Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp blýantinn?

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson

Árið 1565 lýsti þýsk-svissneski náttúrufræðingurinn Conrad Gesner fyrstur manna skriffæri þar sem grafíti var komið fyrir í tréhólki. Grafít var þá talið vera ein tegund blýs og mun það vera ástæða þess að blýanturinn er enn kenndur við þann málm og við tölum um "blýið" í blýantinum. Gesner varð fyrstur til að lýsa grafíti sem sérstakri steind (mineral). Árið 1779 sýndi sænski efnafræðingurinn Carl Wilhelm Scheele fram á að grafít er eitt form kolefnis. Nafnið grafít er dregið af gríska orðinu "grafein" sem merkir að skrifa.

Blýöntum fjölgaði mjög þegar náma með afar hreinu grafíti fannst árið 1564 í Borrowdale í Cumberland, Englandi.

Okkur er tamt að halda að blýantsskrift sé ekki eins varanleg og það sem skrifað er með bleki. Þess vegna er vert að taka eftir því að blýantsskrift þolir ljós betur en ýmsar blektegundir.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Heimild: Britannica á netinu.

Mynd: The Ewell Sale Stewart Library

Höfundar

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

heimspekinemi við HÍ

Útgáfudagur

20.1.2001

Spyrjandi

Jóhanna Jónsdóttir, 1989

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson. „Hver fann upp blýantinn?“ Vísindavefurinn, 20. janúar 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1286.

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson. (2001, 20. janúar). Hver fann upp blýantinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1286

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson. „Hver fann upp blýantinn?“ Vísindavefurinn. 20. jan. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1286>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp blýantinn?
Árið 1565 lýsti þýsk-svissneski náttúrufræðingurinn Conrad Gesner fyrstur manna skriffæri þar sem grafíti var komið fyrir í tréhólki. Grafít var þá talið vera ein tegund blýs og mun það vera ástæða þess að blýanturinn er enn kenndur við þann málm og við tölum um "blýið" í blýantinum. Gesner varð fyrstur til að lýsa grafíti sem sérstakri steind (mineral). Árið 1779 sýndi sænski efnafræðingurinn Carl Wilhelm Scheele fram á að grafít er eitt form kolefnis. Nafnið grafít er dregið af gríska orðinu "grafein" sem merkir að skrifa.

Blýöntum fjölgaði mjög þegar náma með afar hreinu grafíti fannst árið 1564 í Borrowdale í Cumberland, Englandi.

Okkur er tamt að halda að blýantsskrift sé ekki eins varanleg og það sem skrifað er með bleki. Þess vegna er vert að taka eftir því að blýantsskrift þolir ljós betur en ýmsar blektegundir.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Heimild: Britannica á netinu.

Mynd: The Ewell Sale Stewart Library ...