Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp strokleðrið?

Fríða Rakel Linnet

Franski vísindamaðurinn og landkönnuðurinn Charles Marie de la Condamine flutti fyrstur náttúrulegt gúmmí til Evrópu árið 1736. Ýmis not voru fundin fyrir það og árið 1770 skrifar hinn þekkti vísindamaður Joseph Priestley að hann hafi séð efni sem væri sérstaklega gott til að þurrka út för eftir blýant. Hann nefnir efnið ekki á nafn en gera má ráð fyrir að um náttúrulegt gúmmí hafi verið að ræða.




Náttúrulegt gúmmí reyndist hinsvegar ekki gott efni til að vinna með því það skemmdist fljótt, hreinlega rotnaði. Árið 1839 tókst Charles Goodyear að verka gúmmí svo það skemmdist ekki. Aðferðin kallast súlfun og felst í því að bæta brennisteini við efnasambönd gúmmísins. Með betra gúmmíi varð strokleður algengt. Árið 1858 fékk Bandaríkjamaðurinn Hyman Lipman einkaleyfi fyrir því að festa strokleður við blýant. Það var síðar ógilt þar sem hann hafði ekki fundið upp nýjan hlut, aðeins sett saman tvo áður uppfundna hluti!

Heimildir og mynd:

Sjá einnig svar Halldórs Svavarssonar við spurningunni Hvernig verkar strokleður? og svar Þorsteins Vilhjálmssonar og Ögmundar Jónssonar við spurningunni Hver fann upp blýantinn?




Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

grunnskólanemi í Setbergsskóla

Útgáfudagur

16.1.2003

Spyrjandi

Heiðar Númi, f. 1989

Tilvísun

Fríða Rakel Linnet. „Hver fann upp strokleðrið?“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3013.

Fríða Rakel Linnet. (2003, 16. janúar). Hver fann upp strokleðrið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3013

Fríða Rakel Linnet. „Hver fann upp strokleðrið?“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3013>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp strokleðrið?
Franski vísindamaðurinn og landkönnuðurinn Charles Marie de la Condamine flutti fyrstur náttúrulegt gúmmí til Evrópu árið 1736. Ýmis not voru fundin fyrir það og árið 1770 skrifar hinn þekkti vísindamaður Joseph Priestley að hann hafi séð efni sem væri sérstaklega gott til að þurrka út för eftir blýant. Hann nefnir efnið ekki á nafn en gera má ráð fyrir að um náttúrulegt gúmmí hafi verið að ræða.




Náttúrulegt gúmmí reyndist hinsvegar ekki gott efni til að vinna með því það skemmdist fljótt, hreinlega rotnaði. Árið 1839 tókst Charles Goodyear að verka gúmmí svo það skemmdist ekki. Aðferðin kallast súlfun og felst í því að bæta brennisteini við efnasambönd gúmmísins. Með betra gúmmíi varð strokleður algengt. Árið 1858 fékk Bandaríkjamaðurinn Hyman Lipman einkaleyfi fyrir því að festa strokleður við blýant. Það var síðar ógilt þar sem hann hafði ekki fundið upp nýjan hlut, aðeins sett saman tvo áður uppfundna hluti!

Heimildir og mynd:

Sjá einnig svar Halldórs Svavarssonar við spurningunni Hvernig verkar strokleður? og svar Þorsteins Vilhjálmssonar og Ögmundar Jónssonar við spurningunni Hver fann upp blýantinn?




Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....