Læknar kannabis krabbamein alveg? Ef svo er, hvað er mikið thc í kannabisinu?Og Kristinn spurði:
Er til einhver sönnun um að kannabisplanta dragi úr vexti eða drepi krabbameinsfrumur?Lækningamætti kannabis er reglulega lýst í fjölmiðlum og á Internetinu. Sumir telja að lyfjafyrirtæki hylmi yfir lækningamátt kannabis og fullyrða að kannabis sé töfralyf gegn krabbameinum og fleiri sjúkdómum. Þegar betur er að gáð eru sjaldnast áreiðanlegar heimildir um lækningu krabbameina á bak við þessar sögur. Mikilvægt er að hafa í huga að krabbamein er orð sem nær yfir um 200 mismunandi sjúkdóma sem allir eru meðhöndlaðir á sinn hátt. Auk þess geta tveir einstaklingar sem greinast með sama krabbamein þurft ólíka meðferð. Ef kannabis læknaði krabbamein (alveg eða að hluta) þá myndi það því lækna yfir 200 sjúkdóma!

Sumar rannsóknir á frumum í tilraunaglasi og tilraunadýrum sýna að efni sem finnast í kannabisplöntunni geta hægt á krabbameinsvexti en aðrar rannsóknir hafa sýnt þveröfug áhrif.

Í sumum löndum er kannabis (þá einangrað THC og/eða CBD í lyfjaformi sem töflur eða munnúði) einstaka sinnum gefið sjúklingum á lokastigi krabbameins í þeim tilgangi að láta viðkomandi líða betur. Hér má sjá gamalt lyfjaglas sem inniheldur töflur gerðar úr efnum í kannabisi. Glasið er geymt á safni í Amsterdam.
- Ashton, C.H. (2001). Pharmacology and effects of cannabis: a brief review. The British Journal of Psychiatry: The Journal of Mental Science. 178(2), 101-106.
- Bowles, D.W., O'Bryant, C.L. et al. (2012). The intersection between cannabis and cancer in the United States. Critical Reviews in Oncology/Hematology, 83(1) 1-10.
- Engels, F.K., de Jong, F.A. et al. (2007). Medicinal cannabis in oncology. European Journal of Cancer, 43, 2638-2644.
- Guzmán, M., Duarte, M.J. et al. (2006). A pilot clinical study of Δ9-tetrahydrocannbinol in patients with recurrent glioblastoma multiforme. British Journal of Cancer, 95(2), 197-203.
- Hall, W., Christie, M. og Currow, D. (2005). Cannabinoids and cancer: causation, remediation, and palliation. The Lancet Oncology, 6(1), 35-42.
- Hart, S., Fischer, O.M. og Ullrich, A. (2004). Cannabinoids induce cancer cell proliferation via tumor necrosis factor α-converting enzyme (TACE/ADAM17)-mediated transactivation of the epidermal growth factor receptor. Cancer Research, 64, 1943-1950.
- Johnson, J. R., Burnell-Nugent, M. et al. (2010). Multicenter, Double-Blind, Randomized, Placebo-Controlled, Parallel-Group Study of the Efficacy, Safety, and Tolerability of THC:CBD Extract and THC in Patients with Intractable Cancer-Related Pain. Journal of Pain and Symptom Management, 39(2), 167-179.
- Kannabis.is - fræðsluvefur um áhrif kannabis á líkama.
- Madras, B. K. og Hospital, L. (2015). Update of Cannabis and its medical use. World Health Organization, 37th meeting of the Expert Committee on Drug Dependence.
- National Cancer Institute. (2018). Cannabis and Cannabinoids (PDQ), Cancer Information Summaries. Bethesda (MD).
- Sarfaraz, S., Adhami, V. M. et al. (2008). Cannabinoids for Cancer Treatment: Progress and Promise. Cancer Research, 68(2), 339-342.
- Todaro, B. (2012). Cannabinoids in the treatment of chemotherapy-induced nausea and vomiting. Journal of the Natural Comprehensive Cancer Network, 10(4), 487-492.
- Velasco, G., Sánchez, C. og Guzmán, M. (2012). Towards the use of cannabinoids as antitumour agents. Nature Reviews Cancer, 12(6), 436-444.
- Kannabisplanta: Public Domain Pictures - Cannabis Sativa Plant. (Sótt 4.9.2018).
- Kannabis töflur:Wikipedia - Medicinal cannabis in the United States. (Sótt 4.9.2018).