Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju fer Plútó aðra leið, er hún í öðru sólkerfi?

ÞV

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.


Spyrjandi á sennilega við það að brautarslétta Plútós hallast talsvert miðað við brautarsléttu jarðar, en það á ekki við um hinar reikistjörnurnar; brautarhalli þeirra er óverulegur. Þetta skilst líklega betur af mynd:



Á myndinni sést sporbraut og brautarhalli ystu reikistjarnanna um sólu. Við sjáum að brautarhalli Plútós er mun meiri en hinna reikistjarnanna

Einfaldasta líkan okkar af myndun sólkerfisins er sem hér segir:
  • Risastórt gasský verður til og afmarkast í geimnum.
  • Ef skýið er vel afmarkað getum við reiknað "heildarsnúning" eða hverfiþunga þess með því að leggja saman snúning einstakra einda eða parta í því. Þessi heildarsnúningur varðveitist ef skýið verður ekki fyrir neinum utanaðkomandi áhrifum.
  • Skýið dregst saman vegna þyngdarkrafta milli efnisagnanna í því.
  • Ef skýið minnkar en varðveitir jafnframt snúninginn þarf það að snúast hraðar og hraðar á sama hátt og skautadrottning sem dregur hendur og fætur að snúningsásnum um leið og hún snýst. Slíkur snúningur leiðir ekki til jafnvægis.
  • Kerfið leitar því í það horf að mest af upphaflega massanum safnast saman í sólinni en hluti af massanum safnast saman í reikistjörnur til þess að varðveita snúninginn.
  • Reikistjörnurnar leggja mest fram til varðveislu hverfiþungans með því að brautir þeirra séu sem næst í sömu sléttu.

Plútó er undantekning frá þessu og menn hafa lengi velt fyrir sér skýringum á því. Nú á dögum hallast margir að því að Plútó hafi ekki myndast úr sama skýi og hinar reikistjörnurnar, heldur úr svokölluðu Kuipersbelti sem tilheyrir þó líka sólkerfinu alveg eins og við.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Nánari upplýsingar má svo finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Höfundur þakkar Gunnlaugi Björnssyni góðar athugasemdir og ábendingar um drög að svarinu.

Mynd: www.scienzita.it

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

16.5.2006

Spyrjandi

Eiður Pálsson

Tilvísun

ÞV. „Af hverju fer Plútó aðra leið, er hún í öðru sólkerfi?“ Vísindavefurinn, 16. maí 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5936.

ÞV. (2006, 16. maí). Af hverju fer Plútó aðra leið, er hún í öðru sólkerfi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5936

ÞV. „Af hverju fer Plútó aðra leið, er hún í öðru sólkerfi?“ Vísindavefurinn. 16. maí. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5936>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju fer Plútó aðra leið, er hún í öðru sólkerfi?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.


Spyrjandi á sennilega við það að brautarslétta Plútós hallast talsvert miðað við brautarsléttu jarðar, en það á ekki við um hinar reikistjörnurnar; brautarhalli þeirra er óverulegur. Þetta skilst líklega betur af mynd:



Á myndinni sést sporbraut og brautarhalli ystu reikistjarnanna um sólu. Við sjáum að brautarhalli Plútós er mun meiri en hinna reikistjarnanna

Einfaldasta líkan okkar af myndun sólkerfisins er sem hér segir:
  • Risastórt gasský verður til og afmarkast í geimnum.
  • Ef skýið er vel afmarkað getum við reiknað "heildarsnúning" eða hverfiþunga þess með því að leggja saman snúning einstakra einda eða parta í því. Þessi heildarsnúningur varðveitist ef skýið verður ekki fyrir neinum utanaðkomandi áhrifum.
  • Skýið dregst saman vegna þyngdarkrafta milli efnisagnanna í því.
  • Ef skýið minnkar en varðveitir jafnframt snúninginn þarf það að snúast hraðar og hraðar á sama hátt og skautadrottning sem dregur hendur og fætur að snúningsásnum um leið og hún snýst. Slíkur snúningur leiðir ekki til jafnvægis.
  • Kerfið leitar því í það horf að mest af upphaflega massanum safnast saman í sólinni en hluti af massanum safnast saman í reikistjörnur til þess að varðveita snúninginn.
  • Reikistjörnurnar leggja mest fram til varðveislu hverfiþungans með því að brautir þeirra séu sem næst í sömu sléttu.

Plútó er undantekning frá þessu og menn hafa lengi velt fyrir sér skýringum á því. Nú á dögum hallast margir að því að Plútó hafi ekki myndast úr sama skýi og hinar reikistjörnurnar, heldur úr svokölluðu Kuipersbelti sem tilheyrir þó líka sólkerfinu alveg eins og við.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Nánari upplýsingar má svo finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Höfundur þakkar Gunnlaugi Björnssyni góðar athugasemdir og ábendingar um drög að svarinu.

Mynd: www.scienzita.it...