Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur kannabis læknað krabbamein?

Lára G. Sigurðardóttir

Upprunaleg spurning Helgu var:

Læknar kannabis krabbamein alveg? Ef svo er, hvað er mikið thc í kannabisinu?

Og Kristinn spurði:

Er til einhver sönnun um að kannabisplanta dragi úr vexti eða drepi krabbameinsfrumur?

Lækningamætti kannabis er reglulega lýst í fjölmiðlum og á Internetinu. Sumir telja að lyfjafyrirtæki hylmi yfir lækningamátt kannabis og fullyrða að kannabis sé töfralyf gegn krabbameinum og fleiri sjúkdómum. Þegar betur er að gáð eru sjaldnast áreiðanlegar heimildir um lækningu krabbameina á bak við þessar sögur.

Mikilvægt er að hafa í huga að krabbamein er orð sem nær yfir um 200 mismunandi sjúkdóma sem allir eru meðhöndlaðir á sinn hátt. Auk þess geta tveir einstaklingar sem greinast með sama krabbamein þurft ólíka meðferð. Ef kannabis læknaði krabbamein (alveg eða að hluta) þá myndi það því lækna yfir 200 sjúkdóma!

Sumar rannsóknir á frumum í tilraunaglasi og tilraunadýrum sýna að efni sem finnast í kannabisplöntunni geta hægt á krabbameinsvexti en aðrar rannsóknir hafa sýnt þveröfug áhrif.

Til að skera úr um hvort kannabis hafi raunverulegan lækningamátt þarf að liggja fyrir fjöldi rannsókna. Fyrst þarf að sýna fram á að efnið hindri krabbameinsvöxt með forklínískum rannsóknum, það er rannsóknum á frumum í tilraunaglösum og lifandi dýrum. Ef niðurstöður slíkra rannsókna sýna að mestu fram á virkni gegn krabbameini þá er næsta skref að gera tilraunir á fólki. Til þess að kannabis yrði samþykkt sem lyf gegn krabbameini þyrfti það að virka betur en sú meðferð sem þegar er til staðar og vera öruggt fyrir sjúklinginn, það er valda ekki óæskilegum aukaverkunum. Krabbameinsmeðferðir sem notaðar eru í dag byggja á lyfjum sem hafa staðist slíkar prófanir og sýnt hefur verið fram á að þau skili árangri.

Kannabis inniheldur meira en 60 kannabínóíð og hafa vísindamenn einkum einblínt á tvö efni úr kannabisplöntunni: delta-9-tetrahydrocannabinol (THC) og cannabidiol (CBD). THC hefur líklega fengið mesta athygli því það veldur mestu geðhrifunum, það er mestri vímunni en efnið CBD verkar hins vegar gegn áhrifum THC og veldur ekki vímu.

Rannsóknir á kannabis sem lyfi gegn krabbameini hafa hingað til aðallega verið gerðar á frumum í tilraunaglasi og á tilraunadýrum eins og músum og rottum. Sumar rannsóknir sýna að efni sem finna má í kannabisplöntunni (Cannabis sativa) geta hægt á krabbameinsvexti en aðrar hafa leitt í ljós þveröfug áhrif, það er efnin örva krabbameinsvöxt. Ekki er óalgengt að efnin séu gefin í ofurskömmtum í þessum rannsóknum sem ekki væri raunhæft að gefa nokkurri manneskju. Ofurskammtarnir mundu til að mynda samsvara því að einstaklingur þyrfti að reykja 1.000 jónur á dag. Það er því ekki hægt að leggja að jöfnu rannsóknir á frumum í tilraunaglösum eða dýrum við flókin líffærakerfi manna. Þessar frumrannsóknir hafa ekki sýnt fram á nógu sterkar vísbendingar um lækningamátt kannabis til að réttlæta almennt prófanir á mönnum. Sem dæmi hefur THC reynst bæði örva og hindra krabbameinsvöxt eins og fyrr sagði og í einni rannsókn þar sem THC var dælt inn í heilaæxli kom í ljós að það jók ekki lífslíkur sjúklinga.

Í sumum löndum er kannabis (þá einangrað THC og/eða CBD í lyfjaformi sem töflur eða munnúði) einstaka sinnum gefið sjúklingum á lokastigi krabbameins í þeim tilgangi að láta viðkomandi líða betur. Hér má sjá gamalt lyfjaglas sem inniheldur töflur gerðar úr efnum í kannabisi. Glasið er geymt á safni í Amsterdam.

Enn sem komið er eru því engar haldbærar vísbendingar um að kannabis geti læknað krabbamein hjá mönnum. Í sumum löndum er kannabis (þá einangrað THC og/eða CBD í lyfjaformi sem töflur eða munnúði) einstaka sinnum gefið sjúklingum á lokastigi krabbameins í þeim tilgangi að viðkomandi líði betur og verkir minnki, að sjúklingurinn fái aukna matarlyst eða til að slá á ógleði og uppköst. Þessi meðferð hefur hins vegar ekki lengt líf sjúklinganna. Í þessum tilfellum er THC gjarnan gefið í styrkleikanum 2,7 milligrömm á skammt, allt að 32 milligrömmum á dag, og CBD er gefið í aðeins vægari skömmtum eða 2,5 milligrömm á skammt og allt að 30 milligrömmum á dag.

Að lokum er gott að hafa í huga að þegar talað er um kannabis sem lækningameðal er oftast átt við kannabis í formi hampolíu, kannabisolíu eða efni sem finnast í kannabisplöntunni (einangruð úr plöntunni eða tilbúin í verksmiðju) og því mikilvægt er að gera greinarmun á þessum vörum og kannabisi sem selt er á götumarkaði því efnin geta verið mjög ólík.

Heimildir:
  • Ashton, C.H. (2001). Pharmacology and effects of cannabis: a brief review. The British Journal of Psychiatry: The Journal of Mental Science. 178(2), 101-106.
  • Bowles, D.W., O'Bryant, C.L. et al. (2012). The intersection between cannabis and cancer in the United States. Critical Reviews in Oncology/Hematology, 83(1) 1-10.
  • Engels, F.K., de Jong, F.A. et al. (2007). Medicinal cannabis in oncology. European Journal of Cancer, 43, 2638-2644.
  • Guzmán, M., Duarte, M.J. et al. (2006). A pilot clinical study of Δ9-tetrahydrocannbinol in patients with recurrent glioblastoma multiforme. British Journal of Cancer, 95(2), 197-203.
  • Hall, W., Christie, M. og Currow, D. (2005). Cannabinoids and cancer: causation, remediation, and palliation. The Lancet Oncology, 6(1), 35-42.
  • Hart, S., Fischer, O.M. og Ullrich, A. (2004). Cannabinoids induce cancer cell proliferation via tumor necrosis factor α-converting enzyme (TACE/ADAM17)-mediated transactivation of the epidermal growth factor receptor. Cancer Research, 64, 1943-1950.
  • Johnson, J. R., Burnell-Nugent, M. et al. (2010). Multicenter, Double-Blind, Randomized, Placebo-Controlled, Parallel-Group Study of the Efficacy, Safety, and Tolerability of THC:CBD Extract and THC in Patients with Intractable Cancer-Related Pain. Journal of Pain and Symptom Management, 39(2), 167-179.
  • Kannabis.is - fræðsluvefur um áhrif kannabis á líkama.
  • Madras, B. K. og Hospital, L. (2015). Update of Cannabis and its medical use. World Health Organization, 37th meeting of the Expert Committee on Drug Dependence.
  • National Cancer Institute. (2018). Cannabis and Cannabinoids (PDQ), Cancer Information Summaries. Bethesda (MD).
  • Sarfaraz, S., Adhami, V. M. et al. (2008). Cannabinoids for Cancer Treatment: Progress and Promise. Cancer Research, 68(2), 339-342.
  • Todaro, B. (2012). Cannabinoids in the treatment of chemotherapy-induced nausea and vomiting. Journal of the Natural Comprehensive Cancer Network, 10(4), 487-492.
  • Velasco, G., Sánchez, C. og Guzmán, M. (2012). Towards the use of cannabinoids as antitumour agents. Nature Reviews Cancer, 12(6), 436-444.

Myndir:

Höfundur

Lára G. Sigurðardóttir

læknir og doktor í lýðheilsuvísindum

Útgáfudagur

18.9.2018

Spyrjandi

Helga Bjarnad., Kristinn Viðar

Tilvísun

Lára G. Sigurðardóttir. „Getur kannabis læknað krabbamein?“ Vísindavefurinn, 18. september 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67403.

Lára G. Sigurðardóttir. (2018, 18. september). Getur kannabis læknað krabbamein? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67403

Lára G. Sigurðardóttir. „Getur kannabis læknað krabbamein?“ Vísindavefurinn. 18. sep. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67403>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur kannabis læknað krabbamein?
Upprunaleg spurning Helgu var:

Læknar kannabis krabbamein alveg? Ef svo er, hvað er mikið thc í kannabisinu?

Og Kristinn spurði:

Er til einhver sönnun um að kannabisplanta dragi úr vexti eða drepi krabbameinsfrumur?

Lækningamætti kannabis er reglulega lýst í fjölmiðlum og á Internetinu. Sumir telja að lyfjafyrirtæki hylmi yfir lækningamátt kannabis og fullyrða að kannabis sé töfralyf gegn krabbameinum og fleiri sjúkdómum. Þegar betur er að gáð eru sjaldnast áreiðanlegar heimildir um lækningu krabbameina á bak við þessar sögur.

Mikilvægt er að hafa í huga að krabbamein er orð sem nær yfir um 200 mismunandi sjúkdóma sem allir eru meðhöndlaðir á sinn hátt. Auk þess geta tveir einstaklingar sem greinast með sama krabbamein þurft ólíka meðferð. Ef kannabis læknaði krabbamein (alveg eða að hluta) þá myndi það því lækna yfir 200 sjúkdóma!

Sumar rannsóknir á frumum í tilraunaglasi og tilraunadýrum sýna að efni sem finnast í kannabisplöntunni geta hægt á krabbameinsvexti en aðrar rannsóknir hafa sýnt þveröfug áhrif.

Til að skera úr um hvort kannabis hafi raunverulegan lækningamátt þarf að liggja fyrir fjöldi rannsókna. Fyrst þarf að sýna fram á að efnið hindri krabbameinsvöxt með forklínískum rannsóknum, það er rannsóknum á frumum í tilraunaglösum og lifandi dýrum. Ef niðurstöður slíkra rannsókna sýna að mestu fram á virkni gegn krabbameini þá er næsta skref að gera tilraunir á fólki. Til þess að kannabis yrði samþykkt sem lyf gegn krabbameini þyrfti það að virka betur en sú meðferð sem þegar er til staðar og vera öruggt fyrir sjúklinginn, það er valda ekki óæskilegum aukaverkunum. Krabbameinsmeðferðir sem notaðar eru í dag byggja á lyfjum sem hafa staðist slíkar prófanir og sýnt hefur verið fram á að þau skili árangri.

Kannabis inniheldur meira en 60 kannabínóíð og hafa vísindamenn einkum einblínt á tvö efni úr kannabisplöntunni: delta-9-tetrahydrocannabinol (THC) og cannabidiol (CBD). THC hefur líklega fengið mesta athygli því það veldur mestu geðhrifunum, það er mestri vímunni en efnið CBD verkar hins vegar gegn áhrifum THC og veldur ekki vímu.

Rannsóknir á kannabis sem lyfi gegn krabbameini hafa hingað til aðallega verið gerðar á frumum í tilraunaglasi og á tilraunadýrum eins og músum og rottum. Sumar rannsóknir sýna að efni sem finna má í kannabisplöntunni (Cannabis sativa) geta hægt á krabbameinsvexti en aðrar hafa leitt í ljós þveröfug áhrif, það er efnin örva krabbameinsvöxt. Ekki er óalgengt að efnin séu gefin í ofurskömmtum í þessum rannsóknum sem ekki væri raunhæft að gefa nokkurri manneskju. Ofurskammtarnir mundu til að mynda samsvara því að einstaklingur þyrfti að reykja 1.000 jónur á dag. Það er því ekki hægt að leggja að jöfnu rannsóknir á frumum í tilraunaglösum eða dýrum við flókin líffærakerfi manna. Þessar frumrannsóknir hafa ekki sýnt fram á nógu sterkar vísbendingar um lækningamátt kannabis til að réttlæta almennt prófanir á mönnum. Sem dæmi hefur THC reynst bæði örva og hindra krabbameinsvöxt eins og fyrr sagði og í einni rannsókn þar sem THC var dælt inn í heilaæxli kom í ljós að það jók ekki lífslíkur sjúklinga.

Í sumum löndum er kannabis (þá einangrað THC og/eða CBD í lyfjaformi sem töflur eða munnúði) einstaka sinnum gefið sjúklingum á lokastigi krabbameins í þeim tilgangi að láta viðkomandi líða betur. Hér má sjá gamalt lyfjaglas sem inniheldur töflur gerðar úr efnum í kannabisi. Glasið er geymt á safni í Amsterdam.

Enn sem komið er eru því engar haldbærar vísbendingar um að kannabis geti læknað krabbamein hjá mönnum. Í sumum löndum er kannabis (þá einangrað THC og/eða CBD í lyfjaformi sem töflur eða munnúði) einstaka sinnum gefið sjúklingum á lokastigi krabbameins í þeim tilgangi að viðkomandi líði betur og verkir minnki, að sjúklingurinn fái aukna matarlyst eða til að slá á ógleði og uppköst. Þessi meðferð hefur hins vegar ekki lengt líf sjúklinganna. Í þessum tilfellum er THC gjarnan gefið í styrkleikanum 2,7 milligrömm á skammt, allt að 32 milligrömmum á dag, og CBD er gefið í aðeins vægari skömmtum eða 2,5 milligrömm á skammt og allt að 30 milligrömmum á dag.

Að lokum er gott að hafa í huga að þegar talað er um kannabis sem lækningameðal er oftast átt við kannabis í formi hampolíu, kannabisolíu eða efni sem finnast í kannabisplöntunni (einangruð úr plöntunni eða tilbúin í verksmiðju) og því mikilvægt er að gera greinarmun á þessum vörum og kannabisi sem selt er á götumarkaði því efnin geta verið mjög ólík.

Heimildir:
  • Ashton, C.H. (2001). Pharmacology and effects of cannabis: a brief review. The British Journal of Psychiatry: The Journal of Mental Science. 178(2), 101-106.
  • Bowles, D.W., O'Bryant, C.L. et al. (2012). The intersection between cannabis and cancer in the United States. Critical Reviews in Oncology/Hematology, 83(1) 1-10.
  • Engels, F.K., de Jong, F.A. et al. (2007). Medicinal cannabis in oncology. European Journal of Cancer, 43, 2638-2644.
  • Guzmán, M., Duarte, M.J. et al. (2006). A pilot clinical study of Δ9-tetrahydrocannbinol in patients with recurrent glioblastoma multiforme. British Journal of Cancer, 95(2), 197-203.
  • Hall, W., Christie, M. og Currow, D. (2005). Cannabinoids and cancer: causation, remediation, and palliation. The Lancet Oncology, 6(1), 35-42.
  • Hart, S., Fischer, O.M. og Ullrich, A. (2004). Cannabinoids induce cancer cell proliferation via tumor necrosis factor α-converting enzyme (TACE/ADAM17)-mediated transactivation of the epidermal growth factor receptor. Cancer Research, 64, 1943-1950.
  • Johnson, J. R., Burnell-Nugent, M. et al. (2010). Multicenter, Double-Blind, Randomized, Placebo-Controlled, Parallel-Group Study of the Efficacy, Safety, and Tolerability of THC:CBD Extract and THC in Patients with Intractable Cancer-Related Pain. Journal of Pain and Symptom Management, 39(2), 167-179.
  • Kannabis.is - fræðsluvefur um áhrif kannabis á líkama.
  • Madras, B. K. og Hospital, L. (2015). Update of Cannabis and its medical use. World Health Organization, 37th meeting of the Expert Committee on Drug Dependence.
  • National Cancer Institute. (2018). Cannabis and Cannabinoids (PDQ), Cancer Information Summaries. Bethesda (MD).
  • Sarfaraz, S., Adhami, V. M. et al. (2008). Cannabinoids for Cancer Treatment: Progress and Promise. Cancer Research, 68(2), 339-342.
  • Todaro, B. (2012). Cannabinoids in the treatment of chemotherapy-induced nausea and vomiting. Journal of the Natural Comprehensive Cancer Network, 10(4), 487-492.
  • Velasco, G., Sánchez, C. og Guzmán, M. (2012). Towards the use of cannabinoids as antitumour agents. Nature Reviews Cancer, 12(6), 436-444.

Myndir:

...