Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er markaðsvirði fyrirtækis reiknað út?

Sigurður Erlingsson

Þegar finna á markaðsvirði félaga er spurning hvort um sé að ræða félag sem er skráð á hlutabréfamarkaði eða félag sem ekki er skráð á hlutabréfamarkaði.

Markaðsvirði hlutafélags sem er skráð á hlutabréfamarkaði er fundið með því að margfalda saman nafnvirði útgefins hlutafjár og gengi hlutabréfa fyrirtækisins. Sem dæmi má nefna að nafnvirði hlutafjár í Opnum kerfum er 210 milljónir króna og ef gengi félagsins á Verðbréfaþingi Íslands er 48 þýðir það að markaðsvirði Opinna kerfa sé 10,08 milljarðar króna. Gengi hlutabréfa og þar af leiðandi markaðsvirði hlutafélaga breytist svo daglega eða oft innan dags þegar viðskipti eiga sér stað. Upplýsingar um nafnvirði hlutafjár er að finna í ársskýrslum fyrirtækja og gengi hlutabréfa má finna í dagblöðum og á heimasíðum kauphalla og verðbréfafyrirtækja.

Ef hlutafélag er ekki skráð á hlutabréfamarkaði og ekki eru regluleg viðskipti með hlutabréf þess er hægt að beita nokkrum aðferðum til að finna út hvers virði ætla mætti að félagið væri ef það yrði skráð á markað. Verðmatsaðferðum má í grófum dráttum skipta í sjóðstreymisgreiningar og samanburðargreiningar. Oftast þegar verið er að finna verðmæti félags eru bæði notaðar sjóðstreymisgreiningar og samanburðargreiningar. Þetta á bæði við um félög sem eru skráð á markaði og óskráð félög.

Kauphöllin á Íslandi.

Sjóðstreymisgreining felst í því að áætla framtíðarhagnað félags og leiðrétta hann með tilliti til liða sem ekki hafa áhrif á sjóðstreymi, til dæmis afskrifta. Þegar búið er að leiðrétta hagnaðinn fæst út sjóðstreymi sem er núvirt með þeirri ávöxtunarkröfu sem gerð er til rekstrarins (sjóðstreymi framtíðarinnar er með öðrum orðum fært til dagsins í dag með kröfu um tiltekna ávöxtun eins og oft er gert, til dæmis í áætlunum). Við þá tölu er bætt endurmetnu verðmæti eigna og skuldir dregnar frá og fæst þá út verðmæti félagsins miðað við þær forsendur sem notaðar eru í sjóðstreymisáætlun.

Samanburðargreiningar felast í því að bera félag saman við önnur sambærileg félög í sömu atvinnugrein með tilliti til veltu, hagnaðar, framlegðar, fjármagnsskipunar og vaxtar í sölu, og nota kennitölur og aðra samanburðarfræði til að finna út líklegt verðmæti. Oft er miðað við svokallað V/H-hlutfall en það er hlutfallið á milli markaðsvirðis (í teljara) og hagnaðar (í nefnara). Til dæmis, ef V/H hlutfall hjá fyrirtækjum af tiltekinni stærð í sömu atvinnugrein er 15, mætti finna verðmæti félags með því að margfalda hagnað þess með 15 og fá þannig út verðmæti þess. Það verðmætabil sem fæst með notkun margfaldara og samanburðarfræði er svo leiðrétt með tilliti til ýmissa þátta sem lúta að áhættu og þess háttar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

sérfræðingur á rannsóknadeild, Fjárfestingarbanka, Landsbanka Íslands

Útgáfudagur

24.10.2000

Spyrjandi

Ingibjörg Reynisdóttir

Tilvísun

Sigurður Erlingsson. „Hvernig er markaðsvirði fyrirtækis reiknað út?“ Vísindavefurinn, 24. október 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1022.

Sigurður Erlingsson. (2000, 24. október). Hvernig er markaðsvirði fyrirtækis reiknað út? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1022

Sigurður Erlingsson. „Hvernig er markaðsvirði fyrirtækis reiknað út?“ Vísindavefurinn. 24. okt. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1022>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er markaðsvirði fyrirtækis reiknað út?
Þegar finna á markaðsvirði félaga er spurning hvort um sé að ræða félag sem er skráð á hlutabréfamarkaði eða félag sem ekki er skráð á hlutabréfamarkaði.

Markaðsvirði hlutafélags sem er skráð á hlutabréfamarkaði er fundið með því að margfalda saman nafnvirði útgefins hlutafjár og gengi hlutabréfa fyrirtækisins. Sem dæmi má nefna að nafnvirði hlutafjár í Opnum kerfum er 210 milljónir króna og ef gengi félagsins á Verðbréfaþingi Íslands er 48 þýðir það að markaðsvirði Opinna kerfa sé 10,08 milljarðar króna. Gengi hlutabréfa og þar af leiðandi markaðsvirði hlutafélaga breytist svo daglega eða oft innan dags þegar viðskipti eiga sér stað. Upplýsingar um nafnvirði hlutafjár er að finna í ársskýrslum fyrirtækja og gengi hlutabréfa má finna í dagblöðum og á heimasíðum kauphalla og verðbréfafyrirtækja.

Ef hlutafélag er ekki skráð á hlutabréfamarkaði og ekki eru regluleg viðskipti með hlutabréf þess er hægt að beita nokkrum aðferðum til að finna út hvers virði ætla mætti að félagið væri ef það yrði skráð á markað. Verðmatsaðferðum má í grófum dráttum skipta í sjóðstreymisgreiningar og samanburðargreiningar. Oftast þegar verið er að finna verðmæti félags eru bæði notaðar sjóðstreymisgreiningar og samanburðargreiningar. Þetta á bæði við um félög sem eru skráð á markaði og óskráð félög.

Kauphöllin á Íslandi.

Sjóðstreymisgreining felst í því að áætla framtíðarhagnað félags og leiðrétta hann með tilliti til liða sem ekki hafa áhrif á sjóðstreymi, til dæmis afskrifta. Þegar búið er að leiðrétta hagnaðinn fæst út sjóðstreymi sem er núvirt með þeirri ávöxtunarkröfu sem gerð er til rekstrarins (sjóðstreymi framtíðarinnar er með öðrum orðum fært til dagsins í dag með kröfu um tiltekna ávöxtun eins og oft er gert, til dæmis í áætlunum). Við þá tölu er bætt endurmetnu verðmæti eigna og skuldir dregnar frá og fæst þá út verðmæti félagsins miðað við þær forsendur sem notaðar eru í sjóðstreymisáætlun.

Samanburðargreiningar felast í því að bera félag saman við önnur sambærileg félög í sömu atvinnugrein með tilliti til veltu, hagnaðar, framlegðar, fjármagnsskipunar og vaxtar í sölu, og nota kennitölur og aðra samanburðarfræði til að finna út líklegt verðmæti. Oft er miðað við svokallað V/H-hlutfall en það er hlutfallið á milli markaðsvirðis (í teljara) og hagnaðar (í nefnara). Til dæmis, ef V/H hlutfall hjá fyrirtækjum af tiltekinni stærð í sömu atvinnugrein er 15, mætti finna verðmæti félags með því að margfalda hagnað þess með 15 og fá þannig út verðmæti þess. Það verðmætabil sem fæst með notkun margfaldara og samanburðarfræði er svo leiðrétt með tilliti til ýmissa þátta sem lúta að áhættu og þess háttar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...