Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Skruðningarnir sem heyrast stundum í tölvum þegar mikið er á þær lagt koma alls ekki frá örgjörvanum heldur frá harða diskinum í tölvunni.
Örgjörvar eru algjörlega hljóðlausir og eina hljóðið sem rekja má til þeirra er hljóðið í viftunni sem flytur loft til eða frá kælikubbnum sem er við örgjörvann.
Ástæða þess að skruðningar heyrast stundum í harða disknum þegar tölvan starfar er sú að vinnsluminni tölvunnar er þá ekki nægilegt. Þegar tölvan er látin keyra tiltekið forrit er ákveðið pláss í vinnsluminni tölvunnar tekið frá fyrir forritið. Þegar sífellt fleiri forrit eru ræst fyllist vinnsluminnið að lokum og þegar nýtt forrit er keyrt eftir það er ekki pláss fyrir það í vinnsluminninu. Í stað þess að neita því að keyra nýja forritið grípur tölvan til þess ráðs að færa eldri upplýsingar í vinnsluminni yfir á harða diskinn. Ef grípa þarf til eldri upplýsinganna á ný þarf tölvan að ná í þær á harða diskinn og flytja annan hluta vinnsluminnis yfir á harða diskinn. Þessar tilfæringar kosta mikla hreyfingu á leshausum harða disksins og það er sú hreyfing sem gefur frá sér brakið sem við heyrum.
Harðir diskar eru reyndar sífellt að verða hljóðlátari en þegar tölvunotendur eru farnir að heyra mikla skruðninga í disknum í þungri vinnslu, er ef til vill ráð að bæta við vinnsluminni. Það minnkar álag á harða diskinn og flýtir líka fyrir vinnslu, enda er vinnsluminnið margfalt hraðvirkara en harði diskurinn.
Efri myndin sýnir harðan disk en sú neðri vinnsluminni. Þær eru fengnar hjá PCGuide.com og Crucial.comFrekara lesefni af Vísindavefnum
Einar Örn Þorvaldsson. „Af hverju heyrast skruðningar í örgjörvanum þegar hann vinnur mikið?“ Vísindavefurinn, 19. september 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2727.
Einar Örn Þorvaldsson. (2002, 19. september). Af hverju heyrast skruðningar í örgjörvanum þegar hann vinnur mikið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2727
Einar Örn Þorvaldsson. „Af hverju heyrast skruðningar í örgjörvanum þegar hann vinnur mikið?“ Vísindavefurinn. 19. sep. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2727>.