Afmörkun þess svæðis byggir á lögum nr. 73/1993, sem var breyting við skipulagslög nr. 19/1964. Þar segir að miðhálendi Íslands sé „svæði sem afmarkast í aðalatriðum af línu sem dregin verður milli heimalanda og afrétta.“ Í kafla 1.3.3 í gildandi Svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015 er fjallað um skilgreiningu markalínu miðhálendisins og þar segir:
Mörk skipulagssvæðisins voru í upphafi vinnunnar skilgreind sem lína sem í grófum dráttum er dregin á milli heimalanda og afrétta. Síðan endurskoðaði samvinnunefndin markalínu skipulagssvæðisins í samráði við viðkomandi sveitarstjórnir og aðra hlutaðeigandi aðila.Í tengslum við vinnu við gerð svæðisskipulags miðhálendisins var rætt um að skipulagssvæðið væri um 40% af flatarmáli landsins. Ef lesendur vilja nota annað viðmið en markalínu miðhálendis eins og hún kemur fyrir í Svæðisskipulagi Miðhálendis, til dæmis hæð yfir sjávarmáli, þá má benda á vef Landmælinga Íslands www.lmi.is en þar er að finna síðuna „Ísland í tölum“. Þar eru meðal annars upplýsingar um stærð lands eftir hæð yfir sjávarmáli í ferkílómetrum og kemur fram að landsvæði sem eru 601 m.y.s. eða hærri eru 37.700 ferkílómetrar.
- Mörk miðhálendis: unnið upp úr korti í MS ritgerð Kjartans Davíðs Sigurðsson, 2012, Greining landslags í skipulagsvinnu á Íslandi, bls. 33. Gögnin upprunalega komin frá Umhverfisráðuneytinu & Skipulagsstofnun, 1999.
- Hæðakort: Ísland í tölum - Landmælingar Íslands.