Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur geimveður haft áhrif á jörðina og GPS-mælingar?

Sævar Helgi Bragason

Geimveður hefur ýmis áhrif á jörðina. Þegar hraðfleygur segulmagnaður sólvindur skellur á og hristir upp í segulsviði jarðar geysa öflugir segulstormar. Við það geta spanast upp straumar í iðrum jarðar sem geta slegið út raforkukerfi og þannig valdið rafmagnsleysi. Straumarnir hraða líka tæringu á olíuleiðslum og valda truflunum á sæstrengjum.

Þegar sólvindurinn lemur á andrúmsloftinu hitnar það og þenst út. Þá eykst loftmótstaða við gervitungl svo þau missa hæð og geta fallið fyrr til jarðar. Það gerðist til að mynda í febrúar 2022 þegar 40 Starlink-gervitungl féllu til jarðar eftir lítilsháttar segulstorm.

Skýringarmynd sem sýnir ýmis áhrif segulmagnaðra sólvinda á jörðina.

Áhrif geimveðurs á GPS-mælingar, til dæmis á landris, má rekja til þess að segulstormar hafa truflandi áhrif á jónahvolfið. Jónahvolfið er eins og hafsjór sem er stundum lygn en á meðan öflugum segulstormi stendur verður það eins og ólgusjór. Ókyrrðin truflar merkjasendingar sem fara á milli GPS-gervitungla og móttakarans. Móttakararnir ná varla að tengjast vel við gervitunglin svo upplýsingar verða óáreiðanlegar. Skekkjan getur numið tugum metra eða meira.

Sýnilegustu áhrif geimveðurs eru auðvitað glæsileg norðurljós. Svo heppilega vill til að norðurljósin eru tíðust ári eða tveimur eftir hámark sólblettasveiflunnar. Því má gera ráð fyrir því, að árin 2026-2029 eða svo verði mikil norðurljósaár.

Myndir:

Þetta svar birtist upphaflega á Facebooksíðu Stjörnufræðivefsins og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

24.7.2024

Spyrjandi

Daði

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Getur geimveður haft áhrif á jörðina og GPS-mælingar?“ Vísindavefurinn, 24. júlí 2024, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86664.

Sævar Helgi Bragason. (2024, 24. júlí). Getur geimveður haft áhrif á jörðina og GPS-mælingar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86664

Sævar Helgi Bragason. „Getur geimveður haft áhrif á jörðina og GPS-mælingar?“ Vísindavefurinn. 24. júl. 2024. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86664>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur geimveður haft áhrif á jörðina og GPS-mælingar?
Geimveður hefur ýmis áhrif á jörðina. Þegar hraðfleygur segulmagnaður sólvindur skellur á og hristir upp í segulsviði jarðar geysa öflugir segulstormar. Við það geta spanast upp straumar í iðrum jarðar sem geta slegið út raforkukerfi og þannig valdið rafmagnsleysi. Straumarnir hraða líka tæringu á olíuleiðslum og valda truflunum á sæstrengjum.

Þegar sólvindurinn lemur á andrúmsloftinu hitnar það og þenst út. Þá eykst loftmótstaða við gervitungl svo þau missa hæð og geta fallið fyrr til jarðar. Það gerðist til að mynda í febrúar 2022 þegar 40 Starlink-gervitungl féllu til jarðar eftir lítilsháttar segulstorm.

Skýringarmynd sem sýnir ýmis áhrif segulmagnaðra sólvinda á jörðina.

Áhrif geimveðurs á GPS-mælingar, til dæmis á landris, má rekja til þess að segulstormar hafa truflandi áhrif á jónahvolfið. Jónahvolfið er eins og hafsjór sem er stundum lygn en á meðan öflugum segulstormi stendur verður það eins og ólgusjór. Ókyrrðin truflar merkjasendingar sem fara á milli GPS-gervitungla og móttakarans. Móttakararnir ná varla að tengjast vel við gervitunglin svo upplýsingar verða óáreiðanlegar. Skekkjan getur numið tugum metra eða meira.

Sýnilegustu áhrif geimveðurs eru auðvitað glæsileg norðurljós. Svo heppilega vill til að norðurljósin eru tíðust ári eða tveimur eftir hámark sólblettasveiflunnar. Því má gera ráð fyrir því, að árin 2026-2029 eða svo verði mikil norðurljósaár.

Myndir:

Þetta svar birtist upphaflega á Facebooksíðu Stjörnufræðivefsins og er birt hér með góðfúslegu leyfi....