Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig dó Marilyn Monroe?

Jóhanna Andrea Hjartardóttir, Tinna Rut Hauksdóttir og Katrín Arndís Blomsterberg Magneudóttir

Snemma morguns þann 5. ágúst árið 1962 fannst bandaríska kvikmyndastjarnan Marylin Monroe látin á heimili sínu í Brentwood-hverfi í Los Angeles. Hún varð 36 ára gömul.


Við hlið líksins fundust tómar flöskur af róandi lyfinu Nembutal (almennt heiti er pentóbarbítal; 5-etýl-5-(1-metýlbútýl)-barbítúrsýra). Dánarorsök var því talin vera of stór lyfjaskammtur. Krufning staðfesti að magn lyfsins í blóði hennar var margfalt yfir hættumörkum. Einnig mældist eitrað magn klóralhýdrats (e. chloral hydrate; 2,2,2-tríklór-1,1-etandíól), sem hefur meðal annars róandi áhrif. Nær öruggt er því að Marilyn hafi látist af of stórum skammti róandi lyfja.

Annað mál er af hverju Marilyn fékk svona stóran lyfjaskammt. Margir telja að hún hafi viljandi tekið of mikið af lyfjum og framið þannig sjálfsvíg. Aðrir telja að hún hafi óvart tekið of stóran skammt, enda var hún orðin háð svefnlyfjum og svaf illa eða ekkert án þeirra. Það sem mælir gegn hvoru tveggja er að engar leifar af pillunum sem Marilyn var sögð hafa tekið fundust í maga hennar við uppskurð.

Þetta, ásamt fleiri atriðum, hefur vakið miklar grunsemdir og alls konar samsæriskenningar hafa komist á kreik. Sérstaklega vinsælar eru hugmyndir um að Kennedyfjölskyldan hafi á einhvern hátt komið að dauða hennar, en Marilyn er sögð hafa átt í leynilegu ástarsambandi við bæði John F. Kennedy Bandaríkjaforseta og Robert F. Kennedy yngri bróður hans. Einnig eru kenningar um að dauði Marilyn hafi verið vegna hræðilegra læknamistaka sem síðan var reynt að hylma yfir. Líklega verður þó aldrei komist almennilega til botns í málinu.

Marilyn Monroe var borin til grafar þann 8. ágúst árið 1962. Hún hvílir nú í kirkjugarði í Los Angeles.


Gröf Marilyn Monroe.

Heimildir og myndir


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006. HMS, starfsmaður Vísindavefsins, aðstoðaði við gerð svarsins.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

14.7.2006

Spyrjandi

Svala Rut, f. 1990

Tilvísun

Jóhanna Andrea Hjartardóttir, Tinna Rut Hauksdóttir og Katrín Arndís Blomsterberg Magneudóttir. „Hvernig dó Marilyn Monroe?“ Vísindavefurinn, 14. júlí 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6062.

Jóhanna Andrea Hjartardóttir, Tinna Rut Hauksdóttir og Katrín Arndís Blomsterberg Magneudóttir. (2006, 14. júlí). Hvernig dó Marilyn Monroe? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6062

Jóhanna Andrea Hjartardóttir, Tinna Rut Hauksdóttir og Katrín Arndís Blomsterberg Magneudóttir. „Hvernig dó Marilyn Monroe?“ Vísindavefurinn. 14. júl. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6062>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig dó Marilyn Monroe?
Snemma morguns þann 5. ágúst árið 1962 fannst bandaríska kvikmyndastjarnan Marylin Monroe látin á heimili sínu í Brentwood-hverfi í Los Angeles. Hún varð 36 ára gömul.


Við hlið líksins fundust tómar flöskur af róandi lyfinu Nembutal (almennt heiti er pentóbarbítal; 5-etýl-5-(1-metýlbútýl)-barbítúrsýra). Dánarorsök var því talin vera of stór lyfjaskammtur. Krufning staðfesti að magn lyfsins í blóði hennar var margfalt yfir hættumörkum. Einnig mældist eitrað magn klóralhýdrats (e. chloral hydrate; 2,2,2-tríklór-1,1-etandíól), sem hefur meðal annars róandi áhrif. Nær öruggt er því að Marilyn hafi látist af of stórum skammti róandi lyfja.

Annað mál er af hverju Marilyn fékk svona stóran lyfjaskammt. Margir telja að hún hafi viljandi tekið of mikið af lyfjum og framið þannig sjálfsvíg. Aðrir telja að hún hafi óvart tekið of stóran skammt, enda var hún orðin háð svefnlyfjum og svaf illa eða ekkert án þeirra. Það sem mælir gegn hvoru tveggja er að engar leifar af pillunum sem Marilyn var sögð hafa tekið fundust í maga hennar við uppskurð.

Þetta, ásamt fleiri atriðum, hefur vakið miklar grunsemdir og alls konar samsæriskenningar hafa komist á kreik. Sérstaklega vinsælar eru hugmyndir um að Kennedyfjölskyldan hafi á einhvern hátt komið að dauða hennar, en Marilyn er sögð hafa átt í leynilegu ástarsambandi við bæði John F. Kennedy Bandaríkjaforseta og Robert F. Kennedy yngri bróður hans. Einnig eru kenningar um að dauði Marilyn hafi verið vegna hræðilegra læknamistaka sem síðan var reynt að hylma yfir. Líklega verður þó aldrei komist almennilega til botns í málinu.

Marilyn Monroe var borin til grafar þann 8. ágúst árið 1962. Hún hvílir nú í kirkjugarði í Los Angeles.


Gröf Marilyn Monroe.

Heimildir og myndir


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006. HMS, starfsmaður Vísindavefsins, aðstoðaði við gerð svarsins....