Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4399 svör fundust
Er rökkvun raunverulegt vandamál?
Endurskin og deyfing stuttbylgjugeislunar frá sól hafa áhrif á orkubúskap við yfirborð jarðar og hafa áhrifin í heild verið nefnd rökkvun. Rökkvun er viðvarandi hluti orkukerfis lofthjúpsins og er því ekki vandamál sem slík, heldur er fremur að breytingar á henni geti talist það, rétt eins og gróðurhúsaáhrif eru v...
Hver var James Lind og hvert var hans framlag til næringarfræðinnar?
James Lind (1716-1794) var merkur herlæknir sem fæddist í Edinborg í Skotlandi. Hann er helst þekktur fyrir að hafa fundið forvörn og lækningu við skyrbjúg (e. scurvy) en auk þess var hann mikill talsmaður almenns hreinlætis um borð í skipum breska sjóhersins. Á 16. öld var skyrbjúg lýst nákvæmlega og gefið nafn o...
Höfðu Skaftáreldar einhver áhrif á veðurfar?
Skaftáreldar höfðu víðtæk áhrif á veðurfar, og fyrirliggjandi gögn benda til þess að móðan hafi lækkað meðalárshitann á norðurhveli jarðar um eina gráðu í eitt til þrjú ár. Jafnframt sýna samtímaheimildir að áhrifin voru hvorki einsleit né jafndreifð um norðurhvelið. Sumarið 1783 einkenndist af mjög óvenjulegu veð...
Getur kannabis læknað krabbamein?
Upprunaleg spurning Helgu var: Læknar kannabis krabbamein alveg? Ef svo er, hvað er mikið thc í kannabisinu? Og Kristinn spurði: Er til einhver sönnun um að kannabisplanta dragi úr vexti eða drepi krabbameinsfrumur? Lækningamætti kannabis er reglulega lýst í fjölmiðlum og á Internetinu. Sumir telja að ly...
Hafa bóluefni eða ómíkron áhrif á það hvenær þeir sem eru með COVID-19 geta smitað aðra?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvenær hættir einstaklingur með COVID-19 að smita? Á Vísindavefnum hefur áður verið fjallað um hversu fljótt einstaklingar geta smitað aðra af COVID-19 (sjá svar við spurningunni Hversu fljótt geta þeir sem fá COVID-19 farið að smita aðra og hvenær eru þeir mest...
Hvenær byrja börn að ljúga?
Til þess að hægt sé að segja að barn sé að skrökva verður að ganga út frá því sem vísu að það geri greinarmun á því sem er satt og ekki satt. Sömuleiðis þarf barnið að gera sér grein fyrir því hvað aðrir vita. Á síðustu 20 árum hefur þetta efni orðið sérstaklega vinsælt í tengslum við nýtt rannsóknarsvið sálfr...
Af hverju getum við ekki drukkið sjó?
Sjór er saltvatn. Í honum eru ýmiss konar sölt en það sem skiptir mestu máli er natrínklóríð sem er hvíta borðsaltið sem allir þekkja. Í hverju kílói af sjó eru gjarnan um 35 grömm af natrínklóðríði en það samsvarar því að sjórinn er 3,5% saltur. Líkamsvökvar okkar eru einnig saltir en selta þeirra er mikið minni,...
Hvað eru apalhraun og hversu stór verða þau?
Apalhraun (e. a'a lava) eru algengt form basalthrauna, en þau eru einkennistegund ísúrra hrauna með kísilinnihald (SiO2) á bilinu 52-58%.[1] Venjulega eru apalhraun minni um sig en hellu- eða klumpahraun. Flatarmál þeirra er oft á bilinu 10-50 ferkílómetrar, lengd frá 5-30 kílómetrar og dæmigerð þykkt frá 4-20 met...
Hvað er helluhraun og hvar er slík hraun helst að finna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað getur þú sagt mér um helluhraun? Hvað er það, hvar er það helst að finna og hverjar eru helstu upplýsingar um slík hraun? Helluhraun (e. pahoehoe) er algengasta tegund basalthrauna á landi. Eins og nafnið gefur til kynna, auðkennist yfirborð helluhrauna af samfelld...
Af hverju deyja börn vöggudauða?
Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:Hverjar eru helstu orsakir vöggudauða?Hvernig má koma í veg fyrir vöggudauða? Vöggudauði hefur verið skilgreindur sem skyndilegur, óvæntur og óútskýranlegur dauði heilbrigðs ungbarns á fyrsta ári, oftast við tveggja til fjögurra mánaða aldur. Tíðni vöggudauða á Íslandi er ...
Hvað getið þið sagt okkur um jötunuxa? Fljúga þeir og eru þeir varasamir?
Jötunuxi (Creophilus maxillosus) er skordýr sem finnst helst í hræjum og skíthaugum, meðal annars í gripahúsum, einnig í safnhaugum og undir þangi reknu á fjörur. Hann liggur í dvala sem fullorðinn og kemur fram í apríl til að verpa. Uppvaxtarskeið lirfa er um hásumarið og ný kynslóð bjallna skríður úr púpum síðsu...
Af hverju eru sniglar slímugir?
Meginhlutverk slímsins (e. mucus) sem sniglar seyta frá sér, er að gera hreyfingar eða skrið þeirra auðveldara, koma í veg fyrir að fóturinn verði fyrir meiðslum og minnka mótstöðu þegar þeir skríða um jarðveginn. Einnig hafa líffræðingar sem rannsakað hafa lífshætti snigla, komist að því að við óhentug skilyr...
Hvar í heiminum lifir glókollur?
Glókollur (Regulus regulus) er minnstur evrópskra varpfugla, aðeins um 9 cm á lengd, með 13-15,5 cm vænghaf og vegur ekki nema 7-9 grömm. Glókollur í Fossvoginum í Reykjavík. Glókollurinn er mjög útbreiddur varpfugl í barrskógum og blönduðu skóglendi Evrasíu og virðist hann fylgja nokkurn veginn útbreiðslu þessa...
Geta bólusettir einstaklingar borið veiruna SARS-CoV-2 og smitað aðra?
Öll spurningin hljómaði svona: Í ljósi þess að bólusetning er vörn gegn sjúkdómi ekki smiti, hvað hefur verið rannsakað varðandi smithættu frá Covid bólusettum einstaklingum bólusettum með hinum ýmsu bóluefnum? Hafa verði reiknuð út tölfræðileg líkindi á smiti frá bólusettum einstaklingum (einkennalausum væntan...
Hvernig dó Marilyn Monroe?
Snemma morguns þann 5. ágúst árið 1962 fannst bandaríska kvikmyndastjarnan Marylin Monroe látin á heimili sínu í Brentwood-hverfi í Los Angeles. Hún varð 36 ára gömul. Við hlið líksins fundust tómar flöskur af róandi lyfinu Nembutal (almennt heiti er pentóbarbítal; 5-etýl-5-(1-metýlbútýl)-barbítúrsýra). Dá...