Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Ofsakláði (urticaria) er húðsjúkdómur sem hrjáir allt að 20% fullorðins fólks einhvern tíma á ævinni. Við ofsakláða losnar efnið histamín í húð og veldur miklum kláða og ljósum eða rauðum upphleyptum útbrotum. Þessu fylgja stundum liðverkir, magaverkir, vægur hiti og bólgur í lófum og á iljum.
Eitt af einkennum ofsakláða eru upphleypt rauð útbrot.
Algengt er að ofsakláði sé ofnæmisviðbragð, til að mynda við lyfjum, býflugna- eða geitungastungum, ýmiss konar fæðutegundum, litarefnum eða rotvarnarefnum. Þetta veldur oft bráðaeinkennum sem hverfa aftur á nokkrum vikum. Í einstaka tilfellum varir ofsakláði í meira en sex vikur, jafnvel nokkur ár. Orsakir langvarandi ofsakláða finnast ekki alltaf, en mögulegar orsakir eru ýmiss konar ofnæmisvaldar, aðrir sjúkdómar og jafnvel sálrænir þættir. Ofsakláði getur líka stundum komið fram við mikla líkamlega áreynslu, við kulda og vegna núnings, svo sem þegar þröng föt nuddast inn í húðina. Í þessum tilfellum koma útbrotin oft ekki fram fyrr en fólk fer að klóra sér.
Andhistamínlyf eru stundum gefin til að vinna á langvarandi ofsakláða en í flestum öðrum tilvikum er sjúkdómurinn látinn ganga yfir að sjálfu sér. Þeim sem hafa tilhneigingu til að fá ofsakláða er samt gjarnan ráðlagt að forðast matartegundir og lyf sem innihalda salicylsýru (sem finnst meðal annars í ýmsum verkjarlyfjum), rotvarnarefni eða litarefni. Þetta eru ýmsir ávextir, sérstaklega ber eins og jarðarber, bláber og hindber, afurðir ávaxta svo sem sultur, ávaxtasafar og ávaxtajógúrt, ýmsir gosdrykkir, sósur, kartöfluflögur og litað tannkrem. Frekari upplýsingar um rétt og rangt mataræði fyrir fólk með ofsakláða má finna á heimasíðu Steingríms Davíðssonar, húðlæknis, Kvarts ehf.
Frekara lesefni á Vísindavefnum
Ásdís Nína Magnúsdóttir og Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað er ofsakláði?“ Vísindavefurinn, 19. október 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5341.
Ásdís Nína Magnúsdóttir og Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 19. október). Hvað er ofsakláði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5341
Ásdís Nína Magnúsdóttir og Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað er ofsakláði?“ Vísindavefurinn. 19. okt. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5341>.