Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju getum við ekki drukkið sjó?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Sjór er saltvatn. Í honum eru ýmiss konar sölt en það sem skiptir mestu máli er natrínklóríð sem er hvíta borðsaltið sem allir þekkja. Í hverju kílói af sjó eru gjarnan um 35 grömm af natrínklóðríði en það samsvarar því að sjórinn er 3,5% saltur. Líkamsvökvar okkar eru einnig saltir en selta þeirra er mikið minni, til dæmis eru aðeins 9 grömm af natrínklóríði í hverju kílói af blóði sem samsvara 0,9% seltu.

Bæði vatn og salt eru nauðsynleg fyrir líkamann. Vatn er leysiefni líkamans og fara allar efnabreytingar hans fram í vatnslausn. Natrín- og klórjónir sem eru í salti þurfa að vera í réttu magni í líkamsvökvunum til þess að líkaminn starfi rétt, þessar jónir eru til dæmis forsenda taugaboða og vöðvasamdráttar, þar með talið hjartsláttar.

Styrkur saltjóna í sjónum er mun meiri en í líkamanum. Ef við drekkum sjó fáum við of mikið af salti og líkaminn verður að nota vatn úr frumum líkamans til að þynna það. Ef frumurnar missa of mikið vatn þorna þær upp og hætt að starfa eðlilega.

Hvers vegna er þá ekki í lagi að drekka sjó sem inniheldur þessi lífsnauðsynlegu efni, vatn og natrín- og klórjónir. Ástæðan er sú að styrkur jónanna í sjó er of mikill miðað við það sem hann er í líkamanum, samanber tölurnar hér að ofan. Til þess að líkaminn starfi rétt mega ekki vera miklar sveiflur í seltu líkamsvökvanna. Ef við drekkum sjó fáum við of mikið af salti og líkaminn verður að nota vatn til að þynna það út og losa okkur við það í þvagi. Þetta vatn er fengið úr frumum okkar og ef þær tapa of miklu vatni endar með því að þær þorna upp og geta ekki starfað eðlilega. Ef ekkert er að gert leiðir ofþornun til krampa, meðvitundarleysis og heilaskaða. Á meðan á þessu stendur flytur blóðið salt til nýrnanna sem ráða ekki við álagið og hætta að starfa.

Við þurfum ekki nema um 500 milligröm af natrínklóríði á dag. Flestir Vesturlandabúar fá þann skammt auðveldlega og jafnvel of mikið. Það fer þó eftir lífsstíl, þar með talið matarvenjum og hreyfingu, því að við svitnun losnar salt úr líkamanum. Saltþörf fer einnig eftir því í hvers konar loftslagi við búum, þar sem við svitnum meira í heitara loftslagi en köldu.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

9.12.2013

Spyrjandi

Elisabeth

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju getum við ekki drukkið sjó?“ Vísindavefurinn, 9. desember 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65973.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2013, 9. desember). Af hverju getum við ekki drukkið sjó? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65973

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju getum við ekki drukkið sjó?“ Vísindavefurinn. 9. des. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65973>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju getum við ekki drukkið sjó?
Sjór er saltvatn. Í honum eru ýmiss konar sölt en það sem skiptir mestu máli er natrínklóríð sem er hvíta borðsaltið sem allir þekkja. Í hverju kílói af sjó eru gjarnan um 35 grömm af natrínklóðríði en það samsvarar því að sjórinn er 3,5% saltur. Líkamsvökvar okkar eru einnig saltir en selta þeirra er mikið minni, til dæmis eru aðeins 9 grömm af natrínklóríði í hverju kílói af blóði sem samsvara 0,9% seltu.

Bæði vatn og salt eru nauðsynleg fyrir líkamann. Vatn er leysiefni líkamans og fara allar efnabreytingar hans fram í vatnslausn. Natrín- og klórjónir sem eru í salti þurfa að vera í réttu magni í líkamsvökvunum til þess að líkaminn starfi rétt, þessar jónir eru til dæmis forsenda taugaboða og vöðvasamdráttar, þar með talið hjartsláttar.

Styrkur saltjóna í sjónum er mun meiri en í líkamanum. Ef við drekkum sjó fáum við of mikið af salti og líkaminn verður að nota vatn úr frumum líkamans til að þynna það. Ef frumurnar missa of mikið vatn þorna þær upp og hætt að starfa eðlilega.

Hvers vegna er þá ekki í lagi að drekka sjó sem inniheldur þessi lífsnauðsynlegu efni, vatn og natrín- og klórjónir. Ástæðan er sú að styrkur jónanna í sjó er of mikill miðað við það sem hann er í líkamanum, samanber tölurnar hér að ofan. Til þess að líkaminn starfi rétt mega ekki vera miklar sveiflur í seltu líkamsvökvanna. Ef við drekkum sjó fáum við of mikið af salti og líkaminn verður að nota vatn til að þynna það út og losa okkur við það í þvagi. Þetta vatn er fengið úr frumum okkar og ef þær tapa of miklu vatni endar með því að þær þorna upp og geta ekki starfað eðlilega. Ef ekkert er að gert leiðir ofþornun til krampa, meðvitundarleysis og heilaskaða. Á meðan á þessu stendur flytur blóðið salt til nýrnanna sem ráða ekki við álagið og hætta að starfa.

Við þurfum ekki nema um 500 milligröm af natrínklóríði á dag. Flestir Vesturlandabúar fá þann skammt auðveldlega og jafnvel of mikið. Það fer þó eftir lífsstíl, þar með talið matarvenjum og hreyfingu, því að við svitnun losnar salt úr líkamanum. Saltþörf fer einnig eftir því í hvers konar loftslagi við búum, þar sem við svitnum meira í heitara loftslagi en köldu.

Heimildir og mynd:

...