Í gegnum stjörnusjónauka lítur dulstirni út eins og hver önnur stjarna en sú staðreynd að við skulum geta séð þau með tiltölulega litlum stjörnusjónaukum frá jörðinni, þótt þau séu órafjarri, þýðir að þau eru meðal björtustu fyrirbæra sem þekkjast í alheiminum. Nálægasta dulstirnið eða virka vetrarbrautin kallast 3C 405 eða Cygnus A í stjörnumerkinu Svaninum. Sú vetrarbraut er í um 600 milljón ljósára fjarlægð. Til gamans má geta að sú vetrarbraut kemur við sögu í skáldsögunni Contact eftir stjörnufræðinginn Carl Sagan. Í þeirri skáldsögu eru vitsmunaverur að búa vetrarbrautina til. Mynd:
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.