Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ágætu vísindamenn, hvert er flatarmál þess sem í daglegu tali nefnist miðhálendi Íslands?

Guðrún Halla Gunnarsdóttir

Ekki er til eitt opinbert og algilt svar við því hvert er flatarmál miðhálendis Íslands. Það helgast af því að afmörkun miðhálendisins, og þar með stærð, er ekki endilega sú sama í hugum allra sem um það fjalla. Þeir sem selja ferðamönnum ferðir um miðhálendi Íslands hafa til að mynda ekki endilega nákvæmlega sömu viðmið og þeir sem fjalla um skipulagsmál á hálendinu.

Margir eiga þó með orðinu „miðhálendi“ við það svæði sem afmarkað er í gildandi Svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015, sem staðfest var af umhverfisráðherra 10. maí 1999.


Mörk skipulagssvæðis miðhálendisins.

Afmörkun þess svæðis byggir á lögum nr. 73/1993, sem var breyting við skipulagslög nr. 19/1964. Þar segir að miðhálendi Íslands sé „svæði sem afmarkast í aðalatriðum af línu sem dregin verður milli heimalanda og afrétta.“ Í kafla 1.3.3 í gildandi Svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015 er fjallað um skilgreiningu markalínu miðhálendisins og þar segir:

Mörk skipulagssvæðisins voru í upphafi vinnunnar skilgreind sem lína sem í grófum dráttum er dregin á milli heimalanda og afrétta. Síðan endurskoðaði samvinnunefndin markalínu skipulagssvæðisins í samráði við viðkomandi sveitarstjórnir og aðra hlutaðeigandi aðila.

Í tengslum við vinnu við gerð svæðisskipulags miðhálendisins var rætt um að skipulagssvæðið væri um 40% af flatarmáli landsins.

Ef lesendur vilja nota annað viðmið en markalínu miðhálendis eins og hún kemur fyrir í Svæðisskipulagi Miðhálendis, til dæmis hæð yfir sjávarmáli, þá má benda á vef Landmælinga Íslands www.lmi.is en þar er að finna síðuna „Ísland í tölum“. Þar eru meðal annars upplýsingar um stærð lands eftir hæð yfir sjávarmáli í ferkílómetrum og kemur fram að landsvæði sem eru 601 m.y.s. eða hærri eru 37.700 ferkílómetrar.

Dökkrauði liturinn sýnir þau svæði sem eru meira en 600 metra yfir sjávarmáli.

Kort:

Höfundur

Guðrún Halla Gunnarsdóttir

landfræðingur og fyrrverandi ritari samvinnunefndar miðhálendisins

Útgáfudagur

12.9.2014

Spyrjandi

Stefán Jón Hafstein

Tilvísun

Guðrún Halla Gunnarsdóttir. „Ágætu vísindamenn, hvert er flatarmál þess sem í daglegu tali nefnist miðhálendi Íslands?“ Vísindavefurinn, 12. september 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67980.

Guðrún Halla Gunnarsdóttir. (2014, 12. september). Ágætu vísindamenn, hvert er flatarmál þess sem í daglegu tali nefnist miðhálendi Íslands? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67980

Guðrún Halla Gunnarsdóttir. „Ágætu vísindamenn, hvert er flatarmál þess sem í daglegu tali nefnist miðhálendi Íslands?“ Vísindavefurinn. 12. sep. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67980>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ágætu vísindamenn, hvert er flatarmál þess sem í daglegu tali nefnist miðhálendi Íslands?
Ekki er til eitt opinbert og algilt svar við því hvert er flatarmál miðhálendis Íslands. Það helgast af því að afmörkun miðhálendisins, og þar með stærð, er ekki endilega sú sama í hugum allra sem um það fjalla. Þeir sem selja ferðamönnum ferðir um miðhálendi Íslands hafa til að mynda ekki endilega nákvæmlega sömu viðmið og þeir sem fjalla um skipulagsmál á hálendinu.

Margir eiga þó með orðinu „miðhálendi“ við það svæði sem afmarkað er í gildandi Svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015, sem staðfest var af umhverfisráðherra 10. maí 1999.


Mörk skipulagssvæðis miðhálendisins.

Afmörkun þess svæðis byggir á lögum nr. 73/1993, sem var breyting við skipulagslög nr. 19/1964. Þar segir að miðhálendi Íslands sé „svæði sem afmarkast í aðalatriðum af línu sem dregin verður milli heimalanda og afrétta.“ Í kafla 1.3.3 í gildandi Svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015 er fjallað um skilgreiningu markalínu miðhálendisins og þar segir:

Mörk skipulagssvæðisins voru í upphafi vinnunnar skilgreind sem lína sem í grófum dráttum er dregin á milli heimalanda og afrétta. Síðan endurskoðaði samvinnunefndin markalínu skipulagssvæðisins í samráði við viðkomandi sveitarstjórnir og aðra hlutaðeigandi aðila.

Í tengslum við vinnu við gerð svæðisskipulags miðhálendisins var rætt um að skipulagssvæðið væri um 40% af flatarmáli landsins.

Ef lesendur vilja nota annað viðmið en markalínu miðhálendis eins og hún kemur fyrir í Svæðisskipulagi Miðhálendis, til dæmis hæð yfir sjávarmáli, þá má benda á vef Landmælinga Íslands www.lmi.is en þar er að finna síðuna „Ísland í tölum“. Þar eru meðal annars upplýsingar um stærð lands eftir hæð yfir sjávarmáli í ferkílómetrum og kemur fram að landsvæði sem eru 601 m.y.s. eða hærri eru 37.700 ferkílómetrar.

Dökkrauði liturinn sýnir þau svæði sem eru meira en 600 metra yfir sjávarmáli.

Kort:

...