Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er sóri smitandi?

Bárður Sigurgeirsson og Annemette Oxholm

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Er psóríasis smitandi og hvað kemur fyrir húðina?

Sóri sem einnig hefur verið nefndur psóríasis (e. psoriasis) er langvinnur húðsjúkdómur. Sá sem einu sinni hefur fengið sóraútbrot getur fengið þau aftur og aftur hvenær sem er ævinnar. Mjög mismunandi er hve oft fólk fær útbrot. Sumir hafa meira og minna stöðug einkenni á meðan aðrir fá þau ef til vill einungis á margra ára fresti.

Útbrotin geta birst á margan hátt. Oftast er um að ræða rauðar skellur, örlítið upphleyptar og oft þaktar hvítu hreystri. Þær eru algengastar á stöðum sem verða fyrir álagi svo sem á olnbogum og hnjám. Þessi tegund sóra getur breiðst út og runnið saman í stærri svæði. Oft er um að ræða svipuð útbrot í hársverði sem geta þá leitt til flösu. Á nöglum koma oft fram mismunandi breytingar. Ein tegundin minnir á yfirborð fingurbjargar, í öðrum tilvikum losna neglurnar frá eða þykkna og einnig getur verið um að ræða gulleit svæði líkt og olíudropar séu undir nöglinni.



Önnur gerð sóra brýst oft fram við sýkingar í hálsi. Þá er um að ræða sérstaka gerð útbrota, svokallað dropasóra (e. guttate psoriasis). Þessi tegund gengur frekar yfir en aðrar tegundir sjúkdómsins. Í þessum tilvikum er mikilvægt að meðhöndla undirliggjandi sýkingu í hálsinum með sýklalyfjum. Stundum getur reynst nauðsynlegt að gefa sjúklingum með aðrar tegundir af sóra sýklalyf, ef þeim versnar við sýkingar af völdum hálsbólgubaktería.

Í sórasjúkdómnum sést óeðlileg þroskun og of hröð frumuskipting í frumum yfirhúðar sem líklega stafar af breyttum eiginleikum varðandi vöxt og þroska þessara frumna. Í sóraútbrotum er einnig íferð bólgufrumna sem sennilega skýrist af því að frumur yfirhúðar losa frumboðefni og önnur efni sem hafa áhrif á ónæmis- og bólgusvörun. Ýmsar kenningar eru á lofti sem reyna að skýra þetta. Á seinni árum hafa menn helst hallast að því að um sé að ræða eins konar ónæmissvörun sem síðan leiði til sjálfsónæmis, og að mismunandi ytri þættir geti kallað sjúkdóminn fram.



Líklegt er að sórasjúkdómurinn erfist ekki sem slíkur heldur erfist tilhneigingin til að fá hann. Ekki er endilega víst að allir þeir sem hafa þessa tilhneigingu fái sóra. Það virðist sem ytra áreiti þurfi til að kalla sjúkdóminn fram. Þeir sem ekki verða fyrir slíku áreiti fá ekki alltaf sjúkdóminn jafnvel þó að þeir hafi erft tilhneiginguna. Hálsbólgusýking getur meðal annars kallað fram sóra og sennilega er um fleiri þætti að ræða.

Ekki hefur með öryggi tekist að sýna fram á hvernig sóri erfist. Nýlegar rannsóknir á genum benda þó til fjölþátta erfða og líklegt er að genin sem valda sjúdómnum verði brátt fundin. Ef annað foreldranna hefur sóra eru 15% líkur á að barn fái sjúkdóminn. Ef báðir foreldrar hafa sóra eru líkurnar hins vegar 50%.

Sóri er ekki smitandi.



Þetta svar er stytt útgáfa af umfjöllun Bárðar Sigurgeirssonar og Annemette Oxholm sérfræðinga í húðsjúkdómum um sóra á heimasíðunni Cutis.is. Lesendur sem vilja frekari upplýsingar geta smellt hér til að kynna sér umfjöllunina í heild sinni.

Einnig má benda á umfjöllun Steingríms Davíðssonar húðsjúkdómalæknis á heimasíðu sinni Kvarts.is og á Psoriasis.is heimasíðu Spoex - Samtaka psoriasis- og exemsjúklinga, en þar er að finna mikinn fróðleik um sjúkdóminn.

Myndir: Netpatient.dk

Höfundar

húðsjúkdómalæknir

húðsjúkdómalæknir

Útgáfudagur

29.11.2004

Spyrjandi

Þór Atlason

Tilvísun

Bárður Sigurgeirsson og Annemette Oxholm. „Er sóri smitandi?“ Vísindavefurinn, 29. nóvember 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4632.

Bárður Sigurgeirsson og Annemette Oxholm. (2004, 29. nóvember). Er sóri smitandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4632

Bárður Sigurgeirsson og Annemette Oxholm. „Er sóri smitandi?“ Vísindavefurinn. 29. nóv. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4632>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er sóri smitandi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Er psóríasis smitandi og hvað kemur fyrir húðina?

Sóri sem einnig hefur verið nefndur psóríasis (e. psoriasis) er langvinnur húðsjúkdómur. Sá sem einu sinni hefur fengið sóraútbrot getur fengið þau aftur og aftur hvenær sem er ævinnar. Mjög mismunandi er hve oft fólk fær útbrot. Sumir hafa meira og minna stöðug einkenni á meðan aðrir fá þau ef til vill einungis á margra ára fresti.

Útbrotin geta birst á margan hátt. Oftast er um að ræða rauðar skellur, örlítið upphleyptar og oft þaktar hvítu hreystri. Þær eru algengastar á stöðum sem verða fyrir álagi svo sem á olnbogum og hnjám. Þessi tegund sóra getur breiðst út og runnið saman í stærri svæði. Oft er um að ræða svipuð útbrot í hársverði sem geta þá leitt til flösu. Á nöglum koma oft fram mismunandi breytingar. Ein tegundin minnir á yfirborð fingurbjargar, í öðrum tilvikum losna neglurnar frá eða þykkna og einnig getur verið um að ræða gulleit svæði líkt og olíudropar séu undir nöglinni.



Önnur gerð sóra brýst oft fram við sýkingar í hálsi. Þá er um að ræða sérstaka gerð útbrota, svokallað dropasóra (e. guttate psoriasis). Þessi tegund gengur frekar yfir en aðrar tegundir sjúkdómsins. Í þessum tilvikum er mikilvægt að meðhöndla undirliggjandi sýkingu í hálsinum með sýklalyfjum. Stundum getur reynst nauðsynlegt að gefa sjúklingum með aðrar tegundir af sóra sýklalyf, ef þeim versnar við sýkingar af völdum hálsbólgubaktería.

Í sórasjúkdómnum sést óeðlileg þroskun og of hröð frumuskipting í frumum yfirhúðar sem líklega stafar af breyttum eiginleikum varðandi vöxt og þroska þessara frumna. Í sóraútbrotum er einnig íferð bólgufrumna sem sennilega skýrist af því að frumur yfirhúðar losa frumboðefni og önnur efni sem hafa áhrif á ónæmis- og bólgusvörun. Ýmsar kenningar eru á lofti sem reyna að skýra þetta. Á seinni árum hafa menn helst hallast að því að um sé að ræða eins konar ónæmissvörun sem síðan leiði til sjálfsónæmis, og að mismunandi ytri þættir geti kallað sjúkdóminn fram.



Líklegt er að sórasjúkdómurinn erfist ekki sem slíkur heldur erfist tilhneigingin til að fá hann. Ekki er endilega víst að allir þeir sem hafa þessa tilhneigingu fái sóra. Það virðist sem ytra áreiti þurfi til að kalla sjúkdóminn fram. Þeir sem ekki verða fyrir slíku áreiti fá ekki alltaf sjúkdóminn jafnvel þó að þeir hafi erft tilhneiginguna. Hálsbólgusýking getur meðal annars kallað fram sóra og sennilega er um fleiri þætti að ræða.

Ekki hefur með öryggi tekist að sýna fram á hvernig sóri erfist. Nýlegar rannsóknir á genum benda þó til fjölþátta erfða og líklegt er að genin sem valda sjúdómnum verði brátt fundin. Ef annað foreldranna hefur sóra eru 15% líkur á að barn fái sjúkdóminn. Ef báðir foreldrar hafa sóra eru líkurnar hins vegar 50%.

Sóri er ekki smitandi.



Þetta svar er stytt útgáfa af umfjöllun Bárðar Sigurgeirssonar og Annemette Oxholm sérfræðinga í húðsjúkdómum um sóra á heimasíðunni Cutis.is. Lesendur sem vilja frekari upplýsingar geta smellt hér til að kynna sér umfjöllunina í heild sinni.

Einnig má benda á umfjöllun Steingríms Davíðssonar húðsjúkdómalæknis á heimasíðu sinni Kvarts.is og á Psoriasis.is heimasíðu Spoex - Samtaka psoriasis- og exemsjúklinga, en þar er að finna mikinn fróðleik um sjúkdóminn.

Myndir: Netpatient.dk

...