Spyrjandi á sennilega við það að brautarslétta Plútós hallast talsvert miðað við brautarsléttu jarðar, en það á ekki við um hinar reikistjörnurnar; brautarhalli þeirra er óverulegur. Þetta skilst líklega betur af mynd:
Á myndinni sést sporbraut og brautarhalli ystu reikistjarnanna um sólu. Við sjáum að brautarhalli Plútós er mun meiri en hinna reikistjarnanna
- Risastórt gasský verður til og afmarkast í geimnum.
- Ef skýið er vel afmarkað getum við reiknað "heildarsnúning" eða hverfiþunga þess með því að leggja saman snúning einstakra einda eða parta í því. Þessi heildarsnúningur varðveitist ef skýið verður ekki fyrir neinum utanaðkomandi áhrifum.
- Skýið dregst saman vegna þyngdarkrafta milli efnisagnanna í því.
- Ef skýið minnkar en varðveitir jafnframt snúninginn þarf það að snúast hraðar og hraðar á sama hátt og skautadrottning sem dregur hendur og fætur að snúningsásnum um leið og hún snýst. Slíkur snúningur leiðir ekki til jafnvægis.
- Kerfið leitar því í það horf að mest af upphaflega massanum safnast saman í sólinni en hluti af massanum safnast saman í reikistjörnur til þess að varðveita snúninginn.
- Reikistjörnurnar leggja mest fram til varðveislu hverfiþungans með því að brautir þeirra séu sem næst í sömu sléttu.
- Braut Plútós sker braut Úranusar og Neptúnusar. Gætu þessar reikistjörnur þá ekki rekist hver á aðra? eftir Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson
- Á plánetan Plútó systurplánetu/hnött? eftir Einar Örn Þorvaldsson
- Er Plútó ennþá flokkuð sem reikistjarna? eftir Þorstein Þorsteinsson
Höfundur þakkar Gunnlaugi Björnssyni góðar athugasemdir og ábendingar um drög að svarinu.
Mynd: www.scienzita.it