Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru dulstirni? Hvað er langt í næsta dulstirni frá jörðu?

SHB

Dulstirni voru eitt sinn ein helsta ráðgáta stjörnufræðinnar líkt og íslenskt heiti þeirra ber með sér (dularfull stjarna). Ráðgátan um dulstirnin tryggði fjölmörgum stjörnufræðingum andvökunætur um árabil. Dulstirnin einkennast nefnilega af því að vera órafjarri en geysilega björt og olli það stjörnufræðingum miklu hugarangri frá því fyrstu dulstirnin fundust í kringum 1960.

Í dag vitum við með nokkurri vissu að dulstirni eru geysiöflugar virkar vetrarbrautir. Í miðju þessara virku vetrarbrauta er ofurmassasvarthol að éta upp efni. Þetta eru slíkar hamfarir að frá dulstirnunum stafar gríðarleg orkuútgeislun, í það minnsta hundrað sinnum meiri en frá venjulegum vetrarbrautum.


Nálægasta dulstirnið kallast 3C 405 eða Cygnus A í stjörnumerkinu Svaninum.

Í gegnum stjörnusjónauka lítur dulstirni út eins og hver önnur stjarna en sú staðreynd að við skulum geta séð þau með tiltölulega litlum stjörnusjónaukum frá jörðinni, þótt þau séu órafjarri, þýðir að þau eru meðal björtustu fyrirbæra sem þekkjast í alheiminum.

Nálægasta dulstirnið eða virka vetrarbrautin kallast 3C 405 eða Cygnus A í stjörnumerkinu Svaninum. Sú vetrarbraut er í um 600 milljón ljósára fjarlægð. Til gamans má geta að sú vetrarbraut kemur við sögu í skáldsögunni Contact eftir stjörnufræðinginn Carl Sagan. Í þeirri skáldsögu eru vitsmunaverur að búa vetrarbrautina til.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

3.10.2008

Síðast uppfært

13.8.2019

Spyrjandi

Helgi

Tilvísun

SHB. „Hvað eru dulstirni? Hvað er langt í næsta dulstirni frá jörðu?“ Vísindavefurinn, 3. október 2008, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49417.

SHB. (2008, 3. október). Hvað eru dulstirni? Hvað er langt í næsta dulstirni frá jörðu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49417

SHB. „Hvað eru dulstirni? Hvað er langt í næsta dulstirni frá jörðu?“ Vísindavefurinn. 3. okt. 2008. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49417>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru dulstirni? Hvað er langt í næsta dulstirni frá jörðu?
Dulstirni voru eitt sinn ein helsta ráðgáta stjörnufræðinnar líkt og íslenskt heiti þeirra ber með sér (dularfull stjarna). Ráðgátan um dulstirnin tryggði fjölmörgum stjörnufræðingum andvökunætur um árabil. Dulstirnin einkennast nefnilega af því að vera órafjarri en geysilega björt og olli það stjörnufræðingum miklu hugarangri frá því fyrstu dulstirnin fundust í kringum 1960.

Í dag vitum við með nokkurri vissu að dulstirni eru geysiöflugar virkar vetrarbrautir. Í miðju þessara virku vetrarbrauta er ofurmassasvarthol að éta upp efni. Þetta eru slíkar hamfarir að frá dulstirnunum stafar gríðarleg orkuútgeislun, í það minnsta hundrað sinnum meiri en frá venjulegum vetrarbrautum.


Nálægasta dulstirnið kallast 3C 405 eða Cygnus A í stjörnumerkinu Svaninum.

Í gegnum stjörnusjónauka lítur dulstirni út eins og hver önnur stjarna en sú staðreynd að við skulum geta séð þau með tiltölulega litlum stjörnusjónaukum frá jörðinni, þótt þau séu órafjarri, þýðir að þau eru meðal björtustu fyrirbæra sem þekkjast í alheiminum.

Nálægasta dulstirnið eða virka vetrarbrautin kallast 3C 405 eða Cygnus A í stjörnumerkinu Svaninum. Sú vetrarbraut er í um 600 milljón ljósára fjarlægð. Til gamans má geta að sú vetrarbraut kemur við sögu í skáldsögunni Contact eftir stjörnufræðinginn Carl Sagan. Í þeirri skáldsögu eru vitsmunaverur að búa vetrarbrautina til.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....