Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort varð til fyrr, prótín eða DNA?

Guðmundur Eggertsson

Flest þykir nú benda til þess að prótín hafi komið til sögunnar á undan DNA, en hins vegar hafi RNA verið komið fram á sjónarsviðið sem mikilvæg lífsameind á undan bæði prótínum og DNA.

Prótín eru afar fjölbreyttar sameindir og í nútímafrumum gegna þau margvíslegum hlutverkum. Jafnvel bakteríurnar smáu framleiða þúsundir prótína. Það er forskrift gena sem ræður gerð allra þessara prótína. Sjálf geta prótínin ekki eftirmyndast og ekki verið forskrift fyrir smíði annarra prótína. Prótínin hafa þess vegna eftir því sem best verður séð aldrei getað verið erfðaefni lífvera.

Nokkurs konar prótín hafa ef til vill getað myndast sjálfkrafa á frumjörð en þau hafa tæplega verið gædd neinni gagnlegri sérhæfni og varla komið að miklum notum á fyrstu stigum lífsins. Það var ekki fyrr en kjarnsýrur fóru að stýra smíði prótína að þau gátu farið að þróast og sérhæfast að marki. Líklegt er að þetta hafi gerst í lok þess tímabils í sögu lífsins sem kennt er við RNA-líf. Síðar hefur DNA komið til sögunnar sem erfðaefni.

Eftir það hefur frami prótínanna verið skjótur enda henta þau einstaklega vel til margvíslegra frumustarfa.

Sjá einnig svör sama höfundar við spurningunum Hvernig varð fyrsta genið til? og Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?

Höfundur

Guðmundur Eggertsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

17.10.2000

Spyrjandi

Kjartan Sveinsson

Efnisorð

Tilvísun

Guðmundur Eggertsson. „Hvort varð til fyrr, prótín eða DNA?“ Vísindavefurinn, 17. október 2000, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=998.

Guðmundur Eggertsson. (2000, 17. október). Hvort varð til fyrr, prótín eða DNA? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=998

Guðmundur Eggertsson. „Hvort varð til fyrr, prótín eða DNA?“ Vísindavefurinn. 17. okt. 2000. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=998>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort varð til fyrr, prótín eða DNA?
Flest þykir nú benda til þess að prótín hafi komið til sögunnar á undan DNA, en hins vegar hafi RNA verið komið fram á sjónarsviðið sem mikilvæg lífsameind á undan bæði prótínum og DNA.

Prótín eru afar fjölbreyttar sameindir og í nútímafrumum gegna þau margvíslegum hlutverkum. Jafnvel bakteríurnar smáu framleiða þúsundir prótína. Það er forskrift gena sem ræður gerð allra þessara prótína. Sjálf geta prótínin ekki eftirmyndast og ekki verið forskrift fyrir smíði annarra prótína. Prótínin hafa þess vegna eftir því sem best verður séð aldrei getað verið erfðaefni lífvera.

Nokkurs konar prótín hafa ef til vill getað myndast sjálfkrafa á frumjörð en þau hafa tæplega verið gædd neinni gagnlegri sérhæfni og varla komið að miklum notum á fyrstu stigum lífsins. Það var ekki fyrr en kjarnsýrur fóru að stýra smíði prótína að þau gátu farið að þróast og sérhæfast að marki. Líklegt er að þetta hafi gerst í lok þess tímabils í sögu lífsins sem kennt er við RNA-líf. Síðar hefur DNA komið til sögunnar sem erfðaefni.

Eftir það hefur frami prótínanna verið skjótur enda henta þau einstaklega vel til margvíslegra frumustarfa.

Sjá einnig svör sama höfundar við spurningunum Hvernig varð fyrsta genið til? og Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?

...