Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 500 svör fundust
Hvenær voru górillur uppgötvaðar af vesturlandabúum?
Núlifandi górillum er skipt niður í tvær tegundir, vesturgórillur (Gorilla gorilla) og austurgórillur (Gorilla beringei). Báðar tegundirnar greinast svo í tvær deilitegundir. Vesturgórillur skiptast í vestur-láglendisgórillur (Gorilla gorilla gorilla) og krossfljótsgórillur (Gorilla gorilla diehli), en austurgóril...
Hvað er átt við þegar fólk segir 'frá blautu barnsbeini'?
Orðasambandið frá blautu barnsbeini þekkist allt frá fornu máli og merkir 'frá frumbernsku, alla ævi'. Lýsingarorðið blautur merkir hér 'linur, mjúkur', samanber dönsku blød, sænsku blöt 'linur, mjúkur', og vísar til þess að bein barna eru mýkri en bein fullorðinna. Bein merking er því 'allt frá því að beinin í be...
Hvað er staðalfrávik?
Staðalfrávik (e. standard deviation) er algengasta mæling á dreifingu talna, það er hversu ólíkar þær eru. Því hærra sem það er þeim mun ólíkari eru tölurnar. Til þess að reikna staðalfrávik tiltekinna talna þarf fyrst að reikna meðaltal þeirra og síðan að draga hverja tölu frá meðaltalinu, og sá mismunur kall...
Hvar var Leopold von Ranke og hvert var hans framlag til sagnfræðinnar?
Árið 1810 var stofnaður háskóli í Berlínarborg. Hann var liður í framsókn þýskrar menningar í Prússlandi, sem hafði Berlín að höfuðborg, framsókn sem var meðal annars knúin af særðum metnaði eftir að her Napóleons Frakkakeisara hafði vaðið yfir landið á fyrsta áratug aldarinnar. Berlínarháskóli varð þekktur fyrir ...
Hvað eru dulstirni? Hvað er langt í næsta dulstirni frá jörðu?
Dulstirni voru eitt sinn ein helsta ráðgáta stjörnufræðinnar líkt og íslenskt heiti þeirra ber með sér (dularfull stjarna). Ráðgátan um dulstirnin tryggði fjölmörgum stjörnufræðingum andvökunætur um árabil. Dulstirnin einkennast nefnilega af því að vera órafjarri en geysilega björt og olli það stjörnufræðingum mik...
Hvað eru til margar tegundir af skjaldbökum?
Skjaldbökur eru frumstæð skriðdýr af ættbálknum Chelonia. Í dag er talið að þekktar skjaldbökutegundir séu alls 348 og 119 undirtegundir. Af þessum tegundum eru aðeins sjö tegundir svokallaðra sjávarblaka, aðrar lifa í fersku vatni eða á landi. Helsta einkenni skjaldbaka er vitanlega skjöldurinn sem umlykur skrok...
Hvað er venjulegt? Hver eru viðmiðin fyrir venjulegt?
Þetta er föstudagssvar. Eins og venjulegt er um slík svör ber ekki að taka hvert orð í því bókstaflega, þó að það geti kannski vakið til umhugsunar. Ritstjórn hefur þann sem samdi frumdrög svarsins sterklega grunaðan um að hafa brugðið á leik með mál og stíl undir lok vinnuvikunnar enda hafi endorfín verið farið a...
Hver er saga nasistamerkisins eða hakakrossins?
Merkið sem nasistar tóku upp sem tákn Þriðja ríkisins nefnist ýmist hakakross eða swastika, en orðið sauvastika merkir „heillamerki“ eða „heillagripur“ í sanskrít. Uppruni og merking Hakakrossinn á sér bæði merka og langa sögu. Í fornum menningarsamfélögum var hann notaður sem tákn ýmissa fyrirbæra, en þó e...
Hver hefur unnið til flestra verðlauna á Ólympíuleikunum og í hvaða greinum?
Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps er sá sem hefur oftast allra staðið á verðlaunapalli á Ólympíuleikum, alls 28 sinnum. Hann keppti í fyrsta skipti á leikunum í Sidney árið 2000, þá aðeins 15 ára gamall. Hann komst í úrslit í 200 m flugsundi en hafnaði í fimmta sæti. Michael Phelps er sigursælasti íþrótta...
Hvað var Danakonungur gamall árið 1944 og átti hann systkini?
Öll spurningin hljóðaði svona: Átti Danakonungur (Kristján tíundi) systkini? Hvað var hann gamall árið 1944 og hvernig leit hann út? Þegar Ísland fékk sjálfstæði 1944 sat Kristján 10. á valdastóli í Danmörku. Hann var fæddur 26. september 1870 og var því 74 ára þegar Íslendingar sögðu endanlega skilið við D...
Hvenær má ég eiga von á að öll kurl séu komin til grafar?
Orðið kurl er notað um trjámylsnu, smáhöggna viðarkvisti til eldsneytis eða kolagerðar og sögnin kurla merkir að 'höggva smátt, kvista niður'. Eldri myndir eru kurfl og kurfla sem báðar koma fyrir í sömu merkingu í fornu máli og nafnorðið kurfur merkti meðal annars 'smábútur, kubbur af einhverju'. Orðasamband...
Hvenær og af hverju urðu fornaldarsögur til?
Í umfjöllun um fornaldarsögur (samanber einnig fornaldarsögur Norðurlanda) er mikilvægt að hafa í huga hversu fjölbreyttar sögurnar eru og hversu illa þær falla að skýrt afmörkuðum tegundamörkum. Það er því sitthvað að fjalla um sögurnar sem bókmenntagrein eða þá efnivið sagnanna, upptök hans, þróun og endurnýjun....
Hvað getið þið sagt mér um frumefnið renín?
Renín er málmur sem hefur sætistölu 75 í lotukerfinu. Atómmassi þess er 186,2 g/mól og eðlismassinn er 20,8 g/cm3. Bræðslumark reníns er um 3186°C og suðumark er um 5596°C. Það hefur því næsthæsta bræðslumark frumefnanna, er feikilega torbrætt og þolir einnig miklar hitabreytingar. Aukinheldur sker það sig frá öðr...
Hvað er kitl og af hverju getum við ekki kitlað okkur sjálf?
Vísindamenn hafa lengi talið að þau viðbrögð sem margir sýna þegar þá kitlar tengist varnarviðbrögðum líkamans og séu ætluð til þess að forðast snertingu utanaðkomandi og mögulega hættulegs hlutar/fyrirbæris. Eins og allir sem upplifað hafa kitl vita felast þessi viðbrögð í því að reyna að forðast það sem kitlar o...
Hver var Marie-Sophie Germain og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?
Marie-Sophie Germain fæddist í París 1. apríl 1776. Hún var ein þriggja dætra velstæðra hjóna, Ambroise-Francois og Marie Germain. Faðir hennar var silkikaupmaður, áhrifamaður í stjórnmálum og síðar bankastjóri í Frakklandsbanka. Heimilið stóð opið þeim sem aðhylltust þjóðfélagsbreytingar í frjálsræðisátt, svo ung...