Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er ekki öllum bókum raðað eftir nafni höfundar?

Guðrún Karlsdóttir

Hvernig skyldi standa á því að höfunda/r er stundum ekki getið á riti? Væri þá ekki samt sem áður hægt að finna út hver höfundur er? Og hvernig stendur á því að ekki er ávallt skráð á höfunda sem tilgreindir eru?

Því er til að svara, að höfundar elstu ritverka litu stundum ekki á sig sem höfunda, heldur töldu þeir sig fremur vera skrásetjara og/eða safnara. Þá var erfitt að sjá fyrir bókaflóð síðari tíma og þann margvíslega ávinning sem góðum höfundi getur hlotnast, bæði fjárhagslega og í hugum manna. Í sumum tilvikum er eflaust hógværðinni einni til að dreifa. Kannski vilja sumir höfundar ekki verða frægir að endemum. Ýmsir síðari tíma fræðimenn hafa stundað rannsóknir á fornritum okkar í margvíslegum tilgangi, meðal annars í leit að höfundi. Um þetta hafa verið skrifuð heilu verkin. Margir höfundar skrifa undir dulnefni og í flestum tilvikum er vitað hverjir leynast bak við dulnefnin. Rit höfunda sem þekktastir eru undir dulnefni eru skráð á dulnefnið. Þannig eru rit Aðalsteins Kristmundssonar skráð á dulnefnið Steinn Steinarr og tilvísun gerð frá hinni nafnmyndinni. Rit sem margir leggja efni í eru titilskráð. Biblían er titilskráð og tímarit sömuleiðis. Stundum bera stofnanir ábyrgðaraðildina fremur en einstaklingar og er þá skráð á þær.

Við bókfræðilega skráningu heimilda er hagkvæmni oft nauðsynleg. Lítið rými er á spjöldum sem raðað er í spjaldskrárskúffur safna. Bókfræðilegar upplýsingar sem settar eru á spjöld þurfa að vera knappar og staðlaðar. Meginatriðið er að taka það upp í spjaldskrárfærslu sem mest upplýsingagildi hefur fyrir notandann. Því hefur þeirri reglu verið fylgt að taka upp einn til þrjá höfunda í bókfræðifærslu en séu höfundar fleiri er ritið titilskráð. Á síðustu áratugum hefur tölvuvæðing bókasafna gengið hratt fyrir sig og eru fyrrum spjaldskrár bókasafna orðnar meira og minna í tölvutæku formi. Skráð er samkvæmt svonefndu marksniði (marc = machine readable cataloguing) og er það alþjóðlegt en jafnframt eru til mismunandi afbrigði af því.

Tölvutaka gömlu spjaldskránna hefur haft það í för með sér að skráningunni er ekki eins þröngur stakkur skorinn og fyrr, rými fyrir hverja bókfræðifærslu og greinifærslur henni tengdar (til dæmis fyrir greinar í safnriti) hefur verið að aukast í nýjustu bókasafnskerfunum. Ég tel því allar líkur á því, að skráningarreglur sem taka til fleiri höfunda en þriggja kunni að breytast höfundunum í vil í náinni framtíð. Við skráningu er stuðst við alþjóðlegar skráningarreglur en þörfin fyrir slíkt hjálpartæki kom tiltölulega snemma fram. Gildandi skráningarreglur eru í daglegu tali nefndar AACR2 (Anglo-American cataloguing rules, 2nd ed.) og er til íslensk þýðing af styttri gerð þeirra.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni Af hverju er bókum yfirleitt raðað samkvæmt nafni höfundar en ekki bókar?

Höfundur

forstöðumaður fyrrum skráningardeildar Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni

Útgáfudagur

25.9.2000

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Guðrún Karlsdóttir. „Hvers vegna er ekki öllum bókum raðað eftir nafni höfundar?“ Vísindavefurinn, 25. september 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=935.

Guðrún Karlsdóttir. (2000, 25. september). Hvers vegna er ekki öllum bókum raðað eftir nafni höfundar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=935

Guðrún Karlsdóttir. „Hvers vegna er ekki öllum bókum raðað eftir nafni höfundar?“ Vísindavefurinn. 25. sep. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=935>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er ekki öllum bókum raðað eftir nafni höfundar?
Hvernig skyldi standa á því að höfunda/r er stundum ekki getið á riti? Væri þá ekki samt sem áður hægt að finna út hver höfundur er? Og hvernig stendur á því að ekki er ávallt skráð á höfunda sem tilgreindir eru?

Því er til að svara, að höfundar elstu ritverka litu stundum ekki á sig sem höfunda, heldur töldu þeir sig fremur vera skrásetjara og/eða safnara. Þá var erfitt að sjá fyrir bókaflóð síðari tíma og þann margvíslega ávinning sem góðum höfundi getur hlotnast, bæði fjárhagslega og í hugum manna. Í sumum tilvikum er eflaust hógværðinni einni til að dreifa. Kannski vilja sumir höfundar ekki verða frægir að endemum. Ýmsir síðari tíma fræðimenn hafa stundað rannsóknir á fornritum okkar í margvíslegum tilgangi, meðal annars í leit að höfundi. Um þetta hafa verið skrifuð heilu verkin. Margir höfundar skrifa undir dulnefni og í flestum tilvikum er vitað hverjir leynast bak við dulnefnin. Rit höfunda sem þekktastir eru undir dulnefni eru skráð á dulnefnið. Þannig eru rit Aðalsteins Kristmundssonar skráð á dulnefnið Steinn Steinarr og tilvísun gerð frá hinni nafnmyndinni. Rit sem margir leggja efni í eru titilskráð. Biblían er titilskráð og tímarit sömuleiðis. Stundum bera stofnanir ábyrgðaraðildina fremur en einstaklingar og er þá skráð á þær.

Við bókfræðilega skráningu heimilda er hagkvæmni oft nauðsynleg. Lítið rými er á spjöldum sem raðað er í spjaldskrárskúffur safna. Bókfræðilegar upplýsingar sem settar eru á spjöld þurfa að vera knappar og staðlaðar. Meginatriðið er að taka það upp í spjaldskrárfærslu sem mest upplýsingagildi hefur fyrir notandann. Því hefur þeirri reglu verið fylgt að taka upp einn til þrjá höfunda í bókfræðifærslu en séu höfundar fleiri er ritið titilskráð. Á síðustu áratugum hefur tölvuvæðing bókasafna gengið hratt fyrir sig og eru fyrrum spjaldskrár bókasafna orðnar meira og minna í tölvutæku formi. Skráð er samkvæmt svonefndu marksniði (marc = machine readable cataloguing) og er það alþjóðlegt en jafnframt eru til mismunandi afbrigði af því.

Tölvutaka gömlu spjaldskránna hefur haft það í för með sér að skráningunni er ekki eins þröngur stakkur skorinn og fyrr, rými fyrir hverja bókfræðifærslu og greinifærslur henni tengdar (til dæmis fyrir greinar í safnriti) hefur verið að aukast í nýjustu bókasafnskerfunum. Ég tel því allar líkur á því, að skráningarreglur sem taka til fleiri höfunda en þriggja kunni að breytast höfundunum í vil í náinni framtíð. Við skráningu er stuðst við alþjóðlegar skráningarreglur en þörfin fyrir slíkt hjálpartæki kom tiltölulega snemma fram. Gildandi skráningarreglur eru í daglegu tali nefndar AACR2 (Anglo-American cataloguing rules, 2nd ed.) og er til íslensk þýðing af styttri gerð þeirra.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni Af hverju er bókum yfirleitt raðað samkvæmt nafni höfundar en ekki bókar?...