Seint á 9. áratugnum var farið að nota leysigeisla til þess að fjarlægja húðflúr og er þeirri aðferð yfirleitt beitt í dag. Meðferðin byggist á því að leiftur af sterku ljósi, líkt og myndavélaflassi, smýgur inn í húðina og hitar litarefnið þannig að það brotar niður í smærri agnir sem átfrumur hvítu blóðkornanna ráða við að fjarlægja. Þetta er gert án þess að skaða húð og vefi í kring og yfirleitt skilur meðferðin ekki eftir sig ör. Hversu fljótt og vel gengur að fjarlægja húðflúr fer meðal annars eftir því hvar á líkamanum það er, hvernig það er á litinn, hversu stórt það er, hversu djúpt niður í húðina það nær og hversu gamalt það er. Byrjað er á að eyða dekkstu litunum í húðflúrinu og síðan þeim ljósari. Einn litur er tekinn fyrir í hvert skipti og þurfa að líða nokkrar vikur á milli meðferða. Algengt er að það þurfi 5-7 skipti til að fjarlægja húðflúr með þessum hætti en það er einstaklingsbundið og metið í hverju tilfelli fyrir sig. Skoðið einnig önnur svör á Vísindavefnum:
- Af hverju er ekki hægt að þvo húðflúr af sér? eftir EMB
- Hver fann upp húðflúr? eftir Svein Eggertsson
- www.doktor.is – Fegrunar- og húðlækningar í nýju ljós eftir Hrönn Guðmundsdóttur hjúkrunarstjóra Laserlækninga
- www.doktor.is – svar Sólveigar Magnúsdóttur læknis við spurningu um leysergeisla meðferð
- www.laeserlaekning.is – upplýsingar um leysermeðferð
- www.howstuffworks.com - How Tattoo Removal Works
- www.no-tatto.com - Tattoo Removal
- Heimasíða Magnúsar Jóhannssonar læknis – svar við spurningu um húðflúr
Mynd af húðflúri á hnakka: POP Goes Antarctica? Mynd af fjarlægðu húðflúri: Center for Laser Surgery