Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu margir reykja?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir



Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) er talið að undir lok síðustu aldar hafi að minnsta kosti þriðjungur allra jarðarbúa fimmtán ára og eldri reykt.

Tíðni reykinga er mjög breytileg á milli landa en almennt er hlutfall þeirra sem reykja nokkuð hærra í þróunarlöndum og í löndum Austur-Evrópu en á Vesturlöndum. Eftirfarandi tafla sýnir hlutfall fullorðinna sem reykja, bæði karla og kvenna, í þeim 15 löndum þar sem mest er reykt.

 LandAllsKarlarKonur
1.Nárú546147
2.Gínea51,759,543,8
3.Namibía506535
4.Kenía49,466,831,9
5.Bosnía og Hersegóvína48--
6.Júgóslavía475242
7.Mongólía46,767,825,5
8.Jemen44,56029
9.Saó Tóme og Prinsípe44,1--
10.Tyrkland4460-6520-24
11.Rúmenía43,56225
12.Slóvakía42,655,130
13.Kíribatí4256,532,3
14.Túvalú415131
15.Líbanon40,54635

Karlar eru í miklum meirihluta þeirra sem reykja í heiminum en talið er að næstum milljarður karla reyki daglega. Hlutfall karla sem reykja er mun hærra í þróunarlöndunum, um 50% samanborið við iðnríkin þar sem hlutfallið eru um 35%. Í að minnsta kosti 18 löndum reykja meira en 60% allra fullorðinna karlmanna og fara þar „fremst“ í flokki Mongólía (67,8%), Kína (66,9%), Kenía (66,8%) og Kambódía (66%).

Áætlað er að um 250 milljónir kvenna í heiminum reyki daglega. Öfugt við það sem gerist hjá körlum er mun hærra hlutfall kvenna í iðnríkjum sem reykja eða 22% á móti 9% í þróunarríkjum. Þess má þó geta að margar konur í Suður-Asíu tyggja tóbak en þær teljast ekki með hér þar sem þessar tölur ná eingöngu yfir reykingar en ekki alla tóbaksnotkun.

Í að minnsta kosti 17 löndum er hlutfall kvenna sem reykja yfir 30%. Þótt konur í þróunarlöndunum reyki almennt minna en kynsystur þeirra annars staðar í heiminum í samanburði við karla eru nokkur þróunarlönd á lista yfir þau lönd þar sem konur reykja hvað mest. Þau lönd þar sem konur reykja mest eru Nárú (47%), Gínea (43,8%), Júgóslavía (42%), Venesúela (39,2%), Líbanon (35%) og Namibía (35%).

Að lokum má geta þess að talið er að fleiri dauðsföll í heiminum megi rekja til tóbaksnotkunar en til alnæmis, eiturlyfja, umferðarslysa, morða og sjálfsvíga samanlagt. Áætlað er að af öllum þeim jarðarbúum sem eru á lífi í dag muni að minnsta kosti hálfur milljarður látast af völdum tóbaks.

Þetta svar er byggt á upplýsingum af heimasíðu The Tobacco Free Initiative sem er sérstakt verkefni á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Nánari upplýsingar er að finna á eftirfarandi undirsíðum:

Mynd: Essential Information - encouraging activism

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

7.4.2003

Spyrjandi

Karen Ýr Bragadóttir, f. 1992

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hversu margir reykja?“ Vísindavefurinn, 7. apríl 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3317.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2003, 7. apríl). Hversu margir reykja? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3317

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hversu margir reykja?“ Vísindavefurinn. 7. apr. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3317>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu margir reykja?


Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) er talið að undir lok síðustu aldar hafi að minnsta kosti þriðjungur allra jarðarbúa fimmtán ára og eldri reykt.

Tíðni reykinga er mjög breytileg á milli landa en almennt er hlutfall þeirra sem reykja nokkuð hærra í þróunarlöndum og í löndum Austur-Evrópu en á Vesturlöndum. Eftirfarandi tafla sýnir hlutfall fullorðinna sem reykja, bæði karla og kvenna, í þeim 15 löndum þar sem mest er reykt.

 LandAllsKarlarKonur
1.Nárú546147
2.Gínea51,759,543,8
3.Namibía506535
4.Kenía49,466,831,9
5.Bosnía og Hersegóvína48--
6.Júgóslavía475242
7.Mongólía46,767,825,5
8.Jemen44,56029
9.Saó Tóme og Prinsípe44,1--
10.Tyrkland4460-6520-24
11.Rúmenía43,56225
12.Slóvakía42,655,130
13.Kíribatí4256,532,3
14.Túvalú415131
15.Líbanon40,54635

Karlar eru í miklum meirihluta þeirra sem reykja í heiminum en talið er að næstum milljarður karla reyki daglega. Hlutfall karla sem reykja er mun hærra í þróunarlöndunum, um 50% samanborið við iðnríkin þar sem hlutfallið eru um 35%. Í að minnsta kosti 18 löndum reykja meira en 60% allra fullorðinna karlmanna og fara þar „fremst“ í flokki Mongólía (67,8%), Kína (66,9%), Kenía (66,8%) og Kambódía (66%).

Áætlað er að um 250 milljónir kvenna í heiminum reyki daglega. Öfugt við það sem gerist hjá körlum er mun hærra hlutfall kvenna í iðnríkjum sem reykja eða 22% á móti 9% í þróunarríkjum. Þess má þó geta að margar konur í Suður-Asíu tyggja tóbak en þær teljast ekki með hér þar sem þessar tölur ná eingöngu yfir reykingar en ekki alla tóbaksnotkun.

Í að minnsta kosti 17 löndum er hlutfall kvenna sem reykja yfir 30%. Þótt konur í þróunarlöndunum reyki almennt minna en kynsystur þeirra annars staðar í heiminum í samanburði við karla eru nokkur þróunarlönd á lista yfir þau lönd þar sem konur reykja hvað mest. Þau lönd þar sem konur reykja mest eru Nárú (47%), Gínea (43,8%), Júgóslavía (42%), Venesúela (39,2%), Líbanon (35%) og Namibía (35%).

Að lokum má geta þess að talið er að fleiri dauðsföll í heiminum megi rekja til tóbaksnotkunar en til alnæmis, eiturlyfja, umferðarslysa, morða og sjálfsvíga samanlagt. Áætlað er að af öllum þeim jarðarbúum sem eru á lífi í dag muni að minnsta kosti hálfur milljarður látast af völdum tóbaks.

Þetta svar er byggt á upplýsingum af heimasíðu The Tobacco Free Initiative sem er sérstakt verkefni á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Nánari upplýsingar er að finna á eftirfarandi undirsíðum:

Mynd: Essential Information - encouraging activism...