Hins vegar hafa allflestar tölvur einnig svokallað ytra minni, sem getur verið harðir diskar, disklingastöðvar, segulbandsstöðvar og margt fleira. Innra minni er mun dýrara en ytra minni, en jafnframt mun hraðvirkara. Í flestum tölvum týnist allt innihald innra minnis þegar slökkt er á tölvunni, en innihald ytra minnis, svo sem harðdiska, helst óbreytt. Frekara lesefni af Vísindavefnum:
- Hvernig verka disklingar og harðir diskar í tölvum? eftir Hildi Guðmundsdóttur
- Er það rétt að afkastageta tölva aukist þegar innra minni er stækkað? eftir Bergþór Jónsson
- Hvaða tölva er öflugust eins og er og hve öflug er hún? eftir Bergþór Jónssson