Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru hlutabréfavísitölur?

Gylfi Magnússon

Hlutabréfavísitölur eru mælikvarðar á þróun verðs ákveðinna tegunda eða flokka hlutabréfa. Þær eru því á margan hátt hliðstæðar verðlagsvísitölum, eins og vísitölu neysluverðs. Vísitala neysluverðs er mælikvarði á þróun verðlags, það er að segja á breytingar á verði allra vara og allrar þjónustu. Munurinn liggur því einkum í því hvaða verð eru höfð til hliðsjónar við útreikningana, í fyrra tilfellinu eingöngu verð hlutabréfa í ákveðnum fyrirtækjum, í síðara tilfellinu fjöldinn allur af vörum og margar tegundir þjónustu.

Eins og aðrar vísitölur eru hlutabréfavísitölur flestar byggðar á því að reikna svokölluð vegin meðaltöl, í þessu tilfelli af verði ákveðinna hlutabréfa. Hefðbundið meðaltal er reiknað með því að leggja saman safn talna og deila í útkomuna með fjölda talna í safninu. Þannig er til dæmis meðaltalið af tölunum 3, 4, og 8 talan 5 þar eð (3+4+8)/3 eru 5. Hver tala hefur því sama vægi, í þessu tilfelli 1/3. Þegar vegið meðaltal er reiknað geta einstakar tölur haft mismikið vægi.

Þegar fyrst var farið að reikna út hlutabréfavísitölur var einfalt meðaltal notað. Til dæmis var hin svokallaða Dow Jones Industrial Average vísitala reiknuð út með því að fyrst voru valin 30 stór bandarísk hlutafélög og síðan lagt saman verð eins hlutabréfs í hverju fyrirtæki. Verð 30 slíkra hlutabréfa fyrsta daginn sem vísitalan var reiknuð út er síðan notað sem viðmiðun til að reikna út gildi vísitölunnar á öðrum dögum. Ef þessi 30 bréf hefðu til dæmis kostað 10% meira ári síðar en í upphafi þá hefði vísitalan verið 10% hærri í lok tímabilsins en í upphafi þess, til dæmis 11 stig í stað 10.



Þegar rætt er um Dow Jones-vísitöluna er átt við þessa vísitölu. Hún er sem fyrr segir mælikvarði á verð hlutabréfa í 30 stórum bandarískum fyrirtækjum. Hún þykir raunar ekki mjög góður mælikvarði á almennt hlutabréfaverð í Bandaríkjunum, bæði vegna þess að fyrirtækin 30 endurspegla ekki vel öll fyrirtæki á bandarískum hlutabréfamarkaði og einnig vegna þess að aðferðin sem notuð er við útreikninginn þykir ekki nógu góð. Þó er löng hefð fyrir því að segja fréttir af vísitölunni og hún er sennilega frægasta hlutabréfavísitala í heimi þótt hún sé sáralítið notuð á fjármálamörkuðum. Líkt og í öðrum hlutabréfavísitölum er af og til skipt um fyrirtæki í Dow Jones-vísitölunni. Sum falla þá út úr úrtakinu og ekki er lengur tekið mið af verði þeirra en önnur koma í þeirra stað.

Flestar hlutabréfavísitölur nú á dögum eru öðruvísi en Dow Jones-vísitalan að því leyti að þær eru byggðar á vegnu meðaltali, oftast þannig að markaðsverðmæti allra hlutabréfa fyrirtækis ræður vægi þess í vísitölunni. Ef reikna ætti vísitölu fyrir hlutabréf þriggja fyrirtækja og eitt þeirra væri fimm milljarða virði, annað þriggja milljarða virði og hið þriðja tveggja milljarða virði þá væri vægi fyrsta fyrirtækisins í vísitölunni 50%, þess næsta 30% og þess þriðja 20%. Þetta fyrirkomulag er að ýmsu leyti eðlilegra en að nota einfalt meðaltal. Vegið meðaltal af tölunum 3, 4 og 8 með þessum vogtölum er 50%*3 + 30%*4 + 20%*8 eða 4,3.

Útreikningur á slíkri vísitölu eru fremur einfaldur. Fyrst er valinn hópur fyrirtækja og síðan lagt saman markaðsverð allra hlutabréfa í þeim á ákveðnum tíma. Útkoman verður grunnur að útreikningi á gildi vísitölunnar síðar. Hafi verðmæti allra hlutabréfa í þessum fyrirtækjum til dæmis hækkað um 5% tveimur árum síðar þá ætti gildi vísitölunnar líka að hækka um 5%, til dæmis úr 200 stigum í 210 stig. Úrvalsvísitalan íslenska er þessarar tegundar. Útreikningur hennar er byggður á verði á hlutabréfum í 15 íslenskum fyrirtækjum sem eru skráð á Verðbréfaþingi Íslands. Til eru slíkar vísitölur fyrir flestar kauphallir heims og oft eru þær kenndar við markaðina, til dæmis NASDAQ og NYSE vísitölurnar sem eru mælikvarðar á gengi hlutabréfa á tveimur helstu hlutabréfamörkuðunum í Bandaríkjunum. Einnig eru reiknaðar út margar íslenskar hlutabréfavísitölur, til dæmis fyrir ákveðnar atvinnugreinar.

Þegar Úrvalsvísitalan var fyrst reiknuð út var ákveðið að gefa henni upphafsgildið 1000. Upphafsgildi vísitölu skiptir í raun engu máli því að vísitalan mælir eingöngu hlutfallslegar breytingar. Allt eins hefði mátt velja annað upphafsgildi fyrir Úrvalsvísitöluna, til dæmis 100. Þá hefði gildi vísitölunnar á hverjum tíma verið tífalt lægra en ella. Vísitalan hefði engu að síður mælt nákvæmlega sömu breytingar á verði á milli tímabila.

Gerum ráð fyrir að hlutabréf í einu fyrirtæki sem stuðst er við þegar vísitala er reiknuð út hækki um 10% á ákveðnu tímabili og að verð annarra hlutabréfa sem notuð eru við útreikninginn breytist ekki. Gerum einnig ráð fyrir að í upphafi tímabilsins sé verðmæti allra hlutabréfa í fyrirtækinu 5% af verðmæti allra hlutabréfa í öllum fyrirtækjunum sem byggt er á við útreikning vísitölunnar. Þá mun vísitalan hækka um margfeldi 10% annars vegar og 5% hins vegar eða samtals 0,5%. Hefði vísitalan verið 1000 stig fyrir þessa verðbreytingu yrði hún 1005 stig eftir hana.

Stundum er tekið tillit til arðgreiðslna við útreikning hlutabréfavísitalna en oftast ekki. Ef tekið er tillit til arðgreiðslna er grunni vísitölunnar breytt í hvert skipti sem eitthvert fyrirtækjanna sem vísitalan byggir á greiðir út arð til hluthafa. Breytingin verður til þess að gildi vísitölunnar hækkar aðeins til að endurspegla að hluthafar njóta ekki einungis góðs af hækkun á verði hlutabréfa, þeir njóta einnig góðs af þeim arði sem þeir fá. Slík vísitala verður betri mælikvarði á þá ávöxtun sem hluthafar fá á fé sitt en vísitala sem ekki tekur tillit til arðgreiðslna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

7.4.2000

Spyrjandi

Steinar Yan Wang, f. 1982

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað eru hlutabréfavísitölur?“ Vísindavefurinn, 7. apríl 2000, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=326.

Gylfi Magnússon. (2000, 7. apríl). Hvað eru hlutabréfavísitölur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=326

Gylfi Magnússon. „Hvað eru hlutabréfavísitölur?“ Vísindavefurinn. 7. apr. 2000. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=326>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru hlutabréfavísitölur?
Hlutabréfavísitölur eru mælikvarðar á þróun verðs ákveðinna tegunda eða flokka hlutabréfa. Þær eru því á margan hátt hliðstæðar verðlagsvísitölum, eins og vísitölu neysluverðs. Vísitala neysluverðs er mælikvarði á þróun verðlags, það er að segja á breytingar á verði allra vara og allrar þjónustu. Munurinn liggur því einkum í því hvaða verð eru höfð til hliðsjónar við útreikningana, í fyrra tilfellinu eingöngu verð hlutabréfa í ákveðnum fyrirtækjum, í síðara tilfellinu fjöldinn allur af vörum og margar tegundir þjónustu.

Eins og aðrar vísitölur eru hlutabréfavísitölur flestar byggðar á því að reikna svokölluð vegin meðaltöl, í þessu tilfelli af verði ákveðinna hlutabréfa. Hefðbundið meðaltal er reiknað með því að leggja saman safn talna og deila í útkomuna með fjölda talna í safninu. Þannig er til dæmis meðaltalið af tölunum 3, 4, og 8 talan 5 þar eð (3+4+8)/3 eru 5. Hver tala hefur því sama vægi, í þessu tilfelli 1/3. Þegar vegið meðaltal er reiknað geta einstakar tölur haft mismikið vægi.

Þegar fyrst var farið að reikna út hlutabréfavísitölur var einfalt meðaltal notað. Til dæmis var hin svokallaða Dow Jones Industrial Average vísitala reiknuð út með því að fyrst voru valin 30 stór bandarísk hlutafélög og síðan lagt saman verð eins hlutabréfs í hverju fyrirtæki. Verð 30 slíkra hlutabréfa fyrsta daginn sem vísitalan var reiknuð út er síðan notað sem viðmiðun til að reikna út gildi vísitölunnar á öðrum dögum. Ef þessi 30 bréf hefðu til dæmis kostað 10% meira ári síðar en í upphafi þá hefði vísitalan verið 10% hærri í lok tímabilsins en í upphafi þess, til dæmis 11 stig í stað 10.



Þegar rætt er um Dow Jones-vísitöluna er átt við þessa vísitölu. Hún er sem fyrr segir mælikvarði á verð hlutabréfa í 30 stórum bandarískum fyrirtækjum. Hún þykir raunar ekki mjög góður mælikvarði á almennt hlutabréfaverð í Bandaríkjunum, bæði vegna þess að fyrirtækin 30 endurspegla ekki vel öll fyrirtæki á bandarískum hlutabréfamarkaði og einnig vegna þess að aðferðin sem notuð er við útreikninginn þykir ekki nógu góð. Þó er löng hefð fyrir því að segja fréttir af vísitölunni og hún er sennilega frægasta hlutabréfavísitala í heimi þótt hún sé sáralítið notuð á fjármálamörkuðum. Líkt og í öðrum hlutabréfavísitölum er af og til skipt um fyrirtæki í Dow Jones-vísitölunni. Sum falla þá út úr úrtakinu og ekki er lengur tekið mið af verði þeirra en önnur koma í þeirra stað.

Flestar hlutabréfavísitölur nú á dögum eru öðruvísi en Dow Jones-vísitalan að því leyti að þær eru byggðar á vegnu meðaltali, oftast þannig að markaðsverðmæti allra hlutabréfa fyrirtækis ræður vægi þess í vísitölunni. Ef reikna ætti vísitölu fyrir hlutabréf þriggja fyrirtækja og eitt þeirra væri fimm milljarða virði, annað þriggja milljarða virði og hið þriðja tveggja milljarða virði þá væri vægi fyrsta fyrirtækisins í vísitölunni 50%, þess næsta 30% og þess þriðja 20%. Þetta fyrirkomulag er að ýmsu leyti eðlilegra en að nota einfalt meðaltal. Vegið meðaltal af tölunum 3, 4 og 8 með þessum vogtölum er 50%*3 + 30%*4 + 20%*8 eða 4,3.

Útreikningur á slíkri vísitölu eru fremur einfaldur. Fyrst er valinn hópur fyrirtækja og síðan lagt saman markaðsverð allra hlutabréfa í þeim á ákveðnum tíma. Útkoman verður grunnur að útreikningi á gildi vísitölunnar síðar. Hafi verðmæti allra hlutabréfa í þessum fyrirtækjum til dæmis hækkað um 5% tveimur árum síðar þá ætti gildi vísitölunnar líka að hækka um 5%, til dæmis úr 200 stigum í 210 stig. Úrvalsvísitalan íslenska er þessarar tegundar. Útreikningur hennar er byggður á verði á hlutabréfum í 15 íslenskum fyrirtækjum sem eru skráð á Verðbréfaþingi Íslands. Til eru slíkar vísitölur fyrir flestar kauphallir heims og oft eru þær kenndar við markaðina, til dæmis NASDAQ og NYSE vísitölurnar sem eru mælikvarðar á gengi hlutabréfa á tveimur helstu hlutabréfamörkuðunum í Bandaríkjunum. Einnig eru reiknaðar út margar íslenskar hlutabréfavísitölur, til dæmis fyrir ákveðnar atvinnugreinar.

Þegar Úrvalsvísitalan var fyrst reiknuð út var ákveðið að gefa henni upphafsgildið 1000. Upphafsgildi vísitölu skiptir í raun engu máli því að vísitalan mælir eingöngu hlutfallslegar breytingar. Allt eins hefði mátt velja annað upphafsgildi fyrir Úrvalsvísitöluna, til dæmis 100. Þá hefði gildi vísitölunnar á hverjum tíma verið tífalt lægra en ella. Vísitalan hefði engu að síður mælt nákvæmlega sömu breytingar á verði á milli tímabila.

Gerum ráð fyrir að hlutabréf í einu fyrirtæki sem stuðst er við þegar vísitala er reiknuð út hækki um 10% á ákveðnu tímabili og að verð annarra hlutabréfa sem notuð eru við útreikninginn breytist ekki. Gerum einnig ráð fyrir að í upphafi tímabilsins sé verðmæti allra hlutabréfa í fyrirtækinu 5% af verðmæti allra hlutabréfa í öllum fyrirtækjunum sem byggt er á við útreikning vísitölunnar. Þá mun vísitalan hækka um margfeldi 10% annars vegar og 5% hins vegar eða samtals 0,5%. Hefði vísitalan verið 1000 stig fyrir þessa verðbreytingu yrði hún 1005 stig eftir hana.

Stundum er tekið tillit til arðgreiðslna við útreikning hlutabréfavísitalna en oftast ekki. Ef tekið er tillit til arðgreiðslna er grunni vísitölunnar breytt í hvert skipti sem eitthvert fyrirtækjanna sem vísitalan byggir á greiðir út arð til hluthafa. Breytingin verður til þess að gildi vísitölunnar hækkar aðeins til að endurspegla að hluthafar njóta ekki einungis góðs af hækkun á verði hlutabréfa, þeir njóta einnig góðs af þeim arði sem þeir fá. Slík vísitala verður betri mælikvarði á þá ávöxtun sem hluthafar fá á fé sitt en vísitala sem ekki tekur tillit til arðgreiðslna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...