Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1211 svör fundust
Ágætu vísindamenn, hvert er flatarmál þess sem í daglegu tali nefnist miðhálendi Íslands?
Ekki er til eitt opinbert og algilt svar við því hvert er flatarmál miðhálendis Íslands. Það helgast af því að afmörkun miðhálendisins, og þar með stærð, er ekki endilega sú sama í hugum allra sem um það fjalla. Þeir sem selja ferðamönnum ferðir um miðhálendi Íslands hafa til að mynda ekki endilega nákvæmlega sömu...
Hversu margir sæstrengir liggja til og frá Íslandi?
Hugtakið sæstrengur (e. submarine communications cable) er notað um strengi sem liggja neðansjávar og leiða rafmagn eða rafrænar upplýsingar. Elstu sæstrengir voru lagðir um miðja 19. öld og miðluðu símskeytum (e. telegraphy) en nútíma sæstrengir eru ljósleiðarar. Frá Íslandi liggja nú fjórir sæstrengir sem sjá...
Getur geimveður haft áhrif á jörðina og GPS-mælingar?
Geimveður hefur ýmis áhrif á jörðina. Þegar hraðfleygur segulmagnaður sólvindur skellur á og hristir upp í segulsviði jarðar geysa öflugir segulstormar. Við það geta spanast upp straumar í iðrum jarðar sem geta slegið út raforkukerfi og þannig valdið rafmagnsleysi. Straumarnir hraða líka tæringu á olíuleiðslum og ...
Hvernig fer ég að því að reikna út uppgufun úr sundlauginni okkar?
Spurningin öll hljóðaði svona: Við erum með sundlaug sem er 13 x 25 metrar sem er 29 gráður og vantar að vita hvað margir lítrar gufa upp á 24 tímum. Vatnsmagnið í lauginni er 400.000 lítrar. Ágætt væri að miða við ca 8 gráðu lofthita. Flestir hafa tekið eftir því að blautir hlutir þorna að lokum ef þeir er...
Er hægt að koma efnisögnum á meiri hraða en ljóshraða? Ef ekki, verður þá hægt að rannsaka svokölluð svarthol?
Samkvæmt almennu afstæðiskenningunni er ekki hægt að koma neinum fyrirbærum á hraða sem er meiri en hraði ljóssins í tómi. Afstæðiskenning Einsteins hefur nú verið staðfest það vel að eðlisfræðingar líta svo á að hún sé rétt og því sé ómögulegt að koma ögnum á meiri hraða. Auk þess gildir að agnir sem hafa kyrrstö...
Hvers vegna er ekki öllum bókum raðað eftir nafni höfundar?
Hvernig skyldi standa á því að höfunda/r er stundum ekki getið á riti? Væri þá ekki samt sem áður hægt að finna út hver höfundur er? Og hvernig stendur á því að ekki er ávallt skráð á höfunda sem tilgreindir eru? Því er til að svara, að höfundar elstu ritverka litu stundum ekki á sig sem höfunda, heldur töldu ...
Hvernig er markaðsvirði fyrirtækis reiknað út?
Þegar finna á markaðsvirði félaga er spurning hvort um sé að ræða félag sem er skráð á hlutabréfamarkaði eða félag sem ekki er skráð á hlutabréfamarkaði. Markaðsvirði hlutafélags sem er skráð á hlutabréfamarkaði er fundið með því að margfalda saman nafnvirði útgefins hlutafjár og gengi hlutabréfa fyrirtækisins....
Hvernig eru húðflúr fjarlægð og hver er sagan á bak við slíkar aðgerðir?
Þegar húðflúr er búið til er litarefnum sprautað djúpt inn í húðina um lítil göt sem gerð eru á húðþekjuna. Litaragnirnar eru það stórar að átfrumur líkamans ná ekki að fjarlægja þær. Litarefnin, og þar með húðflúrið, sitja því þar það sem eftir er ævinnar nema sérstakar aðgerðir komi til. Til eru nokkrar aðfe...
Af hverju heyrast skruðningar í örgjörvanum þegar hann vinnur mikið?
Skruðningarnir sem heyrast stundum í tölvum þegar mikið er á þær lagt koma alls ekki frá örgjörvanum heldur frá harða diskinum í tölvunni. Örgjörvar eru algjörlega hljóðlausir og eina hljóðið sem rekja má til þeirra er hljóðið í viftunni sem flytur loft til eða frá kælikubbnum sem er við örgjörvann. Ástæða þ...
Var Kleópatra til? Ef svo er, hvar hvílir hún?
Vissulega var Kleópatra til og margar heimildir eru til um hina einu sönnu Kleópötru (þá sjöundu í röð egypskra drottninga sem báru það nafn). Sagnfræðingar deila nokkuð um áreiðanleika þessara heimilda og ýmsar þeirra hafa á sér þjóðsagnakenndan blæ. Listamenn hafa sótt sér efnivið í þann arf, þeirra á meðal Will...
Hvaða dýr eru í allra mestri útrýmingarhættu?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvaða dýr eru núna í útrýmingarhættu? Höfundur þessa svars hefur þegar svarað nokkrum spurningum á Vísindavefnum um sjaldgæf dýr og dýr í útrýmingarhættu:Hversu margar tegundir af dýrum eru í útrýmingarhættu í dag og af hverju?Hvert er sjaldgæfasta spendýr í heimi?Hvaða sjávardýr...
Hvað er ofsakláði?
Ofsakláði (urticaria) er húðsjúkdómur sem hrjáir allt að 20% fullorðins fólks einhvern tíma á ævinni. Við ofsakláða losnar efnið histamín í húð og veldur miklum kláða og ljósum eða rauðum upphleyptum útbrotum. Þessu fylgja stundum liðverkir, magaverkir, vægur hiti og bólgur í lófum og á iljum. Eitt af einkennum...
Verða kettir veikir og hvaða sjúkdómseinkenni fá þeir þá?
Kettir geta veikst rétt eins og öll önnur dýr. Margir vel þekktir sjúkdómar leggjast á ketti, bæði smitsjúkdómar og sjúkdómar af erfðafræðilegum toga. Meðal helstu einkenna sem koma fram hjá veikum ketti eru minni matarlyst og aukin svefnþörf. Kettir eru í eðli sínu afar íhaldssamir og því getur verið auðvelt...
Gætu snæhérar lifað á Íslandi?
Það er ágætt að byrja á því að leiðrétta algengan misskilning á nafngiftum snæhéra. Samkvæmt Dýra- og plöntuorðabók Óskars Ingimarssonar er latneskt heiti snæhérans Lepus timidus. Tegundin Lepus americanus er hins vegar oft nefnd snæheri, en samkvæmt Dýra- og plöntuorðabókinni heitir hún í raun snjóþrúguhéri eða á...
Af hverju fer Plútó aðra leið, er hún í öðru sólkerfi?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...