar nokkurn veginn eins og þær íslensku hvað varðar hlutföll orkuefna, en einhver frávik eru, til dæmis varðandi ráðlagða dagskammta sumra vítamína og steinefna í ákveðnum aldurshópum, en það má að einhverju leyti rekja til mismunandi aðstæðna og hefða í löndunum.

Rétt er þó að stundum virðist sem ráðleggingar um mataræði séu misvísandi og síbreytilegar, en þegar betur er að gáð hafa hinar almennu ráðleggingar frá heilbrigðisyfirvöldum hérlendis og víðast hvar annars staðar í raun verið mjög svipaðar frá einum tíma til annars. Hins vegar eru skoðanir skiptar meðal almennings og oft eiga ýmiss konar töfralausnir frekar upp á pallborðið en hinar skynsömu (og að sumra mati leiðinlegu) ráðleggingar um fjölbreytni og hófsemi í mataræði. Einnig getur komið fyrir að niðurstöður einstakra vísindarannsókna séu að einhverju leyti á skjön við almennar hugmyndir um hollt mataræði og fái mikla athygli fyrir vikið og séu jafnvel einar og sér taldar kollvarpa fyrri hugmyndum, þrátt fyrir að fjöldi annarra rannsókna hafi sýnt fram á hið gagnstæða og vegi þar af leiðandi mun þyngra á metunum.

Almennt er álitið að hátt hlutfall prótína í fæðu sé óæskilegt. Í ráðleggingum Lýðheilsustöðvar er þó ekki sett hámark á hlutfall prótíninntöku af orku, en í síðustu landskönnun á mataræði Íslendinga kom í ljós að meðalprótínhlutfallið var 18% orkunnar, sem er í hærra lagi. Í nýjum samnorrænum ráðleggingum er ráðlagt að úr prótínum komi 10-20% orkunnar, og víða annars staðar er mælt með að prótíninntaka fari ekki yfir 20% mörkin af orkuinntöku. Meðal helstu ókosta mikillar prótínneyslu má nefna mikið álag á nýru við að losa umfram köfnunarefni úr líkamanum og hugsanleg neikvæð áhrif á kalkbúskap í líkamanum sem getur stuðlað að losun þess úr beinum og átt þannig þátt í að stuðla að beinþynningu. Þetta síðarnefnda er þó nokkuð umdeilt og telja ýmsir að kalklosun vegna mikillar prótínneyslu sé aðeins smávægileg og hafi sáralítil áhrif á kalkbúskap, og skipti litlu máli þegar til lengri tíma er litið.

Á Vísindavefnun er að finna fjölmörg svör um hollustu og mataræði, meðal annars þessi:

...