Samkvæmt gamalli trú mátti hafa af jötunuxa gagn. Reynt var að halda börnum frá varasömum vatnsbökkum með þeirri sögu að brunnklukkur gætu flogið upp úr vatninu, upp í munn og áfram niður í „maga“ þar sem þær myndu éta lifrina. Það eitt var þá til ráðs að gleypa jötunuxa sem myndi drepa brunnklukkuna. Ekki verður lagt mat á ágæti þeirrar ráðleggingar hér. Hér á landi finnst jötunuxi á láglendi um land allt. Hann hefur einnig fundist í Hvannalindum norðan Vatnajökuls, væntanlega sem flækingur með vindum. Heimildir:
- Anderson, F.W. & P. Falk 1935. Observations of the ecology of the central desert of Iceland. Journ. of Ecology 23: 406–421.
- Larsson, S.G. & Geir Gígja 1959. Coleoptera 1. Synopsis. Zoology of Iceland III, Part 46a. Munksgaard, Kaupmannahöfn. 218 bls.
- Jötunuxi. © Erling Ólafsson.Sótt 26.8.2009.
Þetta svar er fengið með góðfúslegu leyfi af vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Svarið er birt hér í örlítið breyttri mynd. Upprunalegi textinn er hér og lesendur eru hvattir til að kynna sér hann og afla sér frekari fróðleiks um pöddur.